Fréttablaðið - 07.09.2015, Síða 4

Fréttablaðið - 07.09.2015, Síða 4
HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is UP! MEÐ STUÐIÐ e-Up! rafmagnsbíll verð frá: 2.990.000 kr. Óttarr Proppé var sjálfkjörinn formaður Bjartrar framtíðar. Áður en hann hellti sér út í stjórnmálin hafði hann gert garðinn frægan sem rokkari og bóksali. Hann segist í raun ekki hafa persónulegan metnað fyrir for- mannsembættinu, hann finni þó til ábyrgðar. Fréttablaðið/Snærós STJÓRNMÁL Það voru um sjötíu manns samankomnir á aðalfundi Bjartrar Framtíðar á laugardag, sem haldinn var í íburðarmiklu húsnæði Officera- klúbbsins á Ásbrú í Reykjanesbæ. Fundurinn var þó nokkuð í fjöl- miðlum síðustu vikur enda fyrirséð að á honum yrði breytt um forystu í einu og öllu. Fyrir utan formannskjör voru hefð- bundin aðalfundarstörf á dagskránni. Einhver hafði orð á því að formleg- heitin væru ívið meiri en tíðkast hefði í Besta flokknum. Þetta liti allt miklu meira út eins og fundur hjá alvöru stjórnmálaflokki. Orðið vaxtarverkir kom fyrir hjá öllum sem minntust á fylgisvandræðin. Það er sérstök orð- notkun í síminnkandi flokki. Fráfarandi formaður flokksins, Guðmundur Steingrímsson, ávarpaði fundinn í upphafi. Hann ræddi ekki um fylgishrun flokksins, né það að hann væri að láta af embætti. Ræða hans snerist í einu og öllu um að kveða í kútinn gagnrýnisraddir sem segja að flokkurinn hafi enga stefnu. Og vitnaði hann í félaga sinn Óttarr Proppé. „Við erum íkornarnir sem dansa á trjátoppunum. Við hvíslum þegar aðrir öskra.“ Þegar Óttarr Proppé þingmaður tilkynnti um framboð sitt varð ekk- ert úr framboði annarra sem voru orðaðir við embættið. „Ég hef ekki þannig séð metnað fyrir því að gegna embætti og vera formaður en ég fann til ábyrgðar og þess að ég hefði eitt- hvað til málanna að leggja. Ég átti ekki von á öðru en að fleiri myndu bjóða sig fram.“ Hann segir ekki mál- efnaágreining innan flokksins. Þó sé viðbúið að einhver áherslubreyting verði með nýjum formanni. Þeir Guðmundur séu ólíkir menn en sam- mála. Vaxtarverkir, formlegheit og ný forysta Aðalfundur Bjartrar framtíðar fór fram á laugardag. Lítið var um nýliða en allir helstu áhrifamenn flokksins voru saman komnir til að skipta um menn í brúnni. Flokkurinn afgreiddi heilbrigðisstefnu og umhverfisstefnu af fundinum en önnur stefnuplögg bíða betri tíma. 20% 15% 10% 5% 0% 4,3% 18,6% 8,2% 4,4% 16,2% ✿ Fylgi Bjartrar framtíðar 31. janúar 2013 Alþingiskosningar 2013 Síðasta mæling Sveitastjórnarkosningar 2014 Við erum íkorn- arnir sem dansa á trjátoppunum. Við hvíslum þegar aðrir öskra. Guðmundur Steingrímsson, frá- farandi formaður Bjartrar framtíðar Heilbrigðismál eru heita kartaflan Heilbrigðisstefna Bjartrar framtíðar var samþykkt á fundinum. Einkavæðing heilbrigðisþjónustu var hitamál fundarins. Í nýrri heilbrigðisstefnu flokksins kemur fram að Björt framtíð styðji fjölbreytni í rekstri heilbrigðis- þjónustu. Sigrún Gunnarsdóttir, sem kynnti stefnuna, tók fram að hún myndi ekki finna sig í flokki sem vildi takmarka einkaframtak. Önnur sjónarmið heyrðust líka. Ein kona lýsti því yfir að sér þætti erfitt að tala fyrir einkavæðingu. Önnur að einka- vædd heilbrigðisþjónusta myndi rífa í sundur kerfi sem annars gæti unnið vel saman. Þá lýsti karlmaður því yfir að flokkurinn ætti ekki að velta því fyrir sér hvort einhver væri að græða á þjónustunni. Ef einhver gæti veitt þjónustuna fyrir minni pening en hið opinbera þá ætti að nýta sér það. Kona með reynslu af heilbrigðiskerfinu sagði að hættan við einkavæðingu væri að þá yrði það tekið út sem væri auðvelt og aðgengilegt en opinbera kerfið skilið eftir með erfiða og þunga umönnun. Það gerði vinnuaðstæður heilbrigðisstarfsfólks mun verri. „Ég lít á þetta sem átaksverkefni til eins árs til að snúa við skipinu,“ segir Brynhildur S. Björnsdóttir, nýkjörinn stjórnarformaður Bjartrar framtíðar. Brynhildur bar sigur úr býtum í kosningunni með 61 prósent atkvæða. Hún hafði áður boðið sig fram til sama embættis en þá tapað fyrir Margréti Marteinsdóttur. „Við þurfum að hafa andlegan og pólitískan leiðtoga og það er mín trú að Óttarr Proppé sé hann. En svo þarf skipulagsfríkið og þar kem ég sterk inn.“ Brynhildur er fyrsti varaþing- maður í Reykjavíkurkjördæmi suður. Hún segist ekki hugsa sér að sitja í meira en eitt ár. Snúa þurfi fylgistapinu við. „Það verður að gera það. Kjósendur segja það og þeir hafa rétt fyrir sér.“ Stjórnarformaður og formaður flokksins jafnvæg Brynhildur S. Björnsdóttir Snærós Sindradóttir snaeros@frettabladid.is 7 . S E P T E M B E R 2 0 1 5 M Á N U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 6 -0 9 -2 0 1 5 2 3 :1 1 F B 0 5 6 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 5 F E -3 D 6 C 1 5 F E -3 C 3 0 1 5 F E -3 A F 4 1 5 F E -3 9 B 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 5 6 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.