Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 28.05.2015, Blaðsíða 8

Fjarðarpósturinn - 28.05.2015, Blaðsíða 8
8 www.fjardarposturinn.is FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 2015 Sundfélag Hafnarfjarðar • sh@sh.is • www.sh.is • 555 6830 Allar upplýsingar um sumarsund Sundfélags Hafnarfjarðar og innritun verða á heimasíðu SH www.sh.is. styrkir barna­ og unglingastarf SH Tímabil í boði: 9.-19. júní 22. júní - 3. júlí 6.-.17. júlí 20. - 31. júlí Sumarsund fyrir hressa krakka Sumarsundskóli Sundfélags Hafnarfjarðar, SH, er með námskeið í Ásvallalaug, Sundhöllinni og Lækjarskólalaug í sumar Námskeiðin eru fyrir börn á aldrinum 4-10 ára og standa yfir í tvær vikur eða 8-10 skipti. Er barnið þitt að byrja í skóla í haust og er óöruggt í vatninu? Skráðu það í Sumarsund SH! tillaga að starfsleyfi FYRIR SPILLIEFNAMÓTTÖKU EFNAMÓTTÖKUNNAR Í HAFNARFIRÐI Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að starfsleyfi fyrir spilliefnamóttöku Efnamóttökunnar, Hafnarfirði. Samkvæmt tillögunni verður heimilt að taka á móti allt að 7.900 tonnum af spilliefnum, raftækjum og öðrum úrgangi á ári til meðhöndlunar. Samkvæmt starfsleyfistillögunni verður gildistími starfsleyfis til næstu 16 ára. Tillagan, ásamt starfsleyfisumsókn og fylgigögnum, mun liggja frammi til kynningar í í Ráðhúsi Hafnar- fjarðar, Strandgötu 6, Hafnarfirði, til 10. júlí 2015. Starfsleyfistillögu og önnur gögn má einnig nálgast á heimasíðu Umhverfisstofnunar. Öllum er frjálst að gera athugasemdir við starfs- leyfistillöguna en þær skulu vera skriflegar, undirrit- aðar með nafni og heimilisfangi og sendar Um- hverfisstofnun. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 10. júlí 2015. Bílar skriðu til hliðar í beygjum á Rallýkrossbrautinni við Krýsuvíkurveg á laugardaginn og reyk lagði frá dekkjum þeirra. Þarna var haldin fyrsta umferð Íslandsmeistaramóts í drift. Drift er akstursíþrótt þar sem ökumenn aka fyrirfram ákveðna braut með minnst 5 beygjum og reyna keppendur að aka þá braut sem mest á „hlið“ eða með afturenda bílsins til hliðar og dæma dómarar eftir því hve hratt brautin er ekin, hversu mikil gráðan er þ.e.a.s. hversu mikið afturendinn vísar til hliðar og hversu mikinn reyk leggur frá afturdekkjum bílsins. Tekið er tillit til gæða stílsins, þ.e.a.s. hversu gott flæði er í akstrinum og af hversu miklu öryggi er ekið. Síðast en ekki síst er skoðað hversu vel ökumenn fylgja bestu línunni í gegnum brautina. Keppnin tókst vel og voru 15 keppendur skráðir til leiks sem er margföldun miðað við síðastliðin ár. Þurfti einn keppandi að draga sig úr keppni og voru því 14 keppendur mættir á laugardags­ morgun. „Keppnin gekk frábærlega fyrir sig þrátt fyrir að veðrið hafi örlítið verið að stríða okkur þar sem gekk á með skúrum fyrri part dags,“ segir Sigurður Gunn­ ar Sigurðsson. Reyndist þetta vera æsi spennandi keppni og börðust menn til síðasta dekks. Úrslitin úr keppninni urðu eftirfarandi: 1. Fannar Þór Þórhallsson á Porsche 944 ­ 110 stig 2. Patrik Snær Bjarnason á BMW 325 ­ 86 stig 3. Þórir Örn Eyjólfsson á BMW 518 ­ 82 stig 4. Ríkarður Jón Ragnarsson á Pontiac Firebird ­ 58 stig 5­6. Sævar Sigtryggsson á BMW M5 ­ 34 stig 5­6. Konráð Karl Antonsson á BMW 325 ­ 34 stig 7. Þórir Már Ingvason á BMW 540 ­ 33 stig 8. Sigurjón Elí Eiríksson á BMW 325 ­ 32 stig 9. Andri Már Guðmundsson á BMW 325 ­ 13 stig 10­12.) 3 Hjalti Snær Kristjáns­ son á BMW 328 ­ 12 stig 10­12. Símon Haukur Guð munds ­ son á BMW 325 ­ 12 stig 10­12. Aron Steinn Guðmunds­ son á BMW M5 ­ 12 stig 13­14. Jökull Þór Kristjánsson á BMW 328 ­ 11 stig 13­14. Ármann Ingi Ingvason á BMW 323 ­ 11 stig. Patric Snær á fullri ferð en hann varð í öðru sæti. „Driftað“ á bílum á Rallýkrossbrautinni Reykur frá dekkjum einn mælikvarðinn á árangurinn Fannar Þór Þórhallsson sigraði á glæsilegum bíl sínum. Lj ós m .: Þ rö st ur N já ls so n Lj ós m .: Þ rö st ur N já ls so n 156,5 milljónum kr. verður varið til að bæta aðstöðu á Þingvöllum og 160 milljónum kr. verður varið til uppbyggingar í Skaftafelli en alls hefur ríkisstjórnin ákveðið að verja 850 milljónum kr. til brýnna verkefna á ferðamannastöðum. Ráðist verður í 104 verkefni á 51 stað á landinu, auk þess sem viðbótarfé verður varið til aukinnar landvörslu um allt land. Verkefnin eru af ýmsum toga en megináhersla er lögð á fram­ kvæmdir vegna göngustíga, út sýnispalla, bílastæða og salernis aðstöðu. Ekkert af þessu fé er varið til uppbyggingar á ferðamanna­ stöðum á Reykjanesi. Fyrirliggjandi framkvæmda­ áætlun fyrir þetta ár var unnin í samstarfi forsætisráðherra, iðnaðar­ og viðskiptaráðherra og umhverfis­ og auðlindaráðherra. Kallað var eftir tillögum þeirra stofnana sem hafa umsjón með umræddum svæðum og í kjölfarið var verkefnum for­ gangs raðað í samræmi við fag­ legt mat á því hver þörfin væri. Fjármagnið mun renna til Fram­ kvæmdasjóðs ferðamannastaða sem mun annast umsýslu og eftirlit með verkefnum sumars­ ins. 850 milljónir kr. í upp bygg ­ ingu á ferðamannastöðum Ekki króna á Reykjanesið

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.