Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.12.2014, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.12.2014, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.12. 2014 Matur og drykkir T ilefnið var að halda lokapartí fyrir Nautnir norðursins, fyrir tökuliðið, alla kokkana og starfsfólk Sagafilm sem sá um eftir- vinnsluna,“ segir Margrét Jónasdóttir, framleiðandi þáttanna og gestgjafi matarboðsins ásamt Hrafnhildi Gunnarsdóttur leik- stjóra þáttaraðarinnar. Erfitt var að ná öllum hópnum saman en þær gripu tækifærið þegar færeyski kokkurinn Leif Sørensen og sá grænlenski, Inunnguaq Hege- lund, voru staddir hérlendis í tilefni Íslandsmeistarakeppninnar í mat- arhandverki en samhliða henni fór fram ráðstefna um nýnorræna matar- gerð. Þá var ákveðið að fljúga norska matreiðslumeistaranum Hanne Frosta til landsins og svo vildi líka svo vel til að kynnirinn, ferðalang- urinn Gísli Örn Garðarsson, var einnig heimavið, sem og íslenski kokk- urinn Sveinn Kjartansson. „Það eru góð ráð dýr þegar maður ætlar að halda veislu fyrir topp- kokka Norðurlanda,“ segir Margrét og hlær. Niðurstaðan varð sú að skemmtilegast væri fyrir þennan glæsilega hóp að hittast í heimahúsi. „Við sáum ekki fyrir okkur að það væri eins gaman fyrir svo stóran hóp að hittast á veitingastað. Við duttum fljótlega niður á hugmyndina að hafa þetta sunnudagssteik í heimahúsi svo allir gætu spjallað saman en sumir kokkanna hafa aldrei hist. Þetta var meira eins og fjölskylduboð, sem endurspeglar stemninguna í tökunum,“ segir Margrét. Þær ákváðu að elda sjálfar og fengu til liðs við sig Hörpu Másdóttur, konu Hrafnhildar, og kallar Margrét þær „yfirmatseljur“ en Hrafnhildur er ábyrg fyrir flestum uppskriftunum. Margrét á þó heiðurinn af rauðkálinu. „Ég gerði fyrstu tilraun ævi minnar til að gera rauðkál. Því ekki að spreyta sig á því að gera rauðkál í fyrsta skipti þegar maður er með fjóra af fremstu kokkum Norðurlanda í matarboði!“ Þær ákváðu að leggja áherslu á úrvalshráefni. „Við ákváðum að fyrst við ætluðum í eldhúsið sjálfar þá væri það lykilatriði að vera með besta fáanlega hráefnið. Kokkarnir hafa kennt okkur að það er erfitt að eyðileggja gott hráefni. Við spöruðum ekki í hráefniskaupum og allt var lífrænt og beint frá býli þar sem því varð við komið, svona í anda þáttanna,“ segir Margrét. Matseðillinn var í raun allur í anda þáttanna. „Hrafnhildur vildi spreyta sig á steiktri sviðasultu í forrétt,“ segir Margrét en síðan voru keypt þrjú kíló af humri „af fínustu sort“ og þurfti fjögur lambalæri fyr- ir hópinn og fengu þær lánaðan ofn í nálægu húsi til að bjarga mál- unum. Búið er að sýna þættina hér og er næsta þáttaröð í undirbúningi. Þættirnir eru að byrja í sýningum á Yle Fem í Finnlandi og fara næst til Noregs en norska, finnska og færeyska sjónvarpið voru meðframleið- endur en Sagafilm framleiddi í samvinnu við Matís. Þegar búið var að borða bragðgóðan humar og hægeldað lambalæri sem datt hreinlega af beinunum var boðið upp á sterkt kaffi og súkku- laði frá Hafliða í eftirrétt. Leikstjórinn Hrafnhildur Gunnarsdóttir og framleiðandinn Margrét Jónasdóttir stóðu í ströngu við undirbúning veislunnar. MATARBOÐ Í ANDA ÞÁTTANNA Einskonar fjölskylduboð STÓR OG GLÆSILEGUR HÓPUR VAR SAMAN KOMINN Í LOKAPARTÍI SAGAFILM FYRIR ÞÁTTARÖÐINA NAUTNIR NORÐURSINS. ÁHERSLAN VAR Á HÁGÆÐA HRÁEFNI OG ÁNÆGJULEGA SAMVERU. Texti: Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Myndir: Árni Sæberg saeberg@mbl.is * Það eru góðráð dýr þeg-ar maður ætlar að halda veislu fyrir toppkokka Norðurlanda. Innblásið af Austur-Indíafjelaginu 6 stórir humrar 1 rauður chilipipar, smátt niðursneiddur (má skafa fræin innan úr fyrir þá sem vilja ekki of sterka blöndu, Hrafnhildi finnst hann góður dálítið sterkur) 3 cm bútur af engifer (raspað niður) hálft búnt af kóríander gusa af cumin 5-10 kóríanderfræ mulin í mortéli hálfur bolli ólífuolía límóna salt og pipar Chili, engifer, kóríander, cumin, kóríanderfræjum, smá límónusafa og hálfum bolla af ólífuolíu blandað saman. Best er að klippa humar á baki og krydd- blanda látin sitja á humrinum í 2-3 klst. Humarinn er síðan steiktur við háan hita á pönnu í ca. 1 ½ til 2 mín. með smjöri Borið fram með sítrus- og hunangssósu SÓSAN 2 msk. hunang börkur af einni sítrónu smá sítrónusafi, bragðað til eftir smekk hálf dós af sýrðum rjóma 5 msk. majónes Öllu blandað saman og í lokin er skafinn börkur af einni sítrónu eða límónu í sósuna. Tilbrigði við lasooni-humar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.