Fréttablaðið - 15.05.2015, Síða 45

Fréttablaðið - 15.05.2015, Síða 45
FÖSTUDAGUR 15. maí 2015 | LÍFIÐ | 29 Gunnar Leó Pálsson gunnarleo@frettabladid.is 15. og 16. maí Aðdáendur gullaldar rokksins mega ekki missa af þessu! FÁNÝTUR EUROVISION FRÓÐLEIKUR 11 DAGAR Í EURO Breyting á deiliskipulagi Kapelluhrauns 1. áfanga Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 10. mars 2015 að auglýsa deiliskipulagsbreytingu- na með áorðnum breytingum í samræmi við 41. gr. skipulags- laga nr. 123/2010. Breytingin er vegna nýrra lóða við Bronshellu, Gullhellu og Koparhellu og felst í því að athafnalóðum á svæðinu er fjölgað og nýtingarhlutfall lækkað þannig að það verður almennt 0.2. Nýting lóða er ætluð starfsemi sem þarf mikið landrými frekar en mikið byggingarmagn. Tillagan verður til sýnis í þjónustuveri Hafnarfjarðar Strand- götu 8-10 og hjá skipulags- og byggingarsviði Norðurhellu 2, frá 15. maí til 28. júní 2015. Hægt er að skoða deiliskipulags- tillöguna á forsíðu vefs Hafnarfjarðarbæjar www.hafnarfjordur.is Nánari upplýsingar eru veittar á skipulags- og byggingarsviði. Þeim sem telja sig hagsmuna eiga að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytinguna og skal þeim skilað skriflega til skipulags- og byggingarsviðs Hafnarfjarðarbæjar, eigi síðar en 28. júní 2015. Þeir sem eigi gera athugasemdir við breytingarnar innan tilskilins frests, teljast samþykkir henni. Skipulags- og byggingarsvið Hafnarfjarðar EUPHORIA Loreen kom sá og sigraði fyrir Svíþjóð 2012. ● Ítalir tóku þátt árið 2011 í fyrsta sinn síðan 1997 og lentu í 2.sæti ● 20 af 25 þjóðum á lokakvöldinu árið 2011 fengu 12 stig. ● Eurovision var sýnt á Íslandi í fyrsta sinn 23. apríl 1983 ● Árið 1969 fór Eurovision-keppnin fram í Madrid á Spáni 29. mars. Meðal keppanda var 12 ára drengur, Jean Jaques, sem keppti fyrir Mónakó ● Sama ár urðu sigurvegararnir fjórir, allir með 18 stig: Lulu frá Bretlandi, Lenny Kuhr frá Hollandi, Frida Boccara frá Frakklandi og Salomé með lagið Vivo Cantando ● Sigurvegari keppninnar árið 2012, Loreen frá Svíþjóð, með lagið Euphoria, fékk flest 12 stig frá upp- hafi eða 18 talsins ● Árið 2010 hljóp hinn spænski Jimmy Jump upp á svið og truflaði atriði sinnar eigin þjóðar. Spán- verjar fengu þó annað tækifæri og fluttu atriðið sitt aftur ● Jóhanna Guðrún fékk alls 218 stig fyrir Íslands hönd árið 2009, þegar hún lenti í öðru sæti með lagið Is it true?, en það eru langflest stig sem við höfum fengið. ● Á árunum 2009-2013 lenti Aserba- ídsjan í fimm efstu sætunum ● Írar héldu keppnina fjórum sinnum á fimm árum; 1993,1994,1995 og 1997. ● Páll okkar Óskar braut blað í sögu Eurovision þegar hann varð fyrstur til þess að nota handfrjálsan míkrofón árið 1997. ● Það er kraftaverk að keppnin hafi farið fram árið 1980. Ísraelar ætluðu fyrst að halda hana, en vegna peningaleysis tókst það ekki. Þá áttu Spánverjar að halda keppnina, svo Bretar en að lokum voru það Hollendingar og fór hún fram í Haag 19. apríl. ÓGLEYMANLEGT Jóhanna Guðrún á sviðinu í Moskvu 2009. Hljómsveitin Ensími hefur haldið sig til hlés á undanförnum árum og hefur ekki gefið út plötu frá því árið 2010, en þá kom platan Gæludýr út. Sveitin er þó að vakna úr dvala um þessar mundir og er að leggja lokahönd á sínu fimmtu breiðskífu og er hún væntanleg til útgáfu á næstu vikum. Nýja platan mun bera titil- inn Herðubreið. Það eru eflaust margir tónlist- arunnendur sem gleðjast yfir því að sveitin er að snúa aftur, enda hefur Ensími verið ein virtasta rokkhljómsveitin þjóðarinnar, allt frá því að hún gaf út sína fyrstu plötu, Kafbátamúsík árið 1998, þó svo að sveitin hafi ekki verið á for- síðu allra blaða alltaf. „Ætli við séum ekki búnir að vera að vinna í plötunni í svona þrjú til fjögur ár. Heildartíminn var samt ekkert svo langur því við tókum þetta í skorpum. Ef við myndum búa til vinnuskýrslu væri þetta ekkert svo langur tími,“ segir Hrafn Thoroddsen einn af stofnendum hljómsveitarinnar spurður út í vinnuna við Herðu- breið. Fara út fyrir þægindahringinn Ensími leitar í ýmsar áttir á nýju plötunni og fer sveitin út fyrir þægindahringinn. „Síðasta plata var tekin upp live í Sundlauginni en þessa plötu höfum við unnið öðruvísi, við spiluðum til dæmis aldrei inn neitt lag allir í einu, nema kannski ég og Guðni bassa- leikari. Þetta er meira stúdíóunn- in plata en síðasta plata,“ segir Arnar Þór Gíslason, trommuleik- ari sveitarinnar. „Nýja platan er kannski aðeins rólegri en síðasta plata, minni ærslagangur enda erum við orðnir svo þroskaðir,“ bætir Arnar við léttur í lund. „Það má alveg segja að við séum að fara svolítið út fyrir þægindahringinn,“ segir Hrafn. Hrafn og Arnar vilja þó ekki kalla þessa upprisu comeback. „Við höfum alltaf verið latir að spila tónleikum og sérstaklega undanfarin ár. Síðustu svona átta ár höfum við verið að spila kannski fjórum til fimm sinnum á ári. Við höfum alltaf passað að láta ekki líða of langt á milli tónleika. Trixið er að passa að þetta stoppi ekki,“ útskýrir Hrafn og bætir við; „Við verðum líka ekki leiðir á að spila slagarana ef við spilum þetta sjaldan. Við þurfum þó alltaf að æfa þá aftur.“ Eins og fjölskylda Nafn plötunnar er vísun í eitt lag plötunnar. „Nafnið Herðubreið er vísun í lag á plötunni og snýst um að komast yfir hindranir, sigrast á hlutum, klífa fjöll og það lá bein- ast við að draga fram drottningu íslenskra fjalla,“ segir Hrafn. Frá því að Ensími var stofnuð árið 1996 hafa talsverðar mannabreyt- ingar átt sér stað en sá kjarni sem myndar sveitina í dag er þéttur og líta þeir á sig sem eins konar fjöl- skyldu. „Við höfum verið frekar þéttur kjarni síðustu svona átta árin,“ segir Hrafn. „Við erum í raun eins og fjölskylda. Við erum tur með nýja plötu lokahönd á sína fi mmtu breiðskífu. Platan ber nafnið Herðubreið og kemur hún út á heljarinnar útgáfutónleikum þann 13. júní í Gamla bíói. líka í mörgum öðrum verkefnum saman,“ bætir Arnar við. Kjarni sveitarinnar hefur verið að leika saman í öðrum hljómsveitum eins og Dr. Spock, með Mugison, Bang Gang svo nokkur nöfn séu nefnd. Í dag skipa sveitina þeir Hrafn Thoroddsen söngvari, gítarleikari og hljómborðsleikari, Guðni Finns- son bassaleikari, Franz Gunnars- son gítarleikari, Arnar Þór Gísla- son trommuleikari og Þorbjörn Sigurðsson hljómborðsleikari. Semja sjaldan saman Spurður út lagasmíðarnar segir Hrafn, aðalalagahöfundur Ens- ími, hljómsveitina ekki hittast í æfingahúsnæðinu til þess að semja saman, heldur verði lögin oftast til þegar menn eru hver í sínu horn- inu. „Ég hef yfirleitt komið með grunnhugmyndirnar og oft eru demóin sem ég kem með nokkuð tilbúin. Meðlimir sveitarinnar eru allir í 100 öðrum böndum þann- ig að það er extra erfitt að koma hópnum saman. Þess vegna höfum ekki verið semja saman í æfinga- húsnæði,“ útskýrir Hrafn. Hljómsveitin á mikið til af efni sem hefur ekki ratað á plötu. „Þegar við erum að vinna þá verð- ur til fullt af lögum og lögin eru svo unnin mislangt. Sum lög fá meiri vinnu en önnur og sum þurfa að víkja. Það er til í rosalega mikið af efni ef b-side platan kemur ein- hvern tímann út,“ segir Arnar og hlær. Ensími ætlar að fagna nýju plötunni með tónleikum sem fara fram þann 12. júní í Gamla bíói. Þar verður nýja platan leik- in í heild sinni. En fáum við að heyra eitthvað af eldri slögurun- um? „Fólk fær að heyra slagarana á tónleikunum, það er nóg til af lögum,“ segir Arnar. Ensími ætlar að koma fram á fleiri tónleikum í sumar en þær dagsetningar sem eru bókaðar eru Secret Solstice-hátíðin og Bræðsl- an. „Það á eitthvað eftir að bætast við af tónleikum, við ætlum að vera duglegir að fylgja plötunni eftir,“ bætir Hrafn við. HVENÆR 13. júní, klukkan 20.00 STAÐUR Gamla bíó HVERNIG Miðasala hefst á tix.is klukkan 12.00 í dag ➜ Útgáfutónleikar Ensími Nýja platan er kannski aðeins rólegri en síðasta plata, minni ærslagangur enda erum við orðnir svo þroskaðir. Arnar Þór Gíslason, trommuleikari Ensími 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 4 F B 0 5 6 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 3 F -C B F C 1 6 3 F -C A C 0 1 6 3 F -C 9 8 4 1 6 3 F -C 8 4 8 2 8 0 X 4 0 0 5 A F B 0 5 6 s _ 1 4 _ 5 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.