Fréttablaðið - 15.05.2015, Blaðsíða 4
15. maí 2015 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 4
Það er ótrúlegasta
fólk búið að vera óska mér
til hamingju. Fólk sem ég
hafði ekki einu sinni
hugmynd um að fylgdist
með handbolta
Lovísa Thompson
handboltastjarna
LÖGREGLUMÁL Lögregla vill beina
því til landsmanna að skilja ekki
eftir verðmæti í bílum og hika
ekki við að hafa samband við lög-
reglu ef menn verða varir við
grunsamlegar mannaferðir. Sér-
staklega á þeim tímum þegar
fólk ætti að vera í fastasvefni.
Samkvæmt upplýsingum frá
aðalvarðstjóra lögreglunnar í
Kópavogi gengur nú yfir hrina
af innbrotum í bíla þar sem verð-
mæti eru tekin ófrjálsri hendi.
Lögregla segir það alvanalegt að
innbrot komi í tímabilum og að
eitt slíkt tímabil sé í gangi núna.
- nej, vh
Varað við bílainnbrotum:
Brotist inn í bíla
INNBROTAHRINA Töluvert hefur verið
um innbrot í bíla undanfarið.
NORDICPHOTOS/GETTY
KJARAMÁL Formaður Starfsgreina-
sambandsins sakar Má Guðmunds-
son seðlabankastjóra um hræðslu-
áróður og segir fátt geta komið í
veg fyrir verkfallsaðgerðir í næstu
viku. Hún segir útilokað að fallast á
sáttatilboð Samtaka atvinnulífsins.
Már Guðmundsson seðlabanka-
stjóri sagði í fréttum Stöðvar tvö
á sunnudag að miklar launahækk-
anir muni hafa slæm áhrif á vinnu-
markaðinn og jafnvel leiða til auk-
ins atvinnuleysis.
Samtök atvinnulífsins lögðu í síð-
ustu viku fram sáttatilboð í deilu
þeirra við Starfsgreinasambandið
en þeir segja að tilboðið feli í sér
23,5 prósenta hækkun dagvinnu-
launa á samningstímanum.
Starfsgreinasambandið hefur
gagnrýnt þessa útreikninga og
Drífa Snædal framkvæmdastjóri
sambandsins sakaði SA um blekk-
ingar í samtali við Fréttablaðið í síð-
ustu viku. Björn Snæbjörnsson, for-
maður sambandsins, tekur í sama
streng og segir útilokað að fallast á
þetta tilboð.
„Þetta er þriggja ára samning-
ur sem gerir ráð fyrir 30 þúsund
króna hækkun. Svo áttu að fara að
kaupa yfirvinnu og lengingu á dag-
vinnu til þess að fá einhver átta pró-
sent þannig að þetta er ekki allt gull
sem glóir þó það sé hægt að finna
einhverja háa prósentutölu,“ segir
Björn.
Næstu verkfallsaðgerðir Starfs-
greinasambandsins hefjast á þriðju-
dag í næstu viku og standa í tvo
daga. Boðað hefur verið til sátta-
fundar á mánudag en Björn segir
fátt benda til þess að hægt verði
að koma í veg fyrir verkföll. Björn
sakar seðlabankastjóra um hræðslu-
áróður.
„Þetta er að hluta til bara
hræðsluáróður. Það er verið að
reyna að hræða okkur. Ég hef ekki
heyrt hann tala um þetta í tengslum
við það sem aðrir hafa verið að fá og
menn voru búnir að búa til ákveðna
launastefnu áður en við fórum af
stað,“ segir Björn. -hks, kbg
Formaður SGS sakar seðlabankastjóra um hræðsluáróður:
Fátt kemur í veg fyrir verkfall
Þetta er
að hluta til
bara hræðslu-
áróður. Það
er verið að
reyna að
hræða okkur.
Ég hef ekki heyrt hann tala
um þetta í tengslum við það
sem aðrir hafa verið að fá.
Björn Snæbjörnsson
SPURNING DAGSINS
Þar sem ferðalagið byrjar
FERÐAVAGNAR
SAMFÉLAG „Þetta var ný og
skemmtileg tilfinning sem ég
hef aldrei upplifað áður. Ég var
bara í sjokki eiginlega,“ segir
hin fimmtán ára gamla Lovísa
Thompson sem tryggði Gróttu
fyrsta Íslandsmeistaratitilinn í
handknattleik kvenna.
,,Síðustu dagar eftir leikinn
hafa bara einkennst af hamingju-
óskum og faðmlögum,“ segir Lov-
ísa.
,,Það er ótrúlegasta fólk búið
að vera óska mér til hamingju.
Fólk sem ég hafði ekki einu sinni
hugmynd um að fylgdist með
handbolta,“ segir Lovísa en hún
skoraði sigurmarkið þegar tvær
sekúndur voru til leiksloka í leik
gegn Stjörnunni síðastliðinn
þriðjudag. Leiknum lauk 24:23.
Þegar nítján sekúndur voru
til leiksloka og staðan jöfn var
Grótta með boltann og Kári Garð-
arsson, þjálfari Gróttu, stillti upp
í kerfi fyrir hina fimmtán ára
gömlu Lovísu. Lovísa skoraði úr
færinu við mikinn fögnuð Sel-
tirninga.
Lovísa er talin gríðarlega efni-
leg og er hún yngsti leikmaður
liðsins. Tuttugu og tveggja ára
aldurs munur er á henni og elsta
leikmanni liðsins.
„Ég hef spilað handbolta í
sex ár eða síðan ég var tíu ára
gömul,“ segir Lovísa sem hefur
alla tíð spilað með Gróttu. Lovísa
segist hafa verið mikill Gróttu-
unnandi frá því hún var smá-
stelpa.
Grótta vann þrjá stærstu titla
tímabilsins því liðið varð einnig
deildarmeistari og bikarmeist-
ari. „Ég hafði tröllatrú á því að
við myndum verða Íslandsmeist-
arar. Það var búið að vera mark-
mið hjá mér síðan við urðum bik-
armeistarar í febrúar. Þá fattaði
ég í rauninni hvað við værum
góðar,“ segir Lovísa.
Lovísa er að klára tíunda bekk
í Valhúsaskóla og sér framtíðina
bjarta fyrir sér. Hún segist ætla
að halda áfram í handbolta af
fullum krafti. „Markmiðið er að
verða ennþá betri.“
Lovísa ætlar í menntaskóla
í haust en hefur ekki ákveðið
hvaða skóli verður fyrir valinu.
„Ég er alveg í pæla í nokkrum
skólum og finnst líklegt að ég
sæki um í Verzló,“ segir Lov-
ísa og bætir við að í framtíðinni
langi hana að læra næringar-
fræði eða íþróttafræði.
Lovísa eyðir miklum tíma í
íþróttahúsi Gróttu þar sem hún
æfir mikið sjálf. Auk þess er
hún handboltaþjálfari og þjálf-
ar yngri krakka. „Ég er að þjálfa
stelpur í fyrsta og öðrum bekk og
stráka í þriðja og fjórða bekk sem
mér finnst mjög gaman,“ segir
Lovísa.
Lovísa fór eftir sigurleik-
inn, ásamt liðsfélögum sínum,
á Eiðis torg þar sem stuðnings-
menn tóku fagnandi á móti þeim.
„Við áttum þar mjög góða stund
en ég fór snemma heim eða fyrr
en aðrir, því ég var svo svakalega
þreytt eftir leikinn,“ segir Lov-
ísa sem fór heim og fékk sér vel
verðskuldað páskaegg. „Ég var í
hálfgerðu nammibindindi fyrir
leikinn og ætlaði ekki að borða
neitt nammi fyrr en við yrðum
Íslandsmeistarar,“ segir Lovísa
og flissar.
nadine@frettabladid.is
Fimmtán ára handboltastjarna
Hin unga Lovísa Thompson tryggði Gróttu fyrsta Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik kvenna. Hún skoraði
sigurmarkið þegar tvær sekúndur voru til leiksloka. Lovísa hefur spilað handbolta frá því hún var tíu ára.
YNGSTI LEIKMAÐUR GRÓTTU Lovísa Thompson er talin efnileg, tuttugu og tveggja ára aldursmunur er á henni og elsta leik-
manni liðsins. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
BÚRÚNDÍ Hermenn hliðholl-
ir Pierre Nkurunziza, forseta
Búrúndí, segjast nú vera búnir
að tryggja öryggi lykilsvæða í
Bujumbura, höfuðborg Búrúndí.
Mótmæli hafa staðið yfir frá því
að forsetinn sagðist ætla að sækj-
ast eftir endurkjöri 26. apríl síð-
astliðinn. Ef hann nær endurkjöri
yrði það hans þriðja kjörtímabil en
andstæðingar hans hafa gagnrýnt
forsetann og sagt það stríða gegn
stjórnarskrá landsins.
Síðastliðinn miðvikudag urðu
mótmælin að óeirðum þegar hers-
höfðinginn Godefroid Niyomb-
are tilkynnti að hans menn höfðu
framið valdarán í höfuðborginni. Á
meðan var forsetinn á brott á ráð-
stefnu í Tansaníu.
Forsetinn virðist enn ekki vera
kominn til Búrúndí en hefur tjáð
sig bæði í gegn um útvarp og netið.
Þar hefur hann hvatt fólk til að
halda ró sinni og sagst muna fyr-
irgefa hverjum þeim uppreisnar-
hermanni sem gæfist upp.
Talsmaður forseta sagði í gær að
valdaránið væri brandari og ekki
raunverulegt. Mikil óvissa ríkir þó
á svæðinu.
„Það voru einhverjar óeirðir í
morgun. Skothríðin entist í hálf-
tíma. Núna er bara skothríð á tíu
mínútna fresti,“ sagði Gad Nga-
jimana, íbúi í Bujumbura, í sam-
tali við fréttastofu CNN. „Það
sést á andlitum fólks að allir eru
hræddir. Annað hvort er valdarán
eða ekki, enginn virðist vita það,“
bætti hann við.
- þea
Talsmaður Pierre Nkurunziza, forseta Búrúndí, gerir lítið úr valdaránstillögu andstæðinga hans:
Segir valdarán í Búrúndí brandara
VALDARÁN Mikil óvissa ríkir í Búrúndi
þar sem valdaráni hefur verið lýst yfir.
JENNIFER HUXTA/AFP
Guðný, eru svínabúin bara að
verða búin?
„Við erum eiginlega að verða búin á
því. Við vonum bara að þetta fari að
verða búið hjá samningsaðilum.“
Guðný Tómasdóttir, bóndi á svínabúinu að
Ormsstöðum í Grímsnesi, segir að ekki sé
langt eftir í líftauginni í svínabúum hér á
landi.
KÓPAVOGUR Fimm verkefni
grunnskóla í Kópavogi hlutu við-
urkenningu skólanefndar Kópa-
vogs, Kópinn, á miðvikudag. Þau
voru forritunarvika í Hörðuvalla-
skóla, útileikhús í Kópavogsskóla,
Betri samskipti, betri líðan, betri
árangur í Kársnesskóla, Frá
haga til maga í Waldorfskólanum
Lækjarbotnum og Snjallsíma-
notkun nemenda í dönskunámi í
Kópavogsskóla.
Viðurkenningar voru afhentar
við athöfn í Salnum í Kópavogi að
viðstöddum Margréti Friðriks-
dóttur, formanni skólanefndar
Kópavogs og forseta bæjarstjórn-
ar, og Ármanni Kr. Ólafssyni,
bæjarstjóra Kópavogs. - þea
Framúrskarandi skólastarf:
Fimm skólar
verðlaunaðir
1
5
-0
9
-2
0
1
5
1
0
:2
4
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
6
3
F
-B
3
4
C
1
6
3
F
-B
2
1
0
1
6
3
F
-B
0
D
4
1
6
3
F
-A
F
9
8
2
8
0
X
4
0
0
3
B
F
B
0
5
6
s
_
1
4
_
5
_
2
0
1
5
C
M
Y
K