Fréttablaðið - 15.05.2015, Qupperneq 48
15. maí 2015 FÖSTUDAGUR| LÍFIÐ | 32
BAKÞANKAR
Kolbeins Tuma
Daðasonar
Ábendingahnappinn má
finna á www.barnaheill.is
DJARFT OPNUNARATRIÐI Listahátíðin hófst í gær og stendur yfir til 7. júní. Tugir sýninga og atriða verða í boði, en í þetta
sinn er hátíðin innblásin af verkum listakvenna á öllum sviðum. Þetta var í 29. sinn sem hátíðin var sett. Listahátíð hófst
með listrænu áhættuatriði þar sem dansarar stíga lífshættulegan dans utan á þverhníptri Moggahöllinni sem í dag hýsir
Center Hotels. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
LISTAHÁTÍÐIN HÓFST
MEÐ GLÆSIBRAG
Listahátíð í Reykjavík hófst á miðvikudag með listrænu áhættuatriði þar
sem dansarar stíga lífshættulegan dans utan á þverhníptri Moggahöllinni
sem í dag hýsir Center Hotels. Mikið er um að vera í höfuðborginni og eru
atriðin eins fj ölbreytt og þau eru mörg.
MIKIL GLEÐI Fjöldi fólks mætti á Ingólfstorg til þess að sjá opnunaratriði Listahátíðarinnar. Þá var einnig margt um manninn í
Safnahúsinu við Hverfisgötu þar sem hátíðin var sett með formlegum hætti. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tók til máls og þá
mættu forsetahjónin Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaief einnig. Margt spennandi er í boði á hátíðinni um helgina.
- Fréttablaðið
- Morgunblaðið
PITCH PERFECT 2 5, 8, 10:30
MAD MAX 8, 10:30(P)
BAKK 5:50, 8
AVENGERS 2 3D 5, 10:10
ÁSTRÍKUR 2D 4 - ÍSL TAL
Tilboð í bíó. Gildir á allar sýningar merktar með rauðu.
KRINGLUNNI
SPARBÍÓ
AKUREYRI
KEFLAVÍK
EGILSHÖLLÁLFABAKKA
VARIETY CHICAGO SUN TIMES
EMPIRE
HITFIXTIME OUT LONDON TIME OUT NEW YORK
TOTAL FILM
Nemendur í útskriftarárgangi menntaskóla í borginni liggja
sumir hverjir undir feldi. Greint var
frá því í vikunni að níu þeirra hefðu
verið staðnir að verki við svindl á
stúdentsprófinu í þýsku. Flestir eru
víst „fyrirmyndarnemendur“ en
ekki á barmi falls. Níumenningarnir
fá ekki að útskrifast með samnem-
endum sínum en þeim stendur þó
til boða að ljúka námi á næstu
vikum gangi þeir að tilboði
skólastjóra.
ÞVÍLÍK óheppni að vera
böstaður á stúdentsprófinu
korteri fyrir útskrift. Hverjar
eru líkurnar? Líkurnar eru
reyndar ágætar ef yfirsetu-
maðurinn tekur hlutverk sitt
alvarlega. Það hefur hins vegar
aldrei verið tilfellið í neinu prófi sem
ég hef þreytt. Skipta prófin fleiri
hundruðum. Blíðu gömlu yfirsetukon-
urnar í HÍ voru ekki líklegar til að
standa górillu með talstöð að verki.
FASTLEGA má gera ráð fyrir að
nemandi sem er staðinn að verki
í stúdentsprófi hafi svindlað áður,
og örugglega oftar en einu sinni. Ef
þú hefur aldrei svindlað á prófi, ert
heiðarleikinn uppmálaður, myndirðu
taka áhættuna á stúdentsprófinu? Ég
leyfi mér að stórefast um það.
SJALDAN hefur mér blöskrað
jafnmikið og að loknu skyndiprófi í
meistaranáminu í burðarþolsfræði.
Nemendur standa á fætur og ganga
með úrlausn sína í átt til kennar-
ans. Samnemandi spyr mig hvernig
ég hafi leyst spurningu sem líklega
gilti 2%. Ég svaraði án þess að hugsa
enda öllum ljóst að prófinu væri
lokið. „Já!“ sagði viðkomandi, settist
niður aftur og breytti svarinu. Hann
lét sem hann heyrði ekki athuga-
semdir mínar.
ÉG svekkti mig lengi, velti því fyrir
mér að fara á fund prófessorsins og
var rétt að jafna mig í jólaprófunum.
Heimapróf, sólarhringur og öll gögn
leyfð. Eina skilyrðið var engin sam-
vinna. Þegar sami nemandi hringdi
í mig til að fá svörin við „bara einni
spurningu“, og var svo yfir sig
hneykslaður á því að ég vildi ekki
hjálpa honum, var mér öllum lokið.
Ætli þetta hafi verið einu skiptin sem
hann, nú reyndur byggingaverkfræð-
ingur, svindlaði? Ekki séns.
Að svindla á prófi
1
5
-0
9
-2
0
1
5
1
0
:2
4
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
9
K
_
N
Ý.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
6
4
0
-7
D
B
C
1
6
4
0
-7
C
8
0
1
6
4
0
-7
B
4
4
1
6
4
0
-7
A
0
8
2
8
0
X
4
0
0
7
B
F
B
0
5
6
s
_
1
4
_
5
_
2
0
1
5
C
M
Y
K