24 stundir - 03.11.2007, Qupperneq 42
Sjúkraliðastörf
HRAFNISTA
107.000 eintök
á dag - ókeypis
Auglýsingasíminn er
510 3744
100% vinna
HRAFNISTA
Framkvæmdasýslan er stofnun sem heyrir undir fjármálaráðuneytið og hefur umsjón og eftirlit með hönnun og
verklegum framkvæmdum á vegum ríkisins um land allt.
Hlutverk FSR er m.a. að vera leiðandi afl á sviði opinberra framkvæmda með það að markmiði að bæta verklag og
auka skilvirkni, hagkvæmni og gæði við framkvæmdir ríkisins. Markmið FSR er að vera í fararbroddi hvað varðar
samræmingu gagna og þróun á sviði verklegra framkvæmda, til dæmis með því að sýna frumkvæði í notkun
upplýsingatækni á þessu sviði. FSR vinnur eftir ISO 9001 gæðastjórnunarkerfinu og er auk þess með
árangursstjórnunarsamning við fjármálaráðuneytið.
Við hjá Framkvæmdasýslunni lítum á Ísland sem eitt vinnusvæði og með notkun fjarfundabúnaðar og verkefnavefja
á Netinu teljum við ekkert því til fyrirstöðu að starfsmenn okkar séu búsettir á landsbyggðinni.
Nánari upplýsingar um verkefni Framkvæmdasýslunnar er að finna á www.fsr.is.
Leitað er að framsæknum starfsmanni með áhuga á upplýsingatækni, verklegum framkvæmdum og öguðum
vinnubrögðum. Það fer að nokkru eftir áhugasviði og reynslu viðkomandi starfsmanns hverjar verða helstu áherslur
í starfi hans, enda taka allir verkefnastjórar FSR þátt í að móta sitt starf. Starfið hentar jafnt konum sem körlum,
ungum sem öldnum.
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Háskólapróf á sviði mannvirkjagerðar.
• Reynsla af verklegum framkvæmdum.
• Enskukunnátta og helst kunnátta í einu Norðurlandamáli.
• Reynsla í notkun almennra tölvuforrita og Internetsins.
• Miklir samskiptahæfileikar.
• Frumkvæði, sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð.
Laun eru samkvæmt stofnanasamningum sem byggja á kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi kjarafélaga.
Umsóknarfrestur er til og með 19. nóvember 2007. Umsóknir eða óskir um nánari upplýsingar sendist á netfang
oskar.v@fsr.is merkt “verkefnastjóri”.
Verkefnastjóri óskast til starfa hjá FSR
Ertu í draumastarfinu?
Kannski ekki algjörlega en
manni líður allavega
ágætlega hérna.
Hvað vildir þú verða þegar
þú varst lítill?
Draumurinn var að verða
atvinnumaður í fótbolta.
Nýtist menntun þín í
starfinu?
Ég er með stúdentspróf og
það nýtist ágætlega í sam
skiptum við fólk.
Hvernig á góður stjórnandi
að vera?
Hann sér til þess að starfs
fólkið ljúki sínum verkum og
geri það vel.
Er tekið nægilegt tillit til
fjölskyldufólks á þínum
vinnustað? S
jálfur er ég ekki fjölskyldu
maður en ég held að svo
sé, t.d. er lítið mál að fá að
skreppa frá komi eitthvað
upp á.
Er vinnudagurinn hæfilega
langur?
Ég vinn frá sjö til sex en
flestir frá hálfátta til rúmlega
sex fjóra daga vikunnar svo
dagarnir eru kannski í lengri
kantinum en maður á frí á
móti.
Hvaða áhugamál stundar þú
fyrir utan vinnutíma?
Ég er í fótbolta og svo hittir
maður félagana.
Sérðu fyrir þér að þú munir
sækja um annað starf í
framtíðinni?
Ekki er ég farinn að hugsa svo
langt og reikna ekki með því í
augnablikinu.
Er eitthvað sem vantar á
vinnustaðnum þínum?
Það væri kannski helst meiri
umbun fyrir starfsfólkið.
Eru launin ásættanleg?
Maður hefur alltaf hug á að fá
meira en þetta sleppur.
Gerir starfsfólkið eitthvað
saman utan vinnu?
Já, starfsmannafélagið skipu
leggur árshátíðir og skemmt
anir. Núna í kvöld erum við
einmitt að fara í leikhús og út
að borða.
Hverju myndir þú breyta
ef þú fengir að stjórna fyrir
tækinu í einn dag?
Það má alltaf gera breytingar
og gera enn betur.
maria@24stundir.is
Draumastarfið
Jón Fannar Magnússon.
Verkstjóri hjá Nóa Síríusi.
LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2007ATVINNA42 stundir