Fjarðarpósturinn - 21.05.2015, Page 8
8 www.fjardarposturinn.is FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 2015
Á fjölmennum fundi foreldra
ungra barna í Hafnarfirði með
bæjarfulltrúum kom fram í máli
Rósu Guðbjartsdóttur að um 500
milljón kr. aukaútgjöld hafi
komið til vegna launahækkana
grunn- og leikskólakennara, en
hún rakti fjárhagsstöðu bæjarins
í upphafi fundarins og sagði
sveitarfélagið í hópi 5 skuld-
settustu sveitarfélaga landsins.
Úthlutunarreglur bæjarins segja
til um að barn komist á leikskóla
árið sem það verður 2 ára og því
er barn fætt 1. janúar ekki
jafnstætt barni sem fæðist 31.
desember. Í skólastefnu Hafnar-
fjarðar, sem endurskoðuð var
árið 2009, segir að stefnt skuli að
því að 18 mánaða börn komist á
leikskóla í Hafnarfirði. Nefndi
hún að á síðasta kjörtímabil hafi
verið upplýst að börn fædd í
janúar til mars gætu fengið pláss
að hausti og þannig gengið á
biðlistana. Sagði hún að gagnrýni
hafi komið fram um ógagnsæi á
þessar nýju verklagsreglur sem
settar hafi verið á í aðdraganda
kosninga.
Gunnar Axel Axelsson sagði
að nauðsynlegt væri að fólk
heyrði hina hliðina. Fjárhags-
staða bæjarins hafi verið mjög
slæm við hrun en staðan væri allt
önn ur og betri í dag. Mikilvægt
hafi verið að standa vörð um
grunn þjónustuna og því hafi ekki
verið skorið niður þar. Full yrti
hann að hægt væri að lækka
inntökualdur um 3 mánuði án
þess að hreyfa við kerfinu.
Meiri hluti bæjar stjórnar hafi hins
vegar kosið að skera niður á
þessu sviði og lækka ekki inn-
tökualdur þegar svigrúm mynd-
aðist. Það ætti einfaldlega að
nýta þau pláss sem væru laus og
það hafi ekki verið dreginn upp
nein kanína rétt fyrir kosn ingar.
Fulltrúum meirihlutans var
tíðrætt um slæma fjárhagsstöðu
og nefndi Kristinn Andersson
m.a. að fjárhagsstaðan væri enn
verri en þau hafi vonast eftir að
hún væri.
Foreldrar hafa ítrekað kallað á
svör. Vilja þeir vita hvenær börn
þeirra komist á leikskóla og
upplýsti Guðlaug Kristjánsdóttir
forseti bæjarstjórnar að þau
kæmu í lok maí og nefndi jafn-
framt að hætt hafi verið við að
hækka leikskólagjöld eins og
ætlunin hafi verið.
Í máli Einars Birkis Einars-
sonar varaformanns fræðsluráðs
kom fram að menn vildu reyna
að ná því fram sem verið hafi
praktíserað undanfarin ár.
Það er ekki ofsögum sagt að
fulltrúar meirihlutans hafi átt
undir högg að sækja í umræðunni
á fundinum og létu foreldrar
óánægju sína í ljós
Sundfélag Hafnarfjarðar • sh@sh.is • www.sh.is • 555 6830
Allar upplýsingar um sumarsund Sundfélags Hafnarfjarðar og innritun
verða á heimasíðu SH www.sh.is.
styrkir barna- og unglingastarf SH
Tímabil í boði:
9.-19. júní
22. júní - 3. júlí
6.-.17. júlí
20. - 31. júlí
Sumarsund fyrir
hressa krakka
Sumarsundskóli
Sundfélags Hafnarfjarðar, SH, er með
námskeið í Ásvallalaug, Sundhöllinni
og Lækjarskólalaug í sumar
Námskeiðin eru fyrir börn á aldrinum 4-10 ára
og standa yfir í tvær vikur eða 8-10 skipti.
Er barnið þitt að byrja í skóla í
haust og er óöruggt í vatninu?
Skráðu það í Sumarsund SH!
Rósa Guðbjartsdóttir, formaður fræðsluráðs.
Foreldrarnir voru opinskáir og gerðu harða hríð að meirhlutanum.
Lj
ós
m
.:
G
uð
ni
G
ís
la
so
n
Lj
ós
m
.:
G
uð
ni
G
ís
la
so
n
Fullt var í fyrirlestrarsal Hvaleyrarskóla og umræður fjörugar.
Lj
ós
m
.:
G
uð
ni
G
ís
la
so
n
Hart sótt að meirihlutanum
Foreldrar ungra barna mjög ósáttir
Leikskólastjórar mæla
gegn tíðari innritunum
Leikskólastjórar í Hafnarfirði
hafa sent fræðsluráði umsögn
um þá hugmynd að innrita börn
oftar ár ári í leikskóla en foreldrar
hafa krafist þess að fyllt verði
janfnóðum í þau pláss sem losna
í leikskólunum.
Segir í umsögninni að um 100
pláss komi til með að vera laus
frá ágúst 2015 til 1. janúar 2016.
„Í leikskólum skulu velferð og
hagur barna höfð að leiðarljósi í
öllu starfi. Leikskólinn er fyrsta
skólastigið í skólakerfinu og
leikskólaárið á sér upphaf að
hausti með aðlögun nýrra barna
og endi þegar elstu börnin ljúka
leikskólagöngu við sumarleyfi.
Innritun nýrra barna hefur verið í
mars og þau börn sem þá
innritast hefja leikskólagöngu að
hausti. Ef innrita á börn oftar og
að taka á móti börnum og nýju
starfsfólki í janúar, hefur það
áhrif á þau börn sem fyrir eru og
líðan þeirra. Meira álag verður
líklega og lengri tíma tekur að ná
jafnvægi í barnahópnum. Það
truflar leikskólastarfið og hefur
áhrif á starfshætti og skipulagt
starf,“ segir í umsögninni.
Telja leikskólastjórar að það sé
kostur fyrir börnin og foreldra að
geta hafið aðlögun í leikskóla að
loknu sumarleyfi. Hvort þetta
teljist meiriháttar breyting á
skólastarfi segja leikskólastjóarar
líka vera álitamál en þá þurfi að
leita umsagnar foreldraráðs leik-
skólanna skv. lögum um leik-
skóla 11 grein.
„Leiða má líkum að því, að
erfiðara sé að fá fagfólk í lausar
stöður á miðju skólaári þar sem
flestir leikskólakennarar ráða sig
til vetrarins.“
Foreldrar skora á
bæjaryfirvöld
Foreldrar ungra barna ósáttir
Aðalfundur
Badmintonfélags Hafnarfjarðar
verður haldinn
miðvikudaginn 27. maí kl. 18
í Íþróttahúsinu við Strandgötu.
Dagskrá aðalfundar er samkvæmt lögum félagsins.
Félagsmenn eru hvattir til að mæta.
Foreldrar barna í Hafnarfirði
sem fædd eru árið 2014 hafa
sent Hafnarfjarðarbæ áskorun
en þeim þykir óviðunandi hve
börnum hér er boðin leik-
skólavist seint á aldurskeiðinu.
Í inngangi segir m.a.: „Við
bendum á að í samanburði við
nágrannasveitarfélögin er
Hafnarfjörður sannarlega eftir-
bátur hvað leikskólaþjónustu
varðar, hvort heldur sem litið er
til inntökualdurs eða leik-
skólagjalda. Okkur finnst við
svikin um þjónustu og sann-
gjarnt og eðlilegt jafnræði við
barnafjölskyldur annars staðar
á höfuðborgarsvæðinu.
Því skora foreldrar á bæjar-
yfirvöld:
- að tryggja að öll börn sem
orðin verða 18 mánaða 1. sept-
ember n.k. fái leikskólavist í
haust
- að auka niðurgreiðslur
vegna barna hjá dagforeldri frá
18 mánaða aldri svo kostnaður
foreldra með barn hjá dag-
foreldri verði til jafns við
kostnað foreldra með barn á
leikskóla
- að auka niðurgreiðslur til
dagforeldra almennt til jafns
við það sem gerist í ná granna-
sveitarfélögum
- að innrita alla jafna í laus
pláss allt árið um kring og leit-
ast við að bjóða yngri börnum
leikskólavist kjósi foreldrar
svo.
Ekki í þágu
heildarhagsmuna
Það er álit leikskólastjóra að
gallarnir við þessa ráðstöfun séu
fleiri en kostir og hvetja þeir
fræðsluyfirvöld til að leita annara
leiða til að leysa fjárhagsvanda
en að fækka tímabundið leik-
skóla plássum. Telja þeir það ekki
í þágu heildarhagsmuna þeirra
sem að leikskólastarfinu koma,
barna, foreldra eða starfsfólks.