Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 22.04.2015, Síða 15

Fjarðarpósturinn - 22.04.2015, Síða 15
www.fjardarposturinn.is 15FJARÐARPÓSTURINN | MIÐVIKUDAGUR 22. APRÍL 2015 Nýir þjálfarar hjá Haukum í handbolta Annar kemur úr Eyjum og hinn skiptir um kyn! Handknattleikslið Hauka í meistaraflokki fá nýja þjálfara fyrir næstu leiktíð. Bæði karla­ og kvennaliðið hefur átt góðu gengi að fagna í vetur, kvenna­ liðið komst í úrslitakeppnina og karlaliðið er í góðum málum með að komast í úrslitaleikinn og búið að vinna tvo leiki í röð gegn Val og gat tryggt sig áfram með sigri í gær eftir að Fjarðar­ pósturinn fór í prentun. Gunnar Magnússon, sem þjálfað hefur ÍBV með góðum árangri, tekur við karlaliðinu af Patreki Jóhannessyni og Óskar Ármannsson, sem verið hefur aðstoðarþjálfari karlaliðs Hauka svo lengi sem elstu menn muna, tekur við kvennaliðinu og má því segja að hann hafi aðeins skipt um kyn. Gerður var 3ja ára samningur við Gunn ar en gárungar telja að Óskar sé æviráðinn hjá Haukum. Handbolti: 23. apríl kl. 16, Ásvellir Haukar - Valur (ef þarf) úrvalsdeild karla - 4 liða úrslit 26. apríl kl. 16, Hlíðarendi Valur ­ Haukar (ef þarf) úrvalsdeild karla - 4 liða úrslit 18. apríl kl. 16, Ásvellir Haukar - Valur úrvalsdeild karla - 4 liða úrslit 21. apríl kl. 19.30, Hlíðarendi Valur ­ Haukar úrvalsdeild karla Handbolti úrslit: Karlar: Valur ­ Haukar: (þriðju.d.) Haukar ­ Valur: 21­19 Valur ­ Haukar: 24­32 Körfubolti úrslit: Karlar: Haukar ­ Tindastóll: 62­69 Körfubolti karla Haukar úr leik Tindastóll sló Hauka út í úrslitakeppni karla í körfu­ knattleik. Haukar sigruðu nokkuð örugglega í þriðja leik liðanna en Tindastóll gerði út um vonir Hauka með sigri í fjórða leiknum á Ásvöllum á laugardaginn, 69­62. Tindastóll mætir KR í úrslitum. Íþróttir Hefur áhyggjur af framtíð Iðnskólans Bæjarstjórn Hafnarfjarðar lýsir yfir áhyggjum af framtíð Iðnskólans í Hafnarfirði í ljósi þeirra viðræðna sem nú eru farnar af stað um hugsanlega sameiningu við Tækniskólann. Kemur þetta fram í ályktun sem bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum í síðustu viku. Þá segir ennfremur: „Iðnskólinn hefur mikilvægu hlutverki að gegna í skóla­ samfélaginu í Hafnarfirði og þjónar ekki einungis þeim fjölda hafnfirskra ungmenna sem þar stundar nám heldur einn ig nemendum annars staðar að af höfuðborgarsvæðinu og land inu öllu. Bæjarstjórn Hafn­ arfjarðar leggur þunga áherslu á mikilvægi fjölbreytts fram­ halds náms, og þá ekki síst iðn­ náms, í bæjarfélaginu og óskar eftir upplýsingum og samráði um framtíð Iðnskólans í Hafn­ ar firði. Bæjarstjórn leggur áherslu á að starfsemi Iðn skól­ ans í Hafnarfirði verði áfram í bænum.“ Ekki hefur verið upplýst hver hagræðing á að verða af sam­ einingu skólanna. Óskar Ármannsson t.v. og Gunnar Magnússon t.h. ásamt Þorgeiri Haraldssyni formanni handknattsleiksdeildar Hauka. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Vor ganga Skóg ræktar­ félagsins Á laugardaginn kl. 11 stendur Skógræktarfélag Hafnarfjarðar fyrir skógargöngu um Gráhellu­ hraun. Mæting er við hesthúsin í Hlíðarþúfum við Kaldár­ selsveg. Gangan tekur um eina og hálfa klukkustund. Boðið verður upp á kaffisopa í Þöll að göngu lokinni. Nánari upplýsingar í síma 555 6455 eða á www.skoghf.is.

x

Fjarðarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.