Fréttablaðið - 07.09.2015, Side 16

Fréttablaðið - 07.09.2015, Side 16
Einkunnir íslensku strákanna í Laugardalnum VARAMENN Viðar Örn Kjartansson (84.) HANNES ÞÓR HALLDÓRSSON 6Hafði lítið að gera í öllum leiknum. Varði vel úr einu góðu færi í fyrri hálfleik en lenti í smá vandræðum með spyrnurnar í fyrri. BIRKIR MÁR SÆVARSSON 6 Ekkert sérstakur í fyrri hálfleik. Var betri í seinni hálfleik en studdi ekki nógu vel við sóknarleikinn. KÁRI ÁRNASON 7 Sterkur í loftinu að vanda en tók nokkrar skrýtnar ákvarðanir í fyrri hálfleik. RAGNAR SIGURÐSSON 7 Lenti í veseni með sendingarnar undir pressu en nokkur traustur í heildina. ARI FREYR SKÚLA- SON 8 Öflugur í varnarleiknum og virkur í sóknarleiknum. Bjó til hluti upp úr engu. BIRKIR BJARNA- SON 7 Lítið í spilinu í fyrri, betri í seinni hálfleik og fékk aukaspyrnur á hættu- legum stöðum. ARON EINAR GUNNARSSON 8 Frábær á miðjunni og teymdi liðið í fyrri hálfleik. Batt liðið saman. Rekinn af velli á 89. mínútu eftir annað gula spjaldið. GYLFI ÞÓR SIGURÐSSON 7 Hefur verið meira áberandi í sóknar- leiknum en sýndi á köflum hvers hann er megnugur. Fór full aftar- lega að ná í boltann. JÓHANN B. GUÐMUNDSSON 7 Mjög líflegur á hægri kantinum, ógnaði sífellt en fyrirgjafirnar með hægri ekki nógu góðar. Datt örlítið úr leiknum í seinni. JÓN DAÐI BÖÐVARSSON 7 Mun líkari sjálfum sér en í Hollandi. Vann endalaust af boltum með baráttu en brenndi af úr dauða- færi. KOLBEINN SIGÞÓRSSON 6 Vann mikið af skallaboltum en það kom lítið úr því. Var stundum ekki í takti við sóknarleik liðsins. FÓTBOLTI Fyrir 58 árum lék Ísland sinn fyrsta mótsleik í knattspyrnu karla, er liðið þreytti frumraun sína í undan- keppni stórmóts – þá fyrir HM 1958. Síðan þá hafa íslenskir knatt- spyrnuunnendur beðið og vonað að Íslandi tækist það ómögulega; að komast á lokakeppni stórmóts í knatt- spyrnu. Þeirri bið lauk loksins á Laugar- dalsvellinum í gær. Jafntefli gegn Kasakstan var nóg til að tryggja liðinu sæti á EM 2016 í Frakklandi og rættist þar með draumur fjöldamargra stuðn- ingsmanna íslenska landsliðsins. Biðin var löng og á löngum köflum gríðarlega erfið en þegar flautað var til leiksloka í gær virtist allt erfiðið vel þess virði. Leiksins gegn Kasakstan verður ekki minnst fyrir annað en stundarinnar þegar flautað var af. Ekkert mark var skorað en okkar mönnum gekk illa að skapa sér hættuleg færi gegn þéttu kasösku liði þrátt fyrir að hafa stjórnað leiknum á löngum köflum. Það var mikið undir í leiknum og það sást á frammistöðu leikmanna, sem hafa oft spilað betur í undankeppninni en í gær. Þetta er eins og ævintýri Varnarleikurinn í gær var þó til fyrir- myndar og ekki síst frammistaða markvarðarins Hannesar Þórs Hall- dórssonar, sem hélt marki sínu hreinu í sjötta sinn í átta leikjum undan- keppninnar. Það er frábært afrek. Lars Lagerbäck, Heimir Hallgríms- son og Guðmundur Hreiðarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi eftir leikinn í gær og fóru yfir afrek liðsins og þýðingu þess fyrir bæði íslenska blaðamenn og þá fjöldamörgu erlendu blaðamenn sem hingað eru komnir til að segja heimsbyggðinni frá árangri strákanna okkar. „Einhver sagði að þetta væri eins og ævintýri,“ sagði Lagerbäck. „Það er rétt að einhverju leyti en líka rangt. Þetta er afrakstur mikillar vinnu afar margra aðila. Það er það besta við þetta allt saman. Allir hafa lagt gríðarlega mikið á sig og bætt sig með hverju skrefi. Það á sérstaklega við um leikmennina.“ Hann sagði að það hafi ávallt verið sérstakt að koma Svíþjóð á stórmót í knattspyrnu – sem hann afrekaði í fimm skipti í röð. En það sé sérstök tilfinning sem fylgi því að ná því afreki með Íslandi. „Stoltið er svo mikið á Íslandi og það er svo sérstakt við þessa þjóð. Þegar einhver stendur sig vel eru svo margir sem samgleðjast og eru stoltir af árangrinum,“ segir hann. Er engin hetja Fréttablaðið bar þá spurningu upp hvort að þjálfararnir skynji að þeir séu þjóð- hetjur á Íslandi. „Ekki ég. Það er alveg víst,“ sagði Lagerbäck umsvifalaust. „Orðið hetja hefur verið notað og margir halda að þetta séu töfrar en þetta er einfaldlega afrakstur mik- illar vinnu og þeirrar staðreyndar að Ísland á auðvitað marga frábæra knattspyrnumenn,“ sagði þjálfarinn en bætti við: „Ég er ekki hetja. En við stóðum okkur vel að ég tel.“ Það er ef til vill viðeigandi að fyrsti mótsleikur Íslands fór fram í franskri grundu. Frakkar fóru illa með okkar menn þann 2. júní 1957 og unnu 8-0 stórsigur. Það var erfitt þá að ímynda sér að Ísland ætti nokkurn tíman erindi á stórmót í knattspyrnu og það viðhorf var enn við lýði næstu hálfu öldina eða svo. Það er ekki fyrr en á síðustu árum að knattspyrnuáhuga- menn á Íslandi sáu að þetta væri í raun mögulegt. Heimir Hallgrímsson var spurður hvort hann gæti lýst hvernig honum leið þegar flautað var til leiksloka. „Nei,“ sagði hann og brosti út í annað. Þeir sem hafa beðið jafn lengi og Heimir og svo margir áhugamenn um íslenska knattspyrnu eftir því að upp- lifa þessa stund ættu að hafa góðan skilning á viðbrögðum hans þegar stigið sem þurfti var í höfn. eirikur@365.is Biðin er loksins á enda Íslenska karlalandsliðið er komið áfram á stórmót í knattspyrnu í fyrsta sinn en jafntefli gegn Kasakstan í gær dugði strákunum okkar til að tryggja farseðilinn á EM í Frakklandi. Gríðarlegur fögnuður braust út í leikslok á Laugardalsvelli. Það skein af strákunum gleðin eftir að þeir tryggðu sig inn á lokakeppni Evrópumótsins í knattspyrnu en þetta er í fyrsta sinn sem karlalandsliðið kemst á lokakeppni í stórmóti. Hér fagnar Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði liðsins, af innlifun en hann fékk rautt spjald stuttu áður. Strákarnir luku leik með tíu manns inni á vellinum síðustu mínúturnar en héldu það út með miklu öryggi í fjarveru fyrirliðans. Fréttablaðið/Vilhelm Þetta er afrakstur mikillar vinnu afar margra aðila. Það er það besta við þetta allt saman. Allir hafa lagt gríðarlega mikið á sig. Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari 7 . S E P T E M B E R 2 0 1 5 M Á N U D A G U R16 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 6 -0 9 -2 0 1 5 2 3 :1 1 F B 0 5 6 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 5 F E -3 3 8 C 1 5 F E -3 2 5 0 1 5 F E -3 1 1 4 1 5 F E -2 F D 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 5 6 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.