Fréttablaðið - 15.05.2015, Side 18

Fréttablaðið - 15.05.2015, Side 18
15. maí 2015 FÖSTUDAGUR| SKOÐUN | 18 Laugardaginn 16. maí munu Landvernd og Náttúruverndarsamtök Íslands halda málþing um virði og verndun miðhálendisins. Málþingið hefst kl. 10:30 í ráðstefnusal Laugardalshallar (Engjavegi 8) og lýkur kl. 15:30. Dagskrá: Kl. 10:30 Hvers vegna að vernda miðhálendið-Hvað er í húfi? Þóra Ellen Þórhallsdóttir, prófessor í grasafræði: Náttúrufarslegt virði hálendisins. Sigurður Jóhannesson, hagfræðingur á Hagfræðistofnun HÍ: Hagfræðilegt gildi hálendisins-Er hægt að meta það? Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar: Hvaða hagsmuni hefur ferðaþjónustan af verndun hálendisins? Þórarinn Eyfjörð, formaður Útivistar: Mikilvægi óraskaðs hálendis fyrir útivistarfólk. Páll Jakob Líndal, aðjúnkt við sálfræðideild HÍ: Hvers virði er náttúra hálendisins fyrir heilsu og vellíðan? Hádegismatur Kl. 13:15 Hvernig tryggjum við verndun miðhálendisins? Heiða Guðný Ásgeirsdóttir, varaoddviti Skaftárhrepps: Sýn sveitarstjórnarmanns á vernd hálendisins. Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, forstjóri Skipulagsstofnunar: Skipulagsmál hálendisins. Peter Prokosch, stofnandi umhverfissamtakanna Linking tourism & conservation: How can tourism support protected areas? Edward Huijbens, Sérfræðingur hjá Rannsóknarmiðstöð Ferðamála: Stýring ferðamanna á hálendi Íslands. Kaffihlé Kl. 14:45 Umræður Góðir samborgarar. Frá 17. febrúar til 17. mars á þessu ári bauðst okkur hjón- um „endurhæfingarinnlögn” á Hrafnistu í Reykjavík. Markmið þessarar þjónustu er að styðja og styrkja eldri borgara með það að markmiði að efla þá andlega og líkamlega í þeim tilgangi að gera þá betur í stakk búna að takast á við að búa áfram á eigin vegum, m.ö.o. að halda heimili. Lengst af ævinnar leiðir fólk ekki hugann að þessu, því það er aðeins hluti þess sem glímt er við í dagsins önnum. Fjölskylda, vinna og áhugamál eru hornsteinar lífs- ins. En þegar ellin þrengir að verður heimilishaldið aðalatriði og hornsteinn sjálfstæðs lífs. Bjarta hliðin Dagskráin á Hrafnistu DAS var í samræmi við þetta: Í boði var dagleg sjúkraþjálfun og stólaleik- fimi, sem gerði ótrúlegt gagn, enn fremur hin hefðbundna handa- vinna og spil. Síðast og ekki síst ber að nefna hin mannlegu sam- skipti, sem eru svo mikilvæg sér- hverjum manni, ungum jafnt sem öldnum. Maður er manns gaman og þessi samvera með öðru fólki er afar mikilvæg þeim sem búa einir í elli sinni og við misjöfn kjör og aðstæður. Þjálfun og aukin færni geta eflt það sem kallað er „félagsleg virkni“. En með því er átt við að fólk lokist ekki inni í sér en leiti og njóti mannlegra samskipta. Án þeirra er ekkert líf, aðeins ein- angrun, einmanaleiki og lifandi dauði. Aðbúnaður, vistarverur, fæði, aðhlynning, umhyggja og viðmót starfsfólksins var til algerrar fyrirmyndar, einlægt og tilgerð- arlaust – hvort heldur um var að ræða starfsstúlkur, sjúkraliða, hjúkrunarfræðinga eða sjúkra- þjálfara. Þarna var valinn maður í hverju rúmi. Maturinn var góður. Í boði var morgunverður, hádegisverður, síð- degiskaffi, kvöldverður og kvöld- hressing. Boðið var upp á hollan, bragðgóðan og einfaldan mat. Hann var snyrtilega fram borinn. Allt var þetta til mesta sóma þeim er að stóðu. Slíkt ber að virða og þakka. Skuggahliðin Við hjónin höfum aldrei nýtt okkur þessa þjónustu fyrr, en að fenginni reynslu er öldungis ótrú- legt til þess að vita að leggja eigi hana niður í sparnaðarskyni. Það mun þýða að þjónustan þyki of dýr og því ástæðulaust að bjóða hana til styrktar andlegri og líkamlegri reisn aldraðs fólks. Ég get hins vegar vottað og við- urkennt að þessi mánaðardvöl veitti okkur nýja sýn á lífið. Hún efldi okkur og styrkti. Síðastliðinn vetur var bæði þungur og þrúgandi fyrir eldra fólk. Færðin var þung og háska- leg okkur sem eldri erum. Af slíku leiðir langvarandi innisetur. Dvöl- in á DAS var því alger himnasend- ing og að öllu leyti ómetanleg, enda jók hún okkur þrótt og bjart- sýni. Það er bæði synd og skömm að svipta fólk þessari einstöku þjónustu. Ég er 85 ára gömul, maðurinn minn liðlega níræður. Við búum enn í eigin húsnæði og höldum eigið heimili. Við höfum ekki verið að þvælast fyrir eða angra stofn- anir hins opinbera enda mjög erf- itt og seintekið að fá nokkra aðstoð þar. Við eigum trausta fjölskyldu sem hefur sameinast um það að aðstoða okkur eftir megni eftir alvarleg veikindi og afleiðingar þeirra, sem herjuðu á okkur fyrir sautján árum. Reynsla okkar af læknum er yfirleitt góð. Mikið er talað um fjölgun eldri borgara í framtíðinni. Það er flest á neikvæðum nótum. Ég segi á móti að það er töggur í þjóð sem nær háum aldri. Hár meðalald- ur bendir til almennra lífsgæða enda eru Íslendingar vel sett- ir um margt. Eldri borgarar eru þeir sem lokið hafa ævistarfi sínu og verðskulda virðingu og góðan aðbúnað þegar þar er komið ævi- skeiðinu. Sannleikurinn er hins vegar sá að úrræði ætluð eldri borgurum í eigin húsnæði eru í skötulíki. Þau líta vel út á pappír en þegar til á að taka er erfitt að nálgast og njóta slíkra úrræða – kerfið stíft og stirt. Kerfið er kerfi. Það er alls ekki einstaklingsmiðað. Við höfum fundið áþreifanlega fyrir því, en notið úrræða barna okkar, sem leyst hafa það sem þurft hefur að leysa af drengskap og sóma. Aldur skyldi enginn forsmá Það er undarlegt að myndlistarrýnir Ríkis- sjónvarpsins, sem flytur okkur hugvekjur í enda dagskrárliðarins Djöfla- eyjan, finni hjá sér þörf til að réttlæta val á erlendum listamanni sem fulltrúa Íslands á Feneyjartvíær- ing með því að afskrifa og atvinnurægja íslenska myndlistarmenn heilt yfir. (Að undanskildum þeim íslensku myndlistarmönum sem eru erlendir.) Á myndlistarrýninum mátti skilja, í einni af hugvekjum hans, að íslenskir myndlistarmenn hafi ekki það andlega atgervi sem þarf til að fara sem fulltrúar sinnar þjóðar á Feneyjatvíæringinn. Íslenskir myndlistarmenn stand ast kröfur um hagleik og meðferð hefðbundins efnis en eru ófærir um að vinna með flókið myndmál. Verk þeirra skortir aukinheldur allt inntak, þeir „hafa ekkert að segja“, eru engir hugsuðir, andleg „násker“. (Nú vekur þetta þá spurningu að ef rétt er að í verkum íslenskra myndlistarmenna sjáist hvorki heil hugsun eða brú þá lýsi það vel íslenskum veruleika og samfélagi eins og það er nú um stundir og slík verk því skínandi og sannur spegill þjóðar.) Þetta árið var, svo öllu sé til haga haldið, valinn erlendur ríkis- borgari sem framlag Íslands á Feneyjatvíæring. Eðlilega fór af stað talsverð umræða um þetta meðal mynd- listar manna og ýmsar skoðanir fram settar en engan heyrði ég draga í efa hæfileika listamanns- ins sem varð fyrir valinu. Það er mikið tækifæri fólgið í því að vera valinn sem fulltrúi þjóðar á Feneyjatvíæring og getur orðið stökkpallur fyrir listamann til að koma sér betur fyrir í sínu fagi, fá aukin tækifæri og ekki síst að vinna með fagfólki í allri umgjörð. Segi af sér Á Rás 2 Ríkisútvarpsins 11. maí síðastliðinn var viðtal við myndlistarrýni Djöflaeyjunnar, þá nýkom- inn frá Feneyjum. Hann sagði hlustendum meðal annars frá fjórtán manna sendinefnd sem þar er að störfum frá sölugalleríi núverandi fulltrúa Íslands. Sendinefndin sér líklega um að útskýra fyrir áhugasömum mynd- listarrýnum hugsunina að baki verki listamannsins og skírskot- anir þess til samtímans sem list- rýnar komu ekki auga á sjálfir. Fáir ef nokkrir íslenskir mynd- listarmenn hafa aðgang að svo öflugri sveit í daglegu amstri og einmitt þess vegna er Feneyja- tvíæringur íslenskum listamönn- um mikilvægur því hann getur skapað þeim þannig starfsum- hverfi. Það starfsumhverfi listamanns er þá einnig orðið vettvangur og hróður þjóðar eins og margoft hefur sýnt sig á undanförnum árum með velgengni íslenskra listamanna á heimsvísu. E n d agsk rá rgerða r mað - ur Djöflaeyjunnar sér ástæðu, umbúðalaust, til að afskrifa íslenska myndlistarmenn frá alþjóðlegu starfi og skilaboðin eru þau að íslenskir myndlistarmenn eigi ekkert erindi á Tvíæringinn í Feneyjum. Dagskrárgerðarmaðurinn ætti nú að ganga fram fyrir skjöldu og segja starfi sínu lausu þar sem myndlistin í landinu nær ekki máli og því ástæðulaust að gera henni nokkur skil í sjónvarpi. Af hugsuðum Sumir kalla þá sem aðhyllast lífsspeki frjáls- hyggjunnar hægri-öfga- menn. Þá hefur það við- horf fest í sessi að bendla öfgar þjóðernissinna hér og þar um heiminn við hægri stefnu. Bæði þessi sjónar mið byggja á mis- skilningi enda ganga þau í berhögg við grunnstef frjálshyggjunnar. Ann- ars vegar felst mótsögn í því að kenna þá skoðun við öfgar, að viðskipti og félags- leg samskipti skuli byggja á friði og valkvæðri þátttöku, en ekki þvingunaraðgerðum æ sterkara ríkisvalds. Hins vegar er hvers kyns þjóðernisstefna sem bygg- ir á ofbeldi eða kynþáttahyggju í andstöðu við hugmyndir frjáls- hyggjunnar um markaðsfrelsi því á frjálsum markaði spyr við- skiptavinurinn ekki hvernig bak- arinn sé á litinn, heldur hvernig brauðið sé á bragðið. Friðarboðskapur frjálshyggjunnar Frjálshyggja (e. libertarianism) er reist á þremur meginstoðum: einstaklingsfrelsi, eignarrétti og frjálsum markaði. Til að þessar stoðir virki með skilvirkum hætti þarf að færa sem mest vald frá ríkinu og stjórnmálamönnum til þess vettvangs þar sem viðskipti og samskipti eru háð sjálfvilj- ugri þátttöku fólksins sjálfs, þ.e. markaðarins. Markaður er ekki bara torg peningalegra viðskipta. Hann er ekki síður vettvangur þar sem fólk leggur sitt af mörk- um af fúsum og frjálsum vilja til margs konar þjóðrifaverka, til dæmis til hjálpar þeim sem höll- um fæti standa. Grunntónninn í frjálshyggjunni er því að fara skuli með friði og að ekki skuli liðið að einstaklingar eða ríkið beiti aðra ofbeldi að fyrra bragði. Þetta er stundum nefnt friðsemd- arlögmálið (e. non-aggres- sion principle). Þýskaland þjóðernis- hyggjunnar Á fjórða áratug síðustu aldar komst til valda ein- staklingur í Þýskalandi sem hjó í allar þrjár meg- instoðir frelsisunnandi manna. Hann svipti millj- ónir saklausra borgara frelsi sínu og lífshamingju með því hrekja þá burt af heimilum sínum og smala saman í fangabúðir til vinnuþrælkun- ar, pyntingar og dauða auk þess sem hann hirti af fólki margvís- legar eignir. Þá herti hann tök ríkisins á markaðnum líkt og eng- inn væri morgundagurinn. Efna- hagslífinu var drekkt í sköttum, reglugerðafrumskógi og tilskip- unum um hvað mátti framleiða og selja, í hve miklu magni og á hvaða verði. Ótækt þótti að viðskipta- og atvinnulífið fengi að hafa sinn gang samkvæmt framboði og eftir spurn; eftirlitsstofnanir hins alvitra ríkisvalds skyldu hafa síð- asta orðið, ekki gagnkvæmur vilji seljenda og kaupenda á markaði. Öfgar til vinstri? Sá stjórnmálaflokkur sem leiddi þennan harðstjóra til valda hét Nationalsozialistische Deutsche Arbeiterpartei eða Verkamanna- flokkur þýskra þjóðernissósíal- ista á íslensku. Eitt helsta slagorð flokksins var „almannahagsmun- ir umfram einstaklinginn“. Marg- ir myndu því telja að hér hefði verið á ferðinni vinstri flokkur með ofurtrú á miðstýringu og áætlunar búskap. Í stað þess að fólk fengi með friðsælum hætti að haga lífi sínu eftir eigin draum- um og hæfileikum, skyldu sjálf- skipaðir þjóðfélagsverkfræðingar fyrirmyndarríkisins ráða örlögum þess. Allt fyrir heildina, var sagt. Því fór sem fór. Vinstri eða hægri öfgar? STJÓRNMÁL Guðmundur Edgarsson málmennta- fræðingur MENNING Húbert Nói Jóhannesson myndlistarmaður SAMFÉLAG Margrét Jörundsdóttir og Kristinn Sveinsson frá Sveinsstöðum 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 4 F B 0 5 6 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 3 F -C 7 0 C 1 6 3 F -C 5 D 0 1 6 3 F -C 4 9 4 1 6 3 F -C 3 5 8 2 8 0 X 4 0 0 4 B F B 0 5 6 s _ 1 4 _ 5 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.