Fréttablaðið - 07.09.2015, Side 53

Fréttablaðið - 07.09.2015, Side 53
fréttablaðið 4x30 Poppstjarnan Beyoncé fagnaði 34 ára afmæli sínu á  föstudaginn og bað af tilefninu fjölskyldu og vini um að til- einka sér lag sem minnti þau á ein- hvern hátt á gæðastundir sem þau hefðu átt með söngkonunni. Listinn var síðan birtur á heimasíðu hennar auk stuttra kveðja frá vinum og fjöl- skyldu. Eiginmaður Beyoncé, rapparinn Jay-Z, tileinkaði lagið Yellow með hljómsveitinni Coldplay og sagði það minna hann á þegar þau hjónakornin fóru saman í frí, ástfangin upp fyrir haus og gleymdu sér hvort í öðru. Þriggja ára dóttir þeirra, Blue Ivy, tileinkaði einnig mömmu sinni lag og valdi Part of Your World úr teiknimyndinni Litlu hafmeyjunni og í kveðjunni frá dótturinni segir að Beyoncé syngi lagið margoft fyrir dóttur sína. Beyoncé bað nákomna um lag á afmælisdaginn Beyoncé og Jay-Z hafa verið gift frá árinu 2008 og eignuðust dótturina Blue Ivy árið 2012. NordicPhotos/Getty Leikarinn Hugh Jackman hefur lýst því yfir að hann myndi alvarlega íhuga það að taka hlutverk njósnar- ans að sér stæði það til boða. Jackman hefur leikið Wolverine í X-Men myndunum og myndum um sjálfan Wolverine en stefnt er að því að síðustu myndirnar í seríunum komi út árið 2017. Leikarinn sagði í viðtali í ástralska spjallþættinum The Program að hann hefði verið orðaður við hlut- verk njósnarans fyrir nokkrum árum en það hefði verið á svipuðum tíma og X-Men ævintýrið var að hefjast. Nú stæði hins vegar betur á og hann myndi alvarlega íhuga að taka að sér hlutverkið. Talsvert hefur verið rætt um hver það verði sem taki við keflinu af Dani- el Craig, sem leikið hefur Bond frá árinu 2005, og hefur breski leikarinn Idris Elba einnig verið orðaður við hlutverkið. Jackman næsti Bond? Hugh Jackman yrði án efa flottur Bond. David Beckham og Victoria Beck- ham fengu sér hvolp á dögunum og hefur myndband af hvolpinum á hlaupum vakið talsverða athygli á internetinu. Þar sést hvolpurinn hlaupa frá David í átt að Victoriu, sem tekur upp myndbandið. Hvolpurinn fékk nafnið Olive og er af tegundinni Cocker Spaniel. Hann er fjórða gæludýr fjölskyldunnar en fyrir eiga þau tvo bulldog-hunda og einn shar-pei. Victoria mun vera á fullu þessa dagana að undirbúa fatalínu sína fyrir tískuvikuna í New York en hún hleypti tískumerki sínu af stokkunum árið 2008 og hefur tekið þátt í tískuvikunni síðan árið 2011. Victoria var líkt og flestir vita meðlimur í hinni geysivin- sælu hljómsveit Spice Girls sem lagði upp laupana árið 2000 og eiginmaður hennar gerði garðinn frægan á fót- boltavellinum og er einna þekktastur fyrir að hafa leikið með Manchester United. Victoria og David hafa verið gift frá árinu 1999 og eiga fjögur börn saman; synina Brooklyn, Romeo, Cruz og dótturina Harper. Það er því margt um manninn á heimili fjölskyldunnar.  Ný viðbót í Beckham fjölskylduna Idris Elba Victoria og David Beckham hafa verið gift frá árinu 1999. L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 29M Á N U D A G U R 7 . S E P T E M B E R 2 0 1 5 0 6 -0 9 -2 0 1 5 2 3 :1 1 F B 0 5 6 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 5 F E -3 D 6 C 1 5 F E -3 C 3 0 1 5 F E -3 A F 4 1 5 F E -3 9 B 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 5 6 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.