Fréttablaðið - 16.10.2015, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 16.10.2015, Blaðsíða 38
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@365.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Anna Árdís Rósantsdóttir Ránargötu 1, Akureyri, lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri þann 13. október. Jarðarförin fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 19. október kl. 13.30. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélag Akureyrar. Rósa Dagný, Stefán Gunnar og fjölskyldur. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegs bróður okkar, mágs og vinar, Eyþórs Einarssonar frá Moldnúpi, Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Kirkjuhvoli, Hvolsvelli. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Kirkjuhvols fyrir góða og alúðlega umönnun. Guðjón Einarsson Þuríður Kristjánsdóttir Sigríður Einarsdóttir Baldvin Einarsson Sigurveig Haraldsdóttir Guðrún Einarsdóttir Sigurjón Einarsson Auður Jóna Auðunsdóttir systkinabörn og aðrir aðstandendur. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og jarðarför ástkærs eiginmanns, föður, afa og langafa, Jóns Magnúsar Jóhannssonar Sérstakar þakkir til starfsfólks Sóltúns, fyrir þá hlýju og góðu umönnun sem þið veittuð. Erna Hallbera Ólafsdóttir Einar Jónsson Kristín Þ. Magnúsdóttir G. Jóhann Jónsson Elna T. L. Þorbjörnsdóttir Guðrún Jónsdóttir Guðný Jónsdóttir Sigurður Jón Jónsson María Jónsdóttir Börkur Gunnarsson Bjarki Páll Jónsson Sóley Ragnarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Gunnlaugar Kristjánsdóttur (Gullý) Hamraborg 14, Kópavogi. Gunnar Már Óskarsson Brynhildur Stella Óskarsdóttir Óskar Elvar Óskarsson Charlotte Vest Pedersen Óskar Finnur Gunnarsson Harpa Sif Arnarsdóttir Bryndís Gunnarsdóttir Steingrímur Sigurðarson Daði Freyr Gunnarsson Leifur Óskarsson Karen Ósk Björnsdóttir Kristján Már Óskarsson Ísak Funi, Hrafn og Hjörtur. „Við Pálmi Sigurhjartarson töluðum fyrst um þessa tón- leika fyrir sex árum, í heita pottinum í Breiðholtslaug. Nú er komið að þeim,“ segir Trausti Jónsson, verkefna- stjóri hjá Reykjavíkurborg, um tónleika sem haldnir verða í Salnum í kvöld og annað kvöld til að minnast 90 ára afmælis föður hans, Jóns Sigurðssonar, banka- og tónlistarmanns. Jón í bankanum, eins og hann var einatt kallaður, var afkastamikill laga- og texta- smiður. Margt af því sem hann samdi hitti þráðbeint í mark hjá þjóðinni, náði feikna vinsældum þegar það kom út á 6. og 7. áratugnum og hefur lifað. Hann gerði texta við öll sín lög en einn- ig orti hann við lög annarra eftir pöntunum. Ljóðið Ég er kominn heim, sem Óðinn Valdimarsson gerði fyrst vin- sælt í kringum 1960 með KK sextetti, er eitt þeirra. Það kann hvert mannsbarn á Íslandi í dag og hefur verið nefnt „hinn nýi þjóðsöngur“. Trausti var í tíu ár með föður sínum í hljómsveit sem lék á böllum úti um alla borg. „Við vorum oft í Hreyfilshús- inu á laugardögum og á Hótel Borg á sunnudögum. Svo fór pabbi í bankann morgun- inn eftir, alveg sama hversu mikið var að gera í spila- mennskunni. Pabbi neitaði aldrei giggi. Ég spurði mömmu ein- hvern tíma af hverju hann spilaði svona mikið, hann þyrfti þess ekki peninganna vegna, en auðvitað var það hans líf og yndi. Þá sagði hún mér frá þeim dögum, sem ég mundi ekkert eftir, þegar þau áttu varla fyrir salti í grautinn og spilamennskan bjargaði buddunni. Eftir það sagði pabbi aldrei nei.“ Flytjendur á tónleikunum í Salnum segir Trausti ekkert minna en frábæra. „Við erum með Heru Björk Þórhallsdótt- ur og Þór Breiðfjörð, Jogvan Hansen kemur sérstaklega frá Færeyjum til að syngja. Pálmi Sigurhjartar er tónlistarstjóri og við hinn flygilinn er Ást- valdur Traustason. Við erum með trommuleikara Íslands, Ásgeir Óskarsson, Jón Rafns- son eðalkontrabassaleikara og Harald Gunnlaugsson, gríðargóðan gítarleikara. Einnig koma fram tvær ungar söngkonur, Kristbjörg Lára Gunnarsdóttir og Þórunn Soffía Snæhólm, svo syngur Hjördís Geirs með Heru dóttur sinni Ég bíð við bláan sæ og Gunni og Felix taka tvö lög, Komdu niður og Úti í Hamborg.“ Spurður hvort hann ætli ekkert að spila sjálfur svarar Trausti: „Nei, en ég fæ að syngja eitt lag.“ gun@frettabladid.is Pabbi neitaði aldrei giggi Flestir Íslendingar þekkja lögin Vert’ ekki að horfa, Einsi kaldi úr Eyjunum, Komdu í kvöld og Ég er kominn heim. Þau munu hljóma á tónleikum í Salnum, ásamt mörgum fleirum, til heiðurs höfundinum, Jóni Sigurðssyni bankamanni (1925-1992). Reynitré í Sandfelli í Öræfum var fyrir skemmstu útnefnt tré ársins 2015 af Garðyrkjufélagi Íslands. Tréð var gróðursett árið 1923 við prestssetrið Sandfell. Það verk unnu Þorbjörg Odd- bergsdóttir og systir hennar, Anna Oddbergsdóttir, hús- freyja á staðnum, kona séra Eiríks Helgasonar. Skyldfólk prestshjónanna var meðal þeirra gesta sem mættu við útnefninguna og skreytti Anna Sigríður Helgadóttir athöfnina með söng. Á eftir var viðstödd- um boðið að þiggja veitingar í Hótel Skaftafelli. Reynirinn er stakt, marg- stofna tré. Hann var hæðar- mældur við athöfnina af Bjarna Diðriki Sigurðssyni, prófessor við Landbúnaðarháskólann, og reyndist vera 11,98 m. Í Sandfelli er að finna minnis varða um landnáms- konuna Þorgerði sem þar bjó fyrst. Síðasti bærinn í Sand- felli var jafnaður við jörðu árið 1974 og hafði þá verið í eyði í tæp 30 ár. Upplýsingaskilti um hann stendur skammt frá hinum þrautseiga reyni sem staðið hefur af sér margt storm- viðrið því við Sandfell koma einhver sterkustu hvassviðri sem mælast á okkar landi. gun@frettabladi.is Þrautseigur reynir tré ársins Tré ársins stendur föstum fótum undir Sandfellsfjalli. Mynd/Gun „Við Pálmi Hjartarson töluðum fyrst um þessa tónleika fyrir sex árum í heita pottinum í Breiðholtslaug. nú er komið að þeim,“ segir Tryggvi sem heldur á syninum, Bjarti Rukundo. FRéTTaBlaðið/VilHelM Merkisatburðir 1612 Eldgos brýst út í Kötlu. 1890 Landshöfðingi vígir fyrsta síma sem lagður var á Íslandi á milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar. Í Fjallkonunni er fyrirbærið kallað „málþráður“. 1902 Landakotsspítali er tekinn í notkun, hann er reistur og rekinn af Sankti Jósefssystrum. 1923 Walt Disney stofnar Disney-fyrirtækið ásamt bróður sínum Roy. Jón Sigurðsson var afkastamik- ill tónlistar- og textahöfundur. Auðvitað var þetta hans líf og yndi. 1 6 . o k t ó b e r 2 0 1 5 F Ö S t U D A G U r22 t í m A m ó t ∙ F r É t t A b L A ð i ð tímAmót 0 2 -1 1 -2 0 1 5 1 0 :2 1 F B 0 5 6 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 6 C 0 -D C 8 0 1 6 C 0 -D B 4 4 1 6 C 0 -D A 0 8 1 6 C 0 -D 8 C C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 5 6 s _ 1 5 1 0 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.