Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 28.05.2015, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 28.05.2015, Blaðsíða 2
2 www.fjardarposturinn.is FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 2015 Hversu langt eiga bæjaryfirvöld að ganga í að gefa öðrum heimild til að gera tillögur að deiliskipu­ lagsbreytingu? Enn á ný kemur þessi spurning upp þegar tillaga birtist um þriggja hæða par­ og raðhús, samtals 13 íbúðir þar sem áður stóð eitt einbýlishús. Ekki er langt síðan byggingaraðilar lögðu fram tillögu um 9 hæða verslunar, skrifstofu­ og íbúðarhús við Strandgötu þar sem skipulag segir til um 3ja hæða hús. Sem betur fer var það skipulag, sem samþykkt var með 7 hæða húsum, fellt úr gildi vegna tæknigalla. Er ekki búið að leggja línurnar í aðal­ og deili­ skipulagi? Á að vera næstum sjálfsagt að hægt sé að breyta deiliskipulagi með þessum hætti á einni lóð? Hvað dregur bæjarfulltrúa út í slíkar gjörðir? Eru dollaramerkin í augum þeirra yfir auknum tekjum í bæjarsjóð? Hafa þeir gleymt markmiðum með því deiliskipulagi sem samþykkt hafði verið fyrir allt svæðið? Það er ekkert sjálfgefið að hver sem er fái að gera tillögur að deiliskipulagi um hvað sem er. Deiliskipulagsferillinn er lögboðinn og deili­ skipulagsvaldið er sveitarfélaganna. Með því að framselja hluta þessa valds til einkaaðila eru íbúar settir í mikla óvissu, jafnvel trekk í trekk eins og gerist við Stekkjarhraunið. Ef markmiðið er að þétta byggð er eðlilegt að tillögur um slíkt séu lagðar fyrir bæjarbúa og þær tillögur afgreiddar áður en farið er að raska ró íbúa með deiliskipulagstillögum frá byggingaraðilum sem vinna með eigin hagnað að leiðarljósi. Fundargerðir stjórna og ráða Hafnarfjarðarbæjar hafa verið hér til umræðu oftar en ég kæri mig um að nefna. Ennþá eru þær þannig að venjulegt fólk fær oft engan botn í það hvað er til umræðu og hverjar niðurstöður eru. Nýjasta dæmið er fundargerð fræðsluráðs þar sem spurningum fulltrúa eins minnihlutaflokksins er svarað. Ekki kom fram hver svaraði og svörin voru óljós. Reyndar svo óljós að broslegt var. Bæjarfulltrúinn sem spurði sat í meirihluta á síðasta kjörtímabili og fékk að vita að þáverandi meirihluti fræðsluráðs hafi rætt um að loka fjölgreinadeild Lækjarskóla. Ekki kannaðist hann við það en hvergi er slíkt að finna í fundargerðum. Ef embættismaður er farinn að að upplýsa hvað farið hefur á milli manna utan funda er nokkuð sérstakt og í raun einstakt. Ekki síst þegar engin minnisblöð eða fundargerðir eru þeim upplýsingum til staðfestingar. Pólitíkin er ekki skemmtileg í Hafnarfirði en all sérstök á köflum. Guðni Gíslason ritstjóri. leiðarinn Útgefandi: Keilir ehf. kt. 480307-0380 Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði Vinnsla: Hönnunarhúsið ehf. Ritstjóri: Guðni Gíslason Ábyrgðarmaður: Steingrímur Guðjónsson. Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is Prentun: Steinmark ehf. • Dreifing: Íslandspóstur ISSN 1670-4169 Vefútgáfa: ISSN 1670-4193 www.fjardarposturinn.is www.facebook.com/fjardarposturinn 35 ár Stolt að þjóna ykkur Útfararskreytingar kransar, altarisvendir, kistuskreytingar, hjörtu Bæjarhrauni 26 Opið til kl. 21 öll kvöld Símar 555 0202 og 555 3848 www.blomabudin.is Sunnudagur 31. maí Gospelmessa kl. 20 Kór Ástjarnarkirkju syngur undir stjórn Matthíasar V. Baldurssonar. Kórfélagar syngja einsöng. Prestur er sr. Úrúla Árnadóttir. www.astjarnarkirkja.is Víðistaðakirkja Sunnudagur 31. maí Helgistund í tilefni sumarkomu kl. 20 Sr. Halldor Reynisson þjónar en tónlistarflutningur er i höndum Elísabetar Þórðardóttur organista. Molasopi á eftir. www.vidistadakirkja.is Sunnudagur 31. maí Messa kl. 11 Prestur sr. Jón Helgi Þórarinsson Organisti Guðmundur Sigurðsson Skráning í fermingarfræðslu 2015 - 2016 stendur yfir. www.hafnarfjardarkirkja.is. Kaldárselsvegi • sími 555 6455 Tré og runnar ...í garðinn þinn Snurfusað á Suðurgarðinum Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Einu sinni iðaði Suðurgarðurinn af lífi. Nú er þetta lokað svæði. Við kerið liggur togari sem sagður er ónýtur en þessi maður hafði eitthvað fyrir stafni, að festa eða losa gúmmíbátinn sem virtist í góðu lagi.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.