Fréttablaðið - 16.10.2015, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 16.10.2015, Blaðsíða 52
Aðeins örfáar sýningar: Sun. 18. okt . kl . 13.00 Sun. 1. nóv. kl . 13.00 Sun. 15. nóv. kl . 13.00 Sun. 22. nóv. kl . 13.00 Barnasýning ársins Sproti ársins Gríman 2015 - DV - S.J. Fréttablaðið Ég er ekki búin að gefa út lag síðan ég tók þátt í Eurovision og er búin að vera að hugsa mikið um hvað ég eigi að gera,“ segir María Ólafsdóttir söngkona sem líkt og vel flestir vita tók þátt í söngvakeppni Evrópskra sjón- varpsstöðva fyrir Íslands hönd í maí síðastliðnum. „Valdi vinur minn samdi lagið og leyfði mér að heyra. Ég féll strax fyrir því og samdi texta við lagið,“ segir María og bætir við: „Þetta er í raun- inni fyrsti textinn sem ég skrifa sjálf, ég hjálpaði aðeins til við textann við Eurovision-lagið.“ Þrátt fyrir að hafa ekki áður reynt fyrir sér sem textahöfundur segir María textasmíðina hafa gengið frem- ur átakalaust fyrir sig. „Ég heyrði demó af laginu, hlustaði á það nokkrum sinnum og svo kom bara textinn á einu kvöldi,“ segir hún. „Ég held að flestir geti tengt við textann að einhverju leyti. Hann fjallar um það að líða illa en hafa verið á stað þar sem manni líður betur og vilja komast á hann aftur.“ María söng lagið Tek lítil skref, eða Unbroken líkt og það útleggst á ensku í Vín. Lagið vakti lukku hér á landi en komst ekki upp úr undankeppninni þar ytra. María segir nýja lagið laust við Eurovision-fílinginn. „Ég myndi segja að þetta væri svolítið frábrugðið því sem ég hef verið að gera en það er samt alveg minn stíll,“ segir hún glöð í bragði og bætir við: „Ég vil ekki festast í Eurovision-Maríu.“ Og þegar hún er spurð að því hvort hún stefni á að taka þátt í Eurovision á næstunni er svarið stutt og laggott: „Allavega ekki í ár, en aldrei að segja aldrei.“ Hún segir stefnuna setta á að halda áfram að senda frá sér nýtt efni og undanfarið hafi hún verið að fá tilboð frá lagahöfundum. „Ég ætla að halda áfram. Það hefur líka verið áhugi að utan frá erlendum lagahöfundum sem eru búnir að vera að senda umboðs- manninum mínum demó. Þannig að ég er að skoða það og vonandi gerist eitthvað í því.“ Annars er nóg um að vera hjá söng- konunni þar sem líkt og hjá öðrum í hennar geira er að fara í hönd einn annasamasti tími ársins, sjálf jóla- törnin og mun hún meðal annars að syngja á Jólagestum Björgvins Hall- dórssonar og á jólatónleikum Friðriks Ómars auk þess sem hún bregður sér reglulega í gervi Sollu Stirðu. Og þrátt fyrir að hafa staðið á sviði fyrir framan margar milljónir þá viður- kennir hún að það sé ögn taugatrekkj- andi að gefa út eigið efni í fyrsta sinn en lagið verður frumflutt á Bylgjunni í dag klukkan 14.00. „Ég er mjög spennt en það er líka smá hnútur í maganum af því að þetta er fyrsta lagið, en maður verður nátt- úrulega að byrja einhvers staðar.“ gydaloa@frettabladid.is Tekur lítil skref í átt frá Eurovision-Maríu María Ólafsdóttir gefur út sitt fyrsta lag í dag. Söngkonan samdi textann við lagið Someday. Thoughts are running through my mind Its so hard to leave some things behind What if and what will happen if I don’t get this right Trying hard to let things go If I cry than my weakness starts to show I can’t keep on living like this anymore You always say Keep your head up Life is waiting Show the world Who you really are Someday I’ll find the way Gotta hold on Gotta be strong To get back on the road Where I used to be before before Thoughts are running through my mind About the day you came into my life You picked me up and said that every­ thing will be fine Never wanna let you go This feeling is real, aint growing old I will never be alone, on my own You always say Keep your head up Life is waiting Show the world Who you really are Someday I’ll find the way Gotta hold on Gotta be strong To get back on the road Where I used to be before, before Someday Ég hEyrði dEMó af laginu, hluSTaði á það nokkruM SinnuM og Svo koM bara TExTinn á Einu kvöldi. María er bæði spennt og stressuð fyrir því að lagið komi út. Mynd/Jónatan „Markmið okkar í ár er að vera með mun hærra hlutfall af erlendum flytjendum,“ segir Björn Steinbekk, skipuleggjandi tónlistarhátíðarinn- ar Sónar Reykjavík sem fer fram 18. til 20. febrúar á næsta ári. Í gær voru fyrstu flytjendurnir sem koma fram á hátíðinni tilkynntir. Þeirra á meðal er Hudson Mohawke, sem er á mála hjá G.O.O.D. Music, plötufyrirtæki í eigu Kanye West, og hefur meðal annars unnið með Drake. Hudson Mohawke nýtur mikilla vinsælda, meðal annars á YouTube, þar sem lögin hans hafa verið spiluð í tugi milljóna skipta. „Hann kemur til okkar í samstarfi við Red Bull Music Academy. Við höfum reynt að fá hann til okkar áður, við erum mjög hrifin af honum. Red Bull er nú orðið einn af okkar stærstu bakhjörlum. Við erum mjög hrifnir af því að fá fyrirtækið inn. Red Bull sér um eitt svið á hátíðinni, þar sem tónlistarmenn sem fóru í Aka- demíuna koma fram. Við ætlum að vinna meira með þeim og tengja saman erlenda og íslenska flytjendur á smærri tónleikakvöldum.“ Þess má geta að Auðunn Lúth- ersson, ungur tónlistarmaður, fékk inngöngu í akademíu Red Bull á dögunum og fer til Parísar í nóvem- ber, þar sem hann mun koma fram og sitja fyrirlestra hjá þekktum frönskum listamönnum. „Á næstu tveimur vikum munum við tilkynna um fleiri listamenn sem koma fram á Sónar. Við munum breikka hópinn sem kemur fram,“ bætir Björn við. Hátíðin fer fram í Hörpu, að vanda, þar sem verða fimm svið. Meðal þeirra sem var tilkynnt um að kæmu fram á hátíðinni í gær eru Úlfur Úlfur, Squarepusher, Holly Herndon, Oneothrix Point Never og Rødhåd. Auk þess koma Appa- rat Organ Quartet, Sturla Atlas og GANGLY fram í Hörpu í febrúar á næsta ári. – kak ánægð með að fá hudson Mohawke Björn Steinbekk heldur Sónar. 1 6 . o k t ó b e r 2 0 1 5 F Ö S t U D A G U r36 L í F i ð ∙ F r É t t A b L A ð i ð Lífið 0 2 -1 1 -2 0 1 5 1 0 :2 1 F B 0 5 6 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 6 C 0 -9 2 7 0 1 6 C 0 -9 1 3 4 1 6 C 0 -8 F F 8 1 6 C 0 -8 E B C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 5 6 s _ 1 5 1 0 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.