Fréttablaðið - 15.05.2015, Síða 24

Fréttablaðið - 15.05.2015, Síða 24
2 • LÍFIÐ 15. MAÍ 2015 ÚTGÁFUFÉLAG 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 Umsjón Friðrika Hjördís Geirsdóttir rikka@365.is ● Ábyrgðarmaður Kristín Þorsteinsdóttir erlabjorg@365.is ● Auglýsingar Atli Bergmann atlib@365.is Hönnun Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is ● Forsíðumynd Stefán Karlsson Lífi ð www.visir.is/lifid Nú er loksins komið skaplegt veður til að fara út að hjóla. Þetta er hreyf- ing sem er holl og styrkjandi fyrir lík- ama og sál og er kjörin leið til að eiga góða samverustund með fjöl- skyldunni. Fjölbreytt úrval er til af hjólum og er mikilvægt að gæta að öryggisbúnaði líkt og hjálmum fyrir unga sem aldna. Gott er að byggja hægt og rólega upp þolið og hjóla á hraða sem hver og einn ræður vel við. Hjólum saman örugg inn í sumarið. LÍFIÐ MÆLIR MEÐ HJÓLREIÐUM Sumarsprengja 20-50% afsláttur Skipholti 29b • S. 551 0770 Um daginn sá ég frétt á netinu um konu sem hafði ekki hent frá sér rusli í bráðum tvö ár, fyrir venjulegan leikmann eins og mig þá er það kannski of mikið af því góða og jafnvel allt að því óhugs- andi gjörningur. Þessi frétt sat aftur á móti í mér og var ekki hjá því komist að fara í smá sjálfs- skoðun í kjölfarið og skoða niður í kjölinn ruslahefðir heimilis- ins. Jú, að einhverju leyti stendur fjölskyldan sig vel en við gætum gert svo miklu betur með smá- vægilegum breytingum, þó að það væri ekki nema bara örlítil hug- arfarsbreyting. Flest heimili eru nú farin að sortera endurvinnan- legan pappír frá venjulegu heimil- issorpi og setja til hliðar plast- og glerflöskur sem svo er skilað til endurvinnslu. En hvað getum við gert meira til þess að verða um- hverfisvænni á einfaldan hátt? Við skulum kíkja á nokkur góð ráð. Gler í stað plasts Notum glerflöskur í stað plast- flaskna undir vatnið okkar í ræktinni og í vinnunni. Það er bæði betra fyrir okkur og um- hverfið. Endurnýtanlegir pokar Ekki kaupa plastpoka nema í undantekningartilfellum. Notum endurnýtanlega poka undir mat- vörur og önnur innkaup. Hvílum þurrkarann Eins og það er þægilegt að henda öllu í þurrkarann þá notar hann óþarflega mikið af raf- magni og styttir endingu fatnað- ar. Hengjum þvottinn upp. Rennandi vatn Það er algjör óþarfi að láta vatn- ið renna við uppvaskið eða tann- burstunina. Skrúfum fyrir þegar við erum ekki að nota vatnið. Hjólum, hlaupum Hvílum bílinn eins mikið og við mögulega komumst af með. Hjól um, hlaupum eða göngum í staðinn eða sameinumst um bíl- ferðir. Kaffibollinn Á flestum vinnustöðum er kaffi í boði hússins og við hverja kaffi- vél er hrúgan öll af pappírsmál- um. Notum okkar eigin bolla í vinnunni. Gefðu fötin þín Gefðu fötin í fatasöfnun eða til vina ef þú ert hætt að nota þau. Barnaföt geta komið öðrum að góðum notum enda oftast lítið notuð. Borgaðu reikningana Fáðu reikningsyfirlit og reikn- inga í tölvupósti eða heimabank- ann. Beint frá býli Reyndu af fremsta megni að kaupa frá nærliggjandi fram- leiðendum. Bæði er varan fersk- ari og þú stuðlar að atvinnu í samfélaginu. Nýttu matinn Búðu til lista áður en þú kaupir í matinn svo þú farir ekki að kaupa einhvern óþarfa og endir á því að henda helmingnum. Verum með- vituð í matarinnkaupum. „Á flestum vinnustöðum er kaffi í boði hússins og við hverja kaffivél er hrúgan öll af pappírsmálum. Notum okkar eigin bolla í vinnunni Andrea Sóleyjar og Björg- vinsdóttir er í ritstjórn Kvenna- blaðsins, eigandi skemmtistað- arins Fróns á Selfossi og móðir þriggja stúlkna. Þegar Andrea smellir sér í rómantíska og ró- lega stemningu þá smellir hún eftirfarandi lögum á fóninn og slakar á. KING KUNTA KENDRICK LAMAR. THEY DON’T KNOW DISCIPLES. 7/11 BEYONCÉ. WHEN A FIRE STARTS TO BURN DISCLOSURE. FADED MED ZHU. BOING NICK OG JAY. FADE OUT LINES THE AVENER AND PHOEBE KILLDEER. LAY ME DOWN SAM SMITH. SAY YOU LOVE ME JESSIE WARE RÓLEG RÓMANTÍK TÍU SKREF Í ÁTT AÐ UMHVERFISVÆNNI LÍFSSTÍL Margt smátt gerir eitt stórt og því er mikilvægt að leggja sitt af mörkum til að hlúa að umhverfinu. Friðrika Hjördís Geirsdóttir umsjónarkona Lífsins | rikka@365.is Það skiptir máli fyrir heiminn eins og hann er í dag og eins og hann verður í framtíðinni að snúa við blaðinu í umhverfisvitund. NORDICPHOTOS/GETTY Heilsuvísir 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 4 F B 0 5 6 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 4 0 -A 5 3 C 1 6 4 0 -A 4 0 0 1 6 4 0 -A 2 C 4 1 6 4 0 -A 1 8 8 2 8 0 X 4 0 0 8 A F B 0 5 6 s _ 1 4 _ 5 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.