Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 28.05.2015, Blaðsíða 10

Fjarðarpósturinn - 28.05.2015, Blaðsíða 10
10 www.fjardarposturinn.is FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 2015 til leigu 3 herbergi, lítið eldhús, miðrými með borðkrók, wc, sturta, þvotta­ hús. Sér inngangur. Leigist sem heild eða 1 herb.og 2 herb.og ann­ að sameiginlegt. Uppl. í s. 8989455. Til leigu vel búið lítið atvinnu­, skrifstofu­ eða verslunarhúsnæði á Strandgötu. 50 þ. kr. á mán. Uppl. í s. 774 2501. þjónusta Tek að mér að færa vídeó, slide, ljósmyndir á DVD diska,eða flakkara. Sýnishorn á http://siggileifa.123.is sími 863 7265. Sigurður Þorleifsson. Tölvuviðgerðir alla daga, kem á staðinn, hagstætt verð. Sími 664 1622 ­ 587 7291. Tölvuaðstoð og viðgerðir Viðgerðir og kennsla í tölvunotkun. Apple* & Windows. Kem í heimahús. Sími 824 9938 ­ hjalp@gudnason.is Bílaþrif. Kem og sæki. Nú er rétti tíminn til að bóna bílinn fyrir vorið. Úrvals efni. Hagstætt verð. Uppl. í s. 845 2100. Innréttingasmíði, viðgerðir, almenn smíði og viðgerð á húsgögnum. Trésmíðaverkstæði Gylfa ehf. sími 897 7947. Hrein húsgögn án ryks, lyktar og bletta! Djúphreinsun á borðstofu­ stólum, hægindastólum, sófasett um, rúmdýnum og teppum. Kem á staðinn og hreinsa, s. 780 8319. Flutningsþrif! Tek að mér flutningsþrif, er vön og er vandvirk. Frekari upplýsingar í síma 848 6698. Nokkra ára reynsla. Ég tek að mér heimilis og flutningsþrif. Góð meðmæli ef þess er óskað. Verð samkomulag. Sími 775 6516. smáauglýsingar aug l y s i n gar@f jardarpos t u r i n n . i s s ím i 5 6 5 3 0 6 6 A ð e i n s f y r i r e i n s t a k l i n g a . V e r ð a ð e i n s 5 0 0 k r. m . v . h v e r 1 5 0 s l ö g . M y n d b i r t i n g 7 5 0 k r. Ta pað - f u n d i ð o g Ge f i n s : FR Í TT R e k s t r a r a ð i l a r : F á i ð t i l b o ð í r a m m a a u g l ý s i n g a r ! www.fjardarposturinn.is Málverkasýning á Hrafnistu Sólveig Eggerz Pétursdóttir sýnir málverk í Menningarsalnum á Hrafn­ istu. Verður sýningin opnuð í dag, fimmtudag kl. 13.30 og stendur sýningin til 24. júní. Á opnuninni verður boðið upp á léttar veitingar. Endurnýjun hafnarsvæða Í kvöld kl. 20 verður haldin í Hafnarborg málstofa um endurnýjun hafnarsvæða. Er hún í tengslum við sýninguna Þinn staður, okkar um ­ hverfi við Flensborgarhöfn. Bíóbærinn í Pakkhúsinu Sýningin Bíóbærinn ­ gullöld kvik­ myndahúsanna í Hafnarfirði, verður opnuð í dag kl. 17 í forsal Pakkhúss Byggðasafns Hafnarfjarðar að Vesturgötu 6. Sýningin er samstarfs­ verkefni Byggðasafnsins og Kvik­ myndasafns Íslands. Bjartmar í Firði Málverkasýning Bjartmars Guðlaugs­ sonar í Gallerí Firði verður opin á laugar daginn kl. 13­16. Síðasti sýn­ ing ar dagur. Sýningar í Hafnarborg Tvær sýningar standa yfir í Hafnarborg. Í aðalsal sýningin MENN og sýningin Vörður í Sverrissal. Blómasala systrafélags Árleg blómasala Systrafélags Víði­ staða sóknar verður 28. maí ­ 4. júní við Víðistaðakirkju. Opið kl. 11­18. Sendið stuttar tilkynningar um viðburði á ritstjorn@fjardarposturinn.is menning & mannlíf Loftnet - netsjónvarp Viðgerðir og uppsetning á loftnetum, diskum, síma- og tölvulögnum, ADSL/ljósleiðurum, flatskjám og heimabíóum. Húsbílar - hjólhýsi! Loftnetstaekni.is sími 894 2460 Aðgangur 8 - 22 alla daga ársins 564-6500 - Steinhellu 15 Geymsla frá 1 til 17 m² www.geymslaeitt.is geymsla eitt Stjórn Hafnarborgar hefur tekið ákvörðun um að flytja tvö listaverk af Víðistaðatúni og setja á hringtorg á Velli. Skipu­ lags­ og byggingaráð hefur samþykkt tillögu stjórnar Hafn­ ar borgar og lagt til tvö hringtorg. Framkvæmdaráð er með málið til umfjöllunar og beðið af ­ greiðslu og kostnaðargreining á þeim hluta framkvæmdarinnar sem liggur hjá framkvæmdasviði. Verkin eru Gullna hliðið sem stendur við göngustíginn rétt norðan við Víðistaðakirkju og Pílagrímur sem stendur á kletti sunnan við kirkjuna við Garða­ veg inn. Verkin voru gefin í Högg myndagarðinn á Víði­ staðatúni. Í fundargerð Hafnarborgar segir: Rætt var um mikilvægi þess að listaverk í opinberu rými séu í lifandi samtali við sam­ tímann hverju sinni og að þau séu nýtt til að skapa stemningu sem er jákvæð fyrir bæjar­ braginn.“ Á síðasta áratug tóku Hafnfirðingar myndarlega á fráveitumálum bæjarins. Ráðist var í átaksverkefni sem að fólst í því að byggðar voru fjórar sér­ hannaðar dælu­ og hreinsistöðvar meðfram strandlengjunni frá Herjólfsgötu allt suður í Hrauna­ vík. Inn á þessar stöðvar voru tengdar flestar eldri skolplagnir í eldri hlutum bæjarins en ástand þeirra var og er býsna misjafnt. Þessar dælustöðvar flytja svo allt skolp frá bænum í eina sameigin­ lega hreinsistöð í Hraunavík en þaðan liggur jafnframt aðalútrás fráveitunnar rúma 2 km út á flóann. Samhliða þessum fram­ kvæmd um var lagður göngu­ og hjólastígur með allri ströndinni og er hann mikið notaður. Yst á fylling unni vestur af suður­ höfninni (vestast á Óseyrarbraut) var gerð jöfnunarþró sem jafn­ framt var hugsuð sem tímabundið yfirfall þegar mest álag er á fráveitunni. Úr þessu mannvirki sem nefnt hefur verið „Ósinn“ er svo sjálfrennandi flæði vestur í Hraunavík. Dagur Jónsson fráveitustjóri segir að komið hafi í ljós að óþarflega mikið skolp renni um yfirfallsútrásina úr „Ósnum“ og líka úr hinum stöðvunum svo sem „Óseyri“ við Óseyrarbraut og „Krosseyri“ við Vesturgötu. Til þess að koma endanlega í veg fyrir það og eiga möguleika á að dæla öllu skolpi suður í Hrauna­ vík þarf að gera breyti ngar á tengingum lagna inni í „Ósnum.“ Á meðan að þær framkvæmdir eiga sér stað þarf að hleypa skolpinu út um neyðaryfirföll í dælustöðvunum Óseyri og Kross eyri en þessi árstími er valinn vegna þess að bakrásar­ vatn hitaveitu fer nú ört minnk­ andi og minnstar líkur eru á stór rigningum. Tímabundin skolpmengun Gert er ráð fyrir að þessar fram kvæmdir geti tekið tvær vikur og eru bæjarbúar beðnir að sýna verkinu umburðarlyndi og skilning en búast má við að staðbundin en tímaháð skolp­ mengun verði sýnileg í rennunni á milli Suðurhafnarsvæðisins og golfvallarins á Hvaleyrarholti en líka utan við Norðurbakka, utan við dælustöðina Krosseyri. Þetta ástand verður mest áberandi um lágfjöru. Að þessu verki loknu mun skolp rennsli um yfirföll nánast algerlega heyra sögunni til, segir Dagur.Fráveituframkvæmdir á Vesturgötu fyrir 10 árum síðan. Framkvæmdir við fráveituna Tímabundin skolpmengun vegna breytinga á lögnum Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Flytja á listaverk af Víðistaðatúni Tvö verk verða flutt á hringtorg á Völlum Verkið Pílagrímur eftir Atsushi Shikata frá 1991. Verkið Gullna hliðið eftir Eliza Thoenen-Steinle frá 1991. Enginn á eftir að leika sér á því verði það flutt á hringtorg. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Styrkir bæjarráðs Bæjarráð samþykkti á fundi sínum eftirfarandi stykbeiðnir: • Álfahátíð á sumarsólstöðum 150.000 kr • 19. júní hátíðarhöld fyrir hafn­ firskar konur 300.000 kr. • Víkingahátíðin kr. 400.000 kr. Afgreiðslu annarra umsókna frestað til næsta fundar en alls voru umsóknirnar 15 og samtals var sótt um styrki að upphæð 11,9 milljónir kr. iRobot Verslun - Helluhrauni 22 220 Hafnarfjörður - S:555-2585 Veldu þessa sem hentar þér best Líttu við hjá okkur og gerðu verð- og gæðasamanburð. Nánari upplýsingar færðu hjá okkur. Láttu mig um að ryksuga og notaðu tímann í annað.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.