Fréttablaðið - 15.05.2015, Qupperneq 32
10 • LÍFIÐ 15. MAÍ 2015
„Hér sýni ég
eina útfærslu
af skemmtilegri
sumarförðun
sem er líka
mjög einföld
í gerð en ég
notaði aðeins
tvo liti til þess
að framkvæma
hana.“
„Ég hef oft
heyrt þann
misskilning að
smokey þurfi
alltaf að vera
mjög dökkt
eða jafnvel
bara svart.
Ég nota til
að mynda
aldrei svarta
augnskugga í
minni förðun.“
Friðrika Hjördís
Geirsdóttir
umsjónarkona Lífsins | rikka@365.is
Sigurlaug Dröfn Bjarnadóttir,
annar eigandi Reykjavík Makeup
School, er nýkomin heim frá Los
Angeles þar sem hún sótti meðal
annars námskeið í svokallaðri
fegurðarförðun hjá einum skær-
asta förðunarfræðingi heims,
Karen Sarahi. „Ég lærði svaka-
lega mikið af henni bæði um nýja
tækni sem hún notar og kynnt-
ist nýjum vörum. Karen er einna
helst þekkt fyrir að gera flott-
ar „glamour“ farðanir en er mjög
fær á öðrum sviðum og gerir til
að mynda flottustu „smokey“
förðun sem ég hef augum litið,“
segir Sigurlaug. Þær Sigurlaug
náðu vel saman og út frá fundi
þeirra kom upp sú hugmynd að
Karen kæmi til Íslands og héldi
námskeið í förðunarskólanum.
„Það er mikill heiður að fá hana
hingað til lands og við Sara, með-
eigandi minn, erum virkilega
stoltar af að fá hana til okkar.“
Námskeiðið verður haldið þann
15. september næstkomandi og
er þetta fyrsta námskeiðið sem
Karen heldur í Evrópu. „Það er
nú þegar mikil aðsókn á nám-
skeiðið enda Karen stórt númer
í förðunarheiminum. Við höfum
sett af stað forsölu á miðum fyrir
núverandi og fyrrverandi nem-
endur okkar og munum svo opna
fyrir almenna skráningu von
bráðar,“ segir Sigurlaug.
Koparliturinn allsráðandi
Við á Lífinu fengum Sigurlaugu
til að sýna okkur heitustu sumar-
förðunina í ár en hún segir hana
létta og að koparliturinn slái allt
annað út um þessar mundir.
„Hér sýni ég eina útfærslu af
skemmtilegri sumarförðun sem
er líka mjög einföld í gerð en ég
notaði aðeins tvo liti til þess að
framkvæma hana en það eru lit-
irnir Spirit frá Make Up Store
og Coppering frá MAC. Útkom-
an varð svona mjúk, kopartónuð
smokey-förðun en hana er hægt
að gera með allskyns litum. Ég
hef oft heyrt þann misskilning að
smokey þurfi alltaf að vera mjög
dökkt eða jafnvel bara svart. Ég
nota til að mynda aldrei svarta
augnskugga í minni förðun,“
segir Sigurlaug. Á húðina notaði
Sigurlaug farða frá NARS sem
heitir All Day Luminous weight-
less foundation, en hann hylur
mjög vel samhliða því að vera létt-
ur. „Því miður fæst þessi farði
ekki á Íslandi en í hans stað mætti
til dæmis nota Studio Fix Fluid frá
MAC. Yfir meikið notaði ég svo
La Mer Translucent púður yfir
allt andlitið en þetta er púður sem
verður glært á húðinni en skil-
ur eftir sig smá glans sem sést
þó aðal lega þegar tekin er mynd,
rosalega fallegt,“ segir Sigurlaug.
Undir augun notaði hún svo
Pro Longwear-hyljara frá MAC
sem og Reflex Cover higlight
hyljara frá Make up Store. „Sá
síðarnefndi er algjörlega ómiss-
andi fyrir mig en hann nota ég
bæði á sjálfa mig og aðra. Hylj-
arinn er með skelplötugljáa sem
birtir upp svæðið undir aug-
unum án þess að mynda hvítan
hring.“ Á kinnarnar notaði Sigur-
laug sinn eftirlætiskinnalit, Coral
Lace frá Make Up Store, og á var-
irnar Catty frá MAC og Sand-
storm-varalitablýant frá Make Up
Store en sá er ljós highlight-litur.
„Á augabrúnirnar notaði ég dip-
brow frá Anastasia Beverly Hills
í litnum chocolate og svo topp-
aði ég útlitið með því að nota flott
augnhár frá Tanja lashes af teg-
undinni Greece en þess má geta
að augnháralína Tönju Ýrar Ást-
þórsdóttur kom markað núna
í vikunni,“ segir Sigurlaug að
lokum.
FÖRÐUNAR-
STJARNA Á LEIÐ
TIL LANDSINS
Sigurlaug Dröfn Bjarnadóttir, annar eigandi
Reykjavík Makeup School, er þekkt fyrir fallega
förðun og nýlega sótti hún námskeið hjá frægum
föðrunarfræðingi í glamúrförðun, Karen Sarahi.
Sigurlaug og Karen náðu mjög vel saman og var Sigurlaug alveg heilluð af henni.
Tanja Ýr Ástþórsdóttir sendi
frá sér nýja augnaháralínu
í vikunni en hér sýnir hún
fullkomna sumarförðun að
hætti Sigurlaugar.
Engjateigi 5 | Sími 581 2141 | www.hjahrafnhildi.is
Ný sending af vattjökkum
og sumaryfirhöfnum
Stærðir 36-52
Verð 21.980
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
1
5
-0
9
-2
0
1
5
1
0
:2
4
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
6
4
0
-2
9
C
C
1
6
4
0
-2
8
9
0
1
6
4
0
-2
7
5
4
1
6
4
0
-2
6
1
8
2
8
0
X
4
0
0
6
B
F
B
0
5
6
s
_
1
4
_
5
_
2
0
1
5
C
M
Y
K