Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 28.05.2015, Blaðsíða 6

Fjarðarpósturinn - 28.05.2015, Blaðsíða 6
6 www.fjardarposturinn.is FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 2015 Eftir frétt Fjarðarpóstsins í síðustu viku af svörum við fulltrúa Samfylk ingar innar sem kynnt voru á fundi fræðsluráðs í síðustu viku hefur fundargerðinni verið breytt. Kemur nú fram að það er sviðsstjóri (fræðslustjóri) sem leggur fram svörin. Þar segir sviðsstjórinn í svari við spurningunni hvar umræða um að loka fjölgreinadeild í Lækjarskóla hafi farið fram: „Umræðan fór fram hjá meiri ­ hluta fræðsluráðs og hér inn­ anhúss á síðasta kjörtímabili.“ Rósa Guðbjartsdóttir, formað­ ur fræðsluráðs, segir að skilja beri svarið svo að umræðan hafi farið fram hjá síðasta meirihluta fræðsluráðs og staðfestir Magnús Baldursson fræðslustjóri það. Ekki tekin formleg ákvörðun Þegar svo er spurt hvort tekin hafi verið ákvörðun um að loka fjölgreinadeild í Lækjarskóla segir í svari fræðslustjóra að það hafi ekki verið tekin formleg ákvörð un. Kom ekki til skoðunar að hætta starfseminni Eyjólfur Sæmundsson, fv. formaður fræðsluráðs, sagði í stuttu samtali við Fjarðarpóstinn, en hann er staddur erlendis, að fræðsluráð hafi kynnt sér starf­ semi Fjölgreinadeildarinnar en ekki hafi komið til skoðunar að hætta þeirri starfsemi. Fram­ haldsdeild var hin vegar starfrækt á vegum Flensborgar og Iðn­ skólans (fjölgreinabraut), en þeir skólar tóku ákvörðun um að breyta þeirri starfsemi. Fræðslustjóri segir lokun fjölgreina­ deildar hafi verið til umræðu hjá fyrrum meirihluta fræðsluráðs Þáverandi formaður fræðsluráðs segir lokun ekki hafa verið skoðaða Markþjálfar hjá Profectus Upprennandi fyrirtæki í Hafnarfirði Profectus er fyrirtæki sem sérhæfir sig í hjálpa starfsfólki að vaxa og kalla fram það besta sem í hverjum og einum býr. Við ætlum okkur að verða leiðandi afl á sviði markþjálfunar, ekki bara á Íslandi heldur í Skandi­ navíu. Það er að hefja sitt þriðja starfs ár og hefur þjálfað rúmlega 800 manns á þeim tíma sem það hefur starfað. Fyrirtækið er með umboð fyrir NBI­hugreiningar fyrir Skandinavíu. Á þeim tveimur árum hefur fyrirtækið þróað margvíslegar lausnir sem snúa að leiðtoga­ þjálf un og færni. Einnig hefur fyrirtækið starfað með VIRK­ endurhæfingu við að hjálpa fólki sem hefur einhverra hluta vegna lent á hliðarlínunni í lífinu að ná fótfestu aftur. Í haust kemur Profectus til með að bjóða upp á fjölmörg nám skeið í húsakynnum sínum að Strandgötu 11 sem öll eiga það sameiginlegt að styrkja fólk á vegferð sinni í að verða besta eintakið af sér. Hjá fyrirtækinu starfa í dag fjórir alþjóðlega vottaðir mark­ þjálfar frá International Coach Federation. Frá vinstri: Ingvar Jónsson, Unnar Stefánsson, Guðbjörn Gunnarsson og Matti Ósvald Stefánsson. Bókasafn Hafnarfjarðar býður í leikhús Brúðubíllinn sýnir LEIKIÐ MEÐ LITI á plani bókasafnsins Hlökkum til að sjá ykkur þriðjudaginn 2. júní kl. 10:30 Atli Viðar Björnsson skoraði sitt 100. mark í efstu deild á dögunum gegn ÍA en leik mað­ urinn skoraði öll mörkin með FH. Atli fékk að launum viður­ kenningarplatta frá Mafíunni. Linda Sigurjónsdóttir for maður Mafíunnar afhenti leikmannin­ um verðlaunagripinn. Í tilefni af 100. markinu ákvað stjórn Mafíunnar að gefa 100.000 krónur í LUV sjóðinn, minn­ ingar sjóð um FH­inginn Her­ mann Fannar Valgarðsson. Sara FH mafían gaf 100 þúsund krónur Heiðruðu Atla Viðar Björnsson fyrir 100. markið Skrifstofuhúsnæði til leigu Glæsilegt, vel innréttað skrifstofuhúsnæði til leigu á annarri hæð í lyftuhúsi að Bæjarhrauni 2 Húsnæðið er 60 m² með sameign og skiptist í tvær skrifstofur og kaffistofu. Nánar upplýsingar gefur Friðrik hjá Meistarafélagi iðnaðarmanna í Hafnarfirði Meistarafélag iðnaðarmanna í Hafnarfirði Bæjarhrauni 2 • 555 2666 • mih@mmedia.is Óskarsdóttir tók við styrknum, en Sara var eiginkona Hermanns Fannars þegar hann lést. Ný síða fhingar.net er í smíð­ um og fer í loftið innan skamms. Það eru þeir Jón Arnar Jónsson vefstjóri síðunnar, Jón Oddur Hammer Kristinsson fréttastjóri fhingar.net og Linda Sigurjóns­ dóttir formaður Mafíunnar sem séð hafa um að þetta verði allt saman að veruleika. www.facebook.com/ fjardarposturinn Skoðaðu fjölmargar myndir úr bæjarlífinu Smelltu á LÍKAR VIÐ Vönduð Carter‘s barnaföt á MJÖG GÓÐU verði Carter‘s búðin • Dalshrauni 5 • sími 891 7110 • www.facebook.com/cartersbudin Opið: virka daga kl. 10-18 laugardaga kl. 11-15 Max1 Carter‘s búðin Valitor Actavis H ress

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.