Fréttablaðið - 15.05.2015, Qupperneq 16
15. maí 2015 FÖSTUDAGURSKOÐUN
HALLDÓR
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞRÓUNARSTJÓRI: Tinni Sveinsson tinni@365.is HELGARBLAÐ: Erla Björg Gunnarsdóttir erla@frettabladid.is MENNING: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is
LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI: Sævar Freyr
Þráinsson ÚTGEFANDI OG AÐALRITSTJÓRI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRAR:
Andri Ólafsson andri@365.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is.
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er
hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í
stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871
FRÁ DEGI
TIL DAGS
Kolbeinn
Óttarsson Proppé
kolbeinn@frettabladid.is
ef keypt eru 10 stk.
– annars 50 kr. stk.
40
Veldu einhverja 10 ávexti á ávaxtamarkaði
Krónunnar og þú borgar...
Undirskriftasöfnunin „þjóðareign.is“
hefur tekist öllum vonum framar. Á þrem-
ur dögum skrifuðu meira en tíu prósent
atkvæðisbærra Íslendinga undir áskor-
un til forseta Íslands um að þjóðin fengi
að eiga síðasta orðið um hvort ráðstafa
eigi fiskveiði auðlindinni til lengri tíma
en eins árs áður en ákvæði um eignarhald
þjóðarinnar á auðlindinni er komið í inn í
stjórnar skrá.
Engin önnur undirskriftasöfnun hefur
vakið jafn sterk viðbrögð hjá almenningi og
undirskriftasöfnunin „þjóðareign.is“. Það
ber fyrst og fremst vott um að almenningi
er nóg boðið og vill hafa meira um það að
segja hvernig þjóðareignum er ráðstafað.
Ef marka má síðustu upphrópanir í fjöl-
miðlum þar sem reynt er að gera lítið úr
hinum stórkostlega árangri sem undir-
skriftasöfnunin hefur náð þá mætti ætla að
það væri á einhvern hátt betra að ná 30 þús-
und undirskriftum á þremur vikum heldur
en þremur dögum!
Margir taka undir
Með sama framhaldi og var fyrstu daga
undirskriftasöfnunarinnar hefði einfald-
lega orðið skortur á kjósendum til að skrifa
undir áskorunina. Þannig var það ljóst frá
fyrsta degi að hægja myndi á undirskrift-
um frá því sem var fyrstu dagana. Þetta
vissum við sem að undirskriftasöfnuninni
stöndum og gerðum ráð fyrir alla tíð.
Eins og gefur að skilja þá samsama sig
margir einstaklingar og samtök málefni
„þjóðareignar.is“ og hafa lýst yfir stuðn-
ingi við söfnunina. Aðeins þeir einstakling-
ar sem upp eru taldir á heimasíðu „þjóðar-
eignar.is“ standa hins vegar að söfnuninni
og engir aðrir geta talað í nafni hennar.
Að undirskriftasöfnuninni standa ein-
staklingar sem hvorki hafa fjölmenn sam-
tök né ríkt bakland sem getur látið mikla
fjármuni af hendi rakna til auglýsinga.
Hvatning til þátttöku hefur eingöngu farið
fram í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlunum
og það hefur skilað okkur hinni glæsilegu
útkomu undirskrifta sem söfnunin stendur
núna í.
Höfundur er einn aðstandenda
undirskrifta söfnunarinnar
„þjóðareign.is“.
Ótrúlegur árangur á þremur dögum
AUÐLINDIR
Bolli Héðinsson
hagfræðingur
➜ Það ber fyrst og fremst vott um
að almenningi er nóg boðið og vill
hafa meira um það að segja hvernig
þjóðareignum er ráðstafað.
Samráð fyrir suma
Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi mennta-
málaráðherra, hefur barmað sér yfir
þeirri ákvörðun Illuga Gunnarssonar,
núverandi menntamálaráðherra, að
hefja umræður við framhaldsskóla
í landinu um sameiningu skólanna.
Sérstaklega þykir henni samráðsleysi
Illuga honum til lasts. Pawel Bartoszek,
pistlahöfundur, vekur athygli á þessu
á Facebook-síðu sinni og bendir á að
ráðherrann fyrrverandi sem kveinar
„samráðsleysi!“ er sami ráðherra
og tilkynnti Verzlunarskólanum
bréfleiðis að hann væri orðinn að
hverfisskóla fyrir Háaleiti.
Mjúku línurnar
„Ég held að í raun séum
við öll náttúruverndarsinn-
ar. Það er bara þannig.
Við verðum auðvitað að finna þá
mjúku línu um hvar við ætlum að
virkja og hvar ekki,“ sagði Ásmundur
Friðriksson þingmaður Sjálfstæðis-
flokksins til að freista þess að sefa
þingmenn stjórnarandstöðunnar
í umræðu um rammaáætlun. Það
gekk ekki betur en svo að þingmað-
urinn Róbert Marshall sem mætti
léttbrýnn í pontu. „Að koma hingað
upp og halda því fram að þú sért
einhver náttúruverndarsinni
er þvílíkt öfugmæli að ég
hef aldrei heyrt annað
eins. Hvað ætlarðu að
segja næst? Að þú sért
fordómalaus mann-
vinur? Femínisti ef
til vill? Kanntu
annan?“
„Ósegsí“ afturhald
Áhugaverð umræða spratt upp á
Twitter-síðu Árna Grétars Finnssonar,
fyrrverandi formanns Ungra sjálfstæðis-
manna í Hafnarfirði, þar sem nafn-
togaðir ungliðar flokksins velta fyrir sér
hvort stofna eigi nýjan frjálslyndan flokk
þar sem Sjálfstæðisflokkurinn og aðrir
flokkar sem kenna sig við frjálslyndi
eru of afturhaldssamir. „Afturhald er
ósegsí,“ sagði Þórdís Kolbrún Gylfa-
dóttir, aðstoðarkona innanríkis ráðherra,
„Frjálslynt hægri og borgaraleg réttindi
eru segsí.“ Gísli Marteinn Baldursson
blandaði sér í umræðuna þar sem
kallað var eftir formennsku hans í
nýja flokknum og var handviss um að
flokkurinn nýi gæti náð fleiri
en tólf þingmönnum og
skellt sér beint í ríkisstjórn.
stefanrafn@frettabladid.is
Í
slendingar guma gjarnan af því að standa framar flestum
öðrum þjóðum þegar kemur að samfélagsgerð. Vissulega
gagnrýna margir ýmislegt sem betur má fara, en heilt
yfir virðist sú skoðun ríkjandi að samfélagsgerðin okkar
sé ein sú besta í heimi; besta ef við erum að tala við
útlendinga. Hrunið dró aðeins úr mesta þjóðrembingnum og
eftirmálar þess einnig. Það er erfitt að loka augunum fyrir því
að á sumum sviðum séum við eftirbátar annarra þjóða þegar
fjölskyldur yfirgefa landið í stríðum straumum í leit að betra
lífi í öðrum löndum.
Glöggt er gests augað, segir
einhvers staðar, og þó okkur
Íslendingum hætti til að taka
aðeins mark á jákvæðri gagn-
rýni gestanna okkar, og fyrtast
við ef þeir gera sér ekki grein
fyrir snilldinni sem landið
er, höfum við vonandi lært að
hlusta á þá neikvæðu líka. Birgir Jakobsson landlæknir hefur
dvalið langdvölum fjarri landinu ísa, en er nú í þeirri stöðu
að geta metið heilbrigðiskerfið okkar betur en flestir aðrir.
Birgir er í viðtali í Fréttablaðinu í dag og þar kemur ýmislegt
athyglisvert fram.
„Ef ég lít á heilbrigðisþjónustuna eins og hún er í dag og
áður en ég fór út árið 1978, þá eru raunveruleg vandamál heil-
brigðisþjónustunnar hin sömu og þá. Við notuðum ekki einu
sinni góðærið til að bæta lestina í íslenskri heilbrigðisþjónustu
og gera hana eins góða og mögulegt er. Það er ekki skrítið að
þar sem voru brestir fyrir kreppu eru enn áþreifanlegri brestir
eftir kreppu,“ segir landlæknir.
Þetta grefur undan rökum þeirra sem hafa skrifað allt sem
að heilbrigðiskerfinu má finna á blessað hrunið. Staðreyndin
virðist vera sú að kerfið hefur verið fjársvelt árum og ára-
tugum saman. Kerfið sem kemur okkur í þennan heim, lagar
okkur og börn okkar þegar á þarf að halda og í einhverjum
tilfellum fylgir okkur síðasta spölinn. Uppsveifla, niðursveifla
eða algjört hrun efnahagslífsins hefur ekkert haft með það að
gera að ekki er hægt að koma kerfinu í sómasamlegt horf.
Að einhverju leyti skrifast það á stefnuleysi. Mörg undan-
farin ár hafa ráðamenn verið volgir fyrir aukinni einkavæð-
ingu í heilbrigðiskerfinu. Það hefur hins vegar enginn þorað að
sýna þá djörfung að boða einkavæðinguna, frekar hefur þanþol
tungumálsins verið reynt með alls kyns frösum um aukinn
einkarekstur eða annað álíka. Vilji menn opna á að einkaaðilar
fái aðgang að heila gillemojinu er kannski bara best að segja
það hreint út og þá er hægt að laga sig að því.
Það gengur nefnilega ekki lengur að láta kerfið drabbast
niður. Gildir þá einu hvort það er gert með það í huga að niður-
drabbað kerfi sé betri rök fyrir aukinni einkavæðingu eða ekki.
Ef ekkert verður að gert ættum við að hætta að sproksetja
þá sem finna að íslensku samfélagi og taka frekar undir með
Megasi: „Við minnumst Ingólfs Arnarssonar í veislum, en
óskum þess að skipið hans það hefði sokkið.“
Heilbrigðiskerfið hefur verið trassað í áratugi:
Óheilbrigð sýn á
heilbrigðiskerfið
1
5
-0
9
-2
0
1
5
1
0
:2
4
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
6
3
F
-9
A
9
C
1
6
3
F
-9
9
6
0
1
6
3
F
-9
8
2
4
1
6
3
F
-9
6
E
8
2
8
0
X
4
0
0
2
B
F
B
0
5
6
s
_
1
4
_
5
_
2
0
1
5
C
M
Y
K