Fréttablaðið - 15.05.2015, Síða 2
15. maí 2015 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 2
UTANRÍKISMÁL Gunnar Bragi
Sveinsson utanríkisráðherra sótti
utanríkisráðherrafund Atlants-
hafsbandalagsins sem lauk í gær.
Fundurinn fór fram í borginni
Antalya í Tyrklandi. Meðal þess
sem rætt var á fundinum voru
málefni Úkraínu, Afganistans og
breytt öryggisumhverfi Evrópu.
Úkraínuráð bandalagsins ræddi
um stöðu mála í Austur-Úkraínu
og framkvæmd Minsk-samkomu-
lagsins sem gengur meðal ann-
ars út á flutning stórskotaliða
frá víglínunni og stofnun vopn-
lauss svæðis. Á fundinum ítrek-
uðu bandalagsríkin stuðning sinn
við úkraínsku þjóðina og hvöttu
deiluaðila til þess að standa vörð
um Minsk-samkomulagið. „Það
er helsta haldreipi okkar og það
þurfa allir að leggjast á eitt við að
tryggja að því verði fylgt eftir,“
sagði Gunnar Bragi.
Gunnar Bragi tilkynnti þar að
auki þátttöku Íslands í stuðnings-
sjóði við starfsmenntun her- og
lögreglukvenna í Jórdaníu.
Fundað var um breytingar á
öryggisumhverfi Evrópu vegna
aukinna hernaðarumsvifa Rússa
sem og öfgahópa í Miðausturlönd-
um og Norður-Afríku. Vel gengur
að þróa viðbúnaðaráætlun banda-
lagsins og mun þeirri vinnu ljúka
að mestu á næsta ári.
„Það er mikilvægt að bandalag-
ið fylgist vel með þróun mála, þar
með talið á Norður-Atlantshafinu
og norðurslóðum, til að tryggja
friðsamlega þróun svæðisins,“
sagði Gunnar Bragi. - þea
Gunnar Bragi Sveinsson og aðrir utanríkisráðherrar ríkja Atlantshafsbandalagsins funduðu í Tyrklandi:
Funda um breytt öryggisumhverfi Evrópu
BREYTT ÖRYGGISUMHVERFI Gunnar
Bragi Sveinsson fundaði í Tyrklandi
með utanríkisráðherrum Atlantshafs-
bandalagsríkja. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
VEÐUR
Hvessir heldur og bætir í rigningu í
dag, einkum þó suðaustan til. Áfram
milt veður og gæti hiti náð 13 stigum á
Norðurlandi.
5°
9°
8°
7°
7°
8
4
5
13
7
SJÁ SÍÐU 22
Smiðjuvegi 2, Kóp - S. 554 0400
Niðurfellanleg
hliðarborð
VELDU
GRILL
SEM EN
DAST
OG ÞÚ
SPARA
R
Opið til kl. 16 á laugardag
PTS
SVEITARFÉLÖG Bæjarráð Garðabæjar
samþykkti á þriðjudag að styrka
æskulýðsstarf þeirra tveggja sókn-
arkirkna sem heyra undir þjóðkirkj-
una í sveitarfélaginu um samtals
16,5 milljónir króna á þremur árum.
Gunnar Einarsson bæjarstjóri seg-
ist ekki óttast athugasemdir við að
verið sé að styrkja starfsemi trú-
félags með fé úr bæjarsjóði.
„Nei, við erum að styrkja marg-
víslegt starf hjá öllum félögum. Við
erum til dæmis að styrkja Klifið
sem skipuleggur vísinda- og tóm-
stundastarf fyrir ungt fólk. Þann-
ig að við styrkjum margt sem eflir
barna- og unglingastarf almennt
og erum ekki að velta fyrir okkur
hvort það sé kirkjan eða ekki,“ svar-
ar bæjarstjórinn.
Að sögn Gunnars eru mörg ár
síðan Garðabær gerði fyrst samning
við Garðasókn um æskulýðsstarfið.
Nú hafi Bessastaðasókn bæst við
eftir að Garðabær og Álftanes sam-
einuðust. Um leið og styrkirnir til
Garðasóknar og Bessastaðasóknar
voru samþykktir ákvað bæjaráð
sex milljóna króna árlegt framlag
til Hestamannafélagsins Spretts, sjö
hundruð þúsund króna árlegt fram-
lag til Hestamannafélagsins Sóta og
sex hundruð þúsund króna árlegt
framlagt til Taflfélags Garðabæjar.
„Við höfum horft á þetta þannig
að þessi félög, alveg sama hvað þau
heita og hvað þau gera, séu ákveð-
ið lím í samfélaginu og höfum
tekið meðvitaða ákvörðun um það
að styrkja félög almennt vel og
hvetja þau áfram,“ segir Gunnar.
„Því fleiri félög og meiri starfsemi
hjá þessum félögum því öflugra er
lýðræðið og samkenndin í sveitar-
félaginu og félagsauðurinn eykst.
Í fræðunum er talað um að því öfl-
ugri sem félagsauður hvers samfé-
lags er því meira traust ríki milli
íbúanna og því meira traust á yfir-
völdum líka.“
Starfsmaður á biskupsstofu
kveðst aðeins vita um eitt annað
sveitarfélag á landinu sem styrkir
æskulýðsstarf í þjóðkirkjunni með
fjárframlögum. Það sé Seltjarnar-
nes. Framlag bæjarins til barna- og
unglingastarfs Seltjarnarneskirkju
er fjórar milljónir króna á þessu ári.
Í samningum um styrkina við
æskulýðsfélög í Garðasókn og
Bessastaðasókn er kveðið á um
árlegar greiðslur til þriggja ára og
skyldur sóknanna. Til dæmis eiga
þær að efla barna- og unglingastarf
í formi sunnudagaskóla, efla tengsl
við annað íþrótta-, tómstunda- og
forvarnarstarf í bænum og annast
fræðsluverkefni fyrir börn og ung-
menni með áherslu á mannréttindi,
hjálparstarf, lífsleikni og siðfræði.
„Bæjarfélagið hefur sem betur
fer séð sér fært að styrkja æsku-
lýðsstarf hjá honum ýmsu félögum
í bænum, meðal annars hér og fyrir
það erum við þakklát,“ segir Magn-
ús E. Kristjánsson, formaður sókn-
arnefndar Garðasóknar.
gar@frettabladid.is
Kirkjan fær milljónir
úr sjóði Garðabæjar
Þjóðkirkjusóknirnar tvær í Garðabæ fá samtals 16,5 milljónir króna úr bæjarsjóði
á næstu þremur árum til að efla sunnudagaskóla og annað æskulýðsstarf. Slíkir
styrkir hafa verið veittir áður. Bæjarstjóri segir stefnuna þá að efla allt félagastarf.
VÍDALÍNS-
KIRKJA
Formaður
sóknarnefnd-
ar Garða-
sóknar segir
bæjaryfirvöld
fá ítarlegar
upplýsingar
um hvernig
styrkfé úr
bæjarsjóði er
varið. FRÉTTA-
BLAÐIÐ/RÓSA
Í fræð-
unum er
talað um að
því öflugri
sem félags-
auður hvers
samfélags er
því meira traust ríki milli
íbúanna og því meira
traust á yfirvöldum líka.
Gunnar Einarsson,
bæjarstjóri Garðabæjar
FILIPPSEYJAR Eldur í skóverksmiðju í borginni Valenzuela á Filipps-
eyjum varð 72 að bana á miðvikudag. Nærri öll fórnarlömb eldsvoð-
ans voru föst á annarri hæð verksmiðjunnar í brunanum, þar sem þau
gátu ekki komist út því stálrimlar voru fyrir gluggunum.
Borgaryfirvöld segja eldinn hafa kviknað út frá logsuðutæki þegar
starfsmaður var að logsjóða nálægt eldfimum efnum.
Laun starfsmanna verksmiðjunnar voru vel undir lágmarkslaunum,
þeir unnu innan um eldfim spilliefni og höfðu ekki fengið neina við-
bragðsþjálfun ef eldur skyldi koma upp.
Starfsmenn fyrirtækisins fengu margir hverjir laun sem samsvara
876 krónum á dag en lágmarkslaun í landinu eru um 1.405 krónur á
dag. - þea
Harmleikur við slæmar vinnuaðstæður í Filippseyjum:
Verksmiðjubruni 72 að bana
SLÆMAR VINNUAÐSTÆÐUR Verkamenn á Filippseyjum brunnu inni vegna stál-
rimla sem voru fyrir gluggum. NORDICPHOTOS/AFP
SAMFÉLAG Ríkisendurskoðun hvet-
ur velferðarráðuneytið til að bæta
miðlun upplýsinga um rekstur og
starfsemi hjúkrunarheimila sem
hún segir ábótavant. Árið 2012
birti Ríkisendurskoðun skýrslu
um rekstur og starfsemi hjúkrun-
arheimila á árunum 2008-2010.
Í skýrslunni var bent á að vel-
ferðarráðuneytið safnaði ítarlegum
gögnum um rekstur og starfsemi
hjúkrunarheimila en þau væru
ekki aðgengileg nema fáum. Ríkis-
endurskoðun hvatti ráðuneytið til
að bæta úr þessu enda væri mikil-
vægt að unnar væru aðgengilegar
upplýsingar úr gögnunum og þær
birtar á heimasíðu ráðuneytisins.
Nú þremur árum síðar hefur upp-
lýsingamiðlun um rekstur og starf-
semi hjúkrunarheimila lítið breyst
samkvæmt mati Ríkisendurskoð-
unar.
Stofnunin ítrekar þess vegna
ábendingu sína frá 2012 en þó
með örlítið breyttu sniði því verk-
efni hafi flust til Sjúkratrygg-
inga Íslands. Ríkisendurskoðun
minnir á að þótt svo sé, þá sé það
eftir sem áður á ábyrgð ráðuneyt-
isins að fylgja því eftir að stofn-
unin birti og uppfæri nauðsynleg-
ar upplýsingar reglulega. Birting
upplýsinga um fjölda hjúkrunar-,
dvalar- og dagdvalarrýma dugir
ekki til í því sambandi.
-kbg
Lítil þróun frá árinu 2012 þrátt fyrir ábendingar Ríkisendurskoðunar:
Velferðarráðuneyti taki sig á
ÁBENDING
ÍTREKUÐ Upp-
lýsingum um
rekstur og starf-
semi hjúkrunar-
heimila er ekki
miðlað af vel-
ferðarráðuneyti
eins og skyldi.
SAMFÉLAG Gunnar Bragi Sveins-
son utanríkisráðherra vígði í gær
nýja íslenska vefsíðu, heforshe.
is, með því að gerast mánaðar-
legur styrktaraðili UN Women á
Íslandi. Heimasíðan er nýtt átak
UN Women sem heitir HeForShe
eða Ólík ir en sammála um kynja-
jafn rétti.
Átakið miðar að því að ná
til þeirra átta þúsund og fimm
hundruð karl manna og stráka á
Íslandi sem skráðu sig í alþjóð-
lega átak inu síðastliðið haust, og
til annarra. - ngy
Nýtt átak hjá UN Women:
Ráðherra berst
fyrir jafnrétti
VATÍKANIÐ Fulltrúar innan Vat-
íkansins tilkynntu síðastliðinn
miðvikudag að Vatíkanið hygðist
skrifa undir samstarfssamning
við Palestínu sem felur í sér við-
urkenningu á sjálfstæði Palest-
ínu.
„Vatíkanið er ekki bara ríki.
Vatíkanið er fulltrúi hundraða
milljóna kristina manna, auk Pal-
estínubúa. Þetta hefur afar stórt
siðferðislegt vægi,“ sagði Husam
Zomlot, fulltrúi palestínskra
stjórnvalda. Ísraelsstjórn hefur
fordæmt viðurkenninguna. - srs
Ísraelar fordæma Vatíkanið:
Páfi viðurkennir
Palestínuríki
1
5
-0
9
-2
0
1
5
1
0
:2
4
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
6
3
F
-8
6
D
C
1
6
3
F
-8
5
A
0
1
6
3
F
-8
4
6
4
1
6
3
F
-8
3
2
8
2
8
0
X
4
0
0
1
B
F
B
0
5
6
s
_
1
4
_
5
_
2
0
1
5
C
M
Y
K