Fjarðarpósturinn - 22.04.2015, Blaðsíða 11
www.fjardarposturinn.is 11FJARÐARPÓSTURINN | MIÐVIKUDAGUR 22. APRÍL 2015
Um páskana fór fram glæsileg
danskeppni sem haldin var í
Winter Gardens höllinni í Black
pool. Fjölmörg íslensk danspör
tóku þátt.
Auður Haraldsdóttir, dans
kenn ari hjá Dansíþróttafélagi
Hafn ar fjarðar, segir að keppt var
í junior flokki, börn 1216 ára
ásamt juvenile barnaflokki, 11
ára og yngri. Þá var liðakeppni
þar sem Ísland tók þátt ásamt
ásamt Úkraínu, Bandaríkjunum,
Rússlandi og Englandi.
Íslenska liðið í junior 11 ára og
yngri skipuðu þau Atli Gíslason
og Eva Lilja Bjarnadóttir,Ignas
Pacevicius og Arndís Hallgríms
dóttir sem dönsuðu ballroom
dansa sem eru vals og tangó og
kvikkstepp og Aron Logi
Hrann ars son og Halldóra Ísold
Þórðardóttir, Einar Magnússon
og Selma Lind Árnadóttir sem
dönsuðu suður ameríska dansa,
cha cha cha, sömbu og jive.
Í liðakeppni junior 1216 ára
dönsuðu lið frá Finnlandi, Úkra
ínu, Bandaríkjunum, Rússlandi,
Kína, Ítalíu, Noregi, og Englandi.
Lið Íslands samanstóð af 4
pörum, þeim Rúnari Bjarnasyni
og Lilju Gísladóttur, Gabríel
Einarssyni og Lísu Ólafsdóttur
sem dönsuðu ballroom dansana
ásamt Elvar Gabunay og Söru
Guðnadóttur og Gylfa Má
Hrafnssyni og Maríu Tinnu
Hauksdóttur sem dönsuðu suður
ameríska dansa.
Blackpool Dance Festival er
ein stærsta danskeppni sem
haldin er í heiminum í dag fyrir
börn og unglinga og sækja
íslensk pör keppnina á hverju ári.
Sara Rós Jakobsdóttir var
fánaberi og bar íslenska fjallbún
inginn afar vel. Mikil stemmning
var í hópnum sem hvatti íslenska
liðið áfram með hrópum.
Stærsti hópur frá DÍH
Aldrei fyrr hefur farið jafnstór
hópur danspara og foreldra
ásamt stuðningsfólki frá DÍH og
núna í ár, eða rúmlega 60 manna
hópur og þar af voru 12 danspör,
eða 24 dansarar.
Í 10. sæti af 65 pörum
Í Blackpool danskeppni barna
og unglinga komust þau Aron
Logi Hrannarsson og Halldóra
Ísold Þórðardóttir hjá DÍH í
undanúrslit, 12 para úrslit, og
lentu í 10. sæti í Vínarvalsi.
Sextíu og fimm pör sem hófu
keppni í þessum dansi og telst
þetta flottur árangur.
Danskeppnin stendur yfir í
heila viku og er ein sú stærsta og
vinsælasta sem haldin er í
heiminum í dag að sögn Auðar.
Er hún talin vera óopinbert
heimsmeistaramót fyrir börn og
unglinga 11 ára yngri og 1216
ára.
Í fréttablaði Gazette sunnu
daginn 12.apríl voru þau Heimir
Snær Vilhjálmsson og Svandís
Ósk Einarsdóttir á fallegri mynd
sem er flottur heiður fyrir þau og
skemmtilegt að fá íslenskt par í
fréttirnar þarna úti segir Auður
Haraldsdóttir að lokum.
Stór hópur frá DÍH á danskeppni í Blackpool
Aron Logi Hrannarsson og Halldóra Ísold Þórðardóttir í 10. sæti í Vínarvalsi
Danshópurinn frá DÍH ásamti Auði danskennara sínum.
Lið Íslands í flokki 11 ára og yngri.
Lið Íslands í flokki 12 til 16 ára.
Rúnar og Lilja sem kepptu í
flokki 12-16 ára.
Aron Logi og Halldóra Ísold
náðu 10. sæti í Vínarvalsi.
Leitaðu:
„Fjarðarpósturinn“