Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.12.2014, Qupperneq 32
32 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.12. 2014
Matur og drykkir
T
ilefnið var að halda lokapartí fyrir Nautnir norðursins, fyrir
tökuliðið, alla kokkana og starfsfólk Sagafilm sem sá um eftir-
vinnsluna,“ segir Margrét Jónasdóttir, framleiðandi þáttanna og
gestgjafi matarboðsins ásamt Hrafnhildi Gunnarsdóttur leik-
stjóra þáttaraðarinnar.
Erfitt var að ná öllum hópnum saman en þær gripu tækifærið þegar
færeyski kokkurinn Leif Sørensen og sá grænlenski, Inunnguaq Hege-
lund, voru staddir hérlendis í tilefni Íslandsmeistarakeppninnar í mat-
arhandverki en samhliða henni fór fram ráðstefna um nýnorræna matar-
gerð. Þá var ákveðið að fljúga norska matreiðslumeistaranum Hanne
Frosta til landsins og svo vildi líka svo vel til að kynnirinn, ferðalang-
urinn Gísli Örn Garðarsson, var einnig heimavið, sem og íslenski kokk-
urinn Sveinn Kjartansson.
„Það eru góð ráð dýr þegar maður ætlar að halda veislu fyrir topp-
kokka Norðurlanda,“ segir Margrét og hlær. Niðurstaðan varð sú að
skemmtilegast væri fyrir þennan glæsilega hóp að hittast í heimahúsi.
„Við sáum ekki fyrir okkur að það væri eins gaman fyrir svo stóran hóp
að hittast á veitingastað. Við duttum fljótlega niður á hugmyndina að
hafa þetta sunnudagssteik í heimahúsi svo allir gætu spjallað saman en
sumir kokkanna hafa aldrei hist. Þetta var meira eins og fjölskylduboð,
sem endurspeglar stemninguna í tökunum,“ segir Margrét.
Þær ákváðu að elda sjálfar og fengu
til liðs við sig Hörpu Másdóttur, konu
Hrafnhildar, og kallar Margrét þær
„yfirmatseljur“ en Hrafnhildur er ábyrg
fyrir flestum uppskriftunum.
Margrét á þó heiðurinn af rauðkálinu.
„Ég gerði fyrstu tilraun ævi minnar til
að gera rauðkál. Því ekki að spreyta sig
á því að gera rauðkál í fyrsta skipti
þegar maður er með fjóra af fremstu
kokkum Norðurlanda í matarboði!“
Þær ákváðu að leggja áherslu á
úrvalshráefni. „Við ákváðum að fyrst við ætluðum í eldhúsið sjálfar þá
væri það lykilatriði að vera með besta fáanlega hráefnið. Kokkarnir hafa
kennt okkur að það er erfitt að eyðileggja gott hráefni. Við spöruðum
ekki í hráefniskaupum og allt var lífrænt og beint frá býli þar sem því
varð við komið, svona í anda þáttanna,“ segir Margrét.
Matseðillinn var í raun allur í anda þáttanna. „Hrafnhildur vildi
spreyta sig á steiktri sviðasultu í forrétt,“ segir Margrét en síðan voru
keypt þrjú kíló af humri „af fínustu sort“ og þurfti fjögur lambalæri fyr-
ir hópinn og fengu þær lánaðan ofn í nálægu húsi til að bjarga mál-
unum.
Búið er að sýna þættina hér og er næsta þáttaröð í undirbúningi.
Þættirnir eru að byrja í sýningum á Yle Fem í Finnlandi og fara næst
til Noregs en norska, finnska og færeyska sjónvarpið voru meðframleið-
endur en Sagafilm framleiddi í samvinnu við Matís.
Þegar búið var að borða bragðgóðan humar og hægeldað lambalæri
sem datt hreinlega af beinunum var boðið upp á sterkt kaffi og súkku-
laði frá Hafliða í eftirrétt.
Leikstjórinn Hrafnhildur Gunnarsdóttir og framleiðandinn Margrét
Jónasdóttir stóðu í ströngu við undirbúning veislunnar.
MATARBOÐ Í ANDA ÞÁTTANNA
Einskonar
fjölskylduboð
STÓR OG GLÆSILEGUR HÓPUR VAR SAMAN
KOMINN Í LOKAPARTÍI SAGAFILM FYRIR ÞÁTTARÖÐINA
NAUTNIR NORÐURSINS. ÁHERSLAN VAR Á HÁGÆÐA
HRÁEFNI OG ÁNÆGJULEGA SAMVERU.
Texti: Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is
Myndir: Árni Sæberg saeberg@mbl.is
* Það eru góðráð dýr þeg-ar maður ætlar
að halda veislu
fyrir toppkokka
Norðurlanda.
Innblásið af Austur-Indíafjelaginu
6 stórir humrar
1 rauður chilipipar, smátt niðursneiddur (má
skafa fræin innan úr fyrir þá sem vilja ekki of
sterka blöndu, Hrafnhildi finnst hann góður
dálítið sterkur)
3 cm bútur af engifer (raspað niður)
hálft búnt af kóríander
gusa af cumin
5-10 kóríanderfræ mulin í mortéli
hálfur bolli ólífuolía
límóna
salt og pipar
Chili, engifer, kóríander, cumin, kóríanderfræjum,
smá límónusafa og hálfum bolla af ólífuolíu blandað
saman. Best er að klippa humar á baki og krydd-
blanda látin sitja á humrinum í 2-3 klst.
Humarinn er síðan steiktur við háan hita á pönnu í
ca. 1 ½ til 2 mín. með smjöri
Borið fram með sítrus- og hunangssósu
SÓSAN
2 msk. hunang
börkur af einni sítrónu
smá sítrónusafi, bragðað til eftir smekk
hálf dós af sýrðum rjóma
5 msk. majónes
Öllu blandað saman og í lokin er skafinn börkur af
einni sítrónu eða límónu í sósuna.
Tilbrigði við
lasooni-humar