Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 28.05.2015, Blaðsíða 12

Fjarðarpósturinn - 28.05.2015, Blaðsíða 12
12 www.fjardarposturinn.is FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 2015 Vertu með á: www.facebook.com/ fjardarposturinn styrkir barna- og unglingastarf SH Sundstund gefur gull í mund Stafræn prentun Hönnun, umbrot ljósritun Guðný S. Arnbergsdóttir og Ægir B. Bessason hafa hætt verslunarrekstri eftir 53 ár í samfelldum rekstri. Í samtali við Fjarðarpóstinn segir Guðný að þau hafi hafið rekstur í Gunnarssundinu árið 1962. Þá seldu þau m.a. hollensk Solina orgel og þegar verslunin var flutt á Linnetsstíginn þá seldu þau loftnet í gríð og erg á upp­ hafsárum sjónvarpsins. Síð an fór Guðný að snúa sér að fatn aði, það sem hún hafði alltaf viljað. Fluttu þau inn fötin sjálf og seldu í Val og síðar Bombay. Segist hún hafa yndi af því að vera innan um fólk. „Ég er frá Borgarfirði eystra og þekkti konu, ljósmóður. Maður hennar var dáinn en hann var söðla­ smiður. Ég var 10 ára gömul þegar ég fór til hennar og spurði hvort hún vildi lána mér versl­ unarleyfið, sem þá þurfi. Hún spurði hvað ég ætlaði að gera við það. Ég ætla bara að vera niðri í kjallara hjá þér, panta vörur og selja. Þá sagði hún: „Guðný mín viltu ekki bíða þar til að þú fermist.“ En af því að ég gat ekki verið þar þá talaði ég við Jón Björnsson kaupfélagsstjóra og ég fékk að vera fyrir innan búðarborðið. Ég var sjúk í þetta,“ segir Guðný og glottir. Þau hjónin hafa rekið verslunina Heilsubúðina og Kerta heim á Reykjavíkur veg­ inum í 20 ár. Hafa þau lagt mikla rækt við að selja vandaðar vörur og að aðstoða fólk við að velja réttu bætiefnin. Dóttir þeirra mun áfram selja m.a. Solgar bætiefnin á vefsíðu svo eitthvað mun verslunarreksturinn lifa. Þau hjónin hætta vegna aldurs en Guðný verður 79 ára í sumar en Ægir verður 80 ára síðar á árinu. Hef unun af því að vera innan um fólk Elsti starfandi kaupmaður Hafnarfjarðar hættir rekstri Guðný Arnbergsdóttir kaupmaður. Ægir B. Bessason og Guðný S. Arnbergsdóttir ásamt dóttur sinni Lilju en hún og Íris systir hennar hafa báðar starfað með foreldrum sínum. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Mörg met voru slegin í Hvítasunnuhlaupi Hauka á annan í hvítasunnu. Alls klár uðu 288 keppendur hlaupið, 214 í 17,5 km og 74 í 14 km. Nýtt met var slegið í 17,5 km hjá konum ­ Anna Berglind hljóp á 1,21.02 klst. og bætti metið um 4,36 mín. en þetta er í þriðja sinn sem hlaupið er haldið. Hjá körlum sigraði Þorbergur Ingi Jónsson á 1,05.31 klst. Hörð keppni var í 14 km hlaupi kvenna þar sem Helga Guðný Elíasdóttir kom fyrst í marka á 1,08.57 klst. og bætti metið frá í fyrra um 4 sekúndur. Veruleg bæting á brautartíma var hjá körlum í 14 km en þar sigraði Arnar Pétursson á 55,15 mínútum sem er nýtt brautarmet og bæting um tæpar 4 mínútur. Hlaupið var um fallegt um ­ hverfi og létu keppendur mjög vel af hlaupinu. Úrslitin má finna á hlaup.is Hlaupið í upplandinu Mörg met sett á þriðja Hvítasunnumóti Hauka Fjölmargar fleiri myndir frá hlaupinu má finna á Facebook síðu Fjarðarpóstsins. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Lj ós m .: G uð ni G ís la so n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.