Fréttablaðið - 16.10.2015, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 16.10.2015, Blaðsíða 20
Í dag 19.15 Þór Þ. - Keflavík Þorlákshöfn 19.15 Njarðvík - Höttur Ljóngryfjan 19.00 Grude - Fram Framhús 19.30 Hapoel - ÍBV Eyjar 20.00 Haukar - Zomimak Ásvellir 19.00 Stjarnan - KR Sport HD 21.00 Frys.com-Open Golfstöðin 22.00 Körfuboltakvöld Sport HD Það er 49 ára gamall leikmaður inni á vellinum að spila með Snæfelli. Þunnt er það #dominos365 #korfu- bolti Hjörtur Davíðsson @hjorturdavids Stjarnan úr leik Stjarnan komst ekki áfram í 16 liða úrslit Meistaradeildar evrópu í fótbolta í gær, en liðið tapaði fyrir Zvezda frá rússlandi, 3-1, í seinni leiknum ytra. Stjörnustúlkur töpuðu einnig fyrri leiknum í Garðabænum, 3-1, og einvíginu því saman- lagt 6-2. rússneska liðið sá um að skora öll mörkin í gær en mark Stjörnunn- ar var sjálfsmark heimakvenna. Þetta er annað árið í röð sem Zvezda slær Stjörnuna úr keppni. handbolti Það fara fram þrír evr- ópuleikir á Íslandi í kvöld. kvenna- lið Fram tekur á móti bosníska liðinu Grude autoherc í eHF-bik- arnum, karlalið ÍBV tekur á móti ísraelska liðinu Hapoel ramat Gan í Áskorendakeppni evrópu og loks taka Íslandsmeistarar Hauka á móti makedónska liðinu HC Zomimak í eHF-bikarnum. Þetta er gríðarsterkt lið. Það þriðja besta í Makedóníu á eftir Vardar og Metalurg. Haukar spila báða leikina á heimavelli en seinni leikurinn fer fram á morgun. „Þeir eru ekki eins sterkir á úti- velli og við erum mjög fegnir að sleppa við leikinn í Makedóníu,“ segir Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, en hann segir Hauka koma betur úr því fjárhagslega að kaupa leikinn en fara út. Olís-deildin er samkvæmt styrk- leikalista eHF í ruslflokki. Situr þar í 36. sæti og aðeins fjórar deildir eru taldar vera lakari. kýpur er meðal annars talið vera með sterkari deild. Makedónska deildin er í 8. sæti þessa lista. kemur þar margt til og meðal annars að íslensku liðin eru ekki að nýta þátttökurétt sinn í þessum keppnum. „Mér finnst þetta vera slæm þróun. Íslensku liðin verða að rífa sig upp í þessum málum. Það eru til að mynda aðeins tvö af fjórum liðum sem unnu sér þátttökurétt í ár að taka þátt,“ segir Gunnar ómyrkur í máli en hann skilur ekki forgangs- röðunina hjá sumum félögum. „Vissulega er þetta kostnaðar- samt en á móti kemur að sum lið fara í æfingaferðir til Spánar fyrir mót. Persónulega finnst mér evr- ópukeppnin skila miklu meiru. Við erum vonandi að búa til landsliðs- menn og atvinnumenn. Við erum alltaf að spila við sömu liðin hér heima og nauðsynlegt að fá að spila við önnur lið.” Deildin hér heima hefur verið að veikjast og ungir leikmenn tínast út ár eftir ár. Fyrir ekki svo mörgum árum voru þeir jafnvel lengur enda voru þá Haukar til að mynda að taka þátt í Meistaradeildinni og spila við lið eins og Barcelona og Veszprém. „Það verður að búa til umgjörð fyrir þessa ungu drengi svo þeir vilji vera lengur í íslenska boltanum. Þar skiptir evrópukeppnin miklu máli. Þessi staða er ekki góð.“ – hbg Það er slæm þróun að íslensk lið taki ekki þátt Gunnar Magnússon er hér með strákana á bak við sig, klára í slaginn gegn make- dónska liðinu. FRéttaBlaðið/VilHelM frjálsar HM fatlaðra fer fram í Doha í katar dagana 21.-31. október og Ísland sendir tvo þátttakendur á mótið. Þeir eru spjótkastarinn Helgi Sveinsson og arnar Helgi lárusson sem keppir í hjólastólaspretti. Hinn 36 ára gamli Helgi ætlar sér stóra hluti sem fyrr en hann er ríkjandi heims- og evrópumeistari í flokki F42. Í Doha verður í fyrsta skipti keppt í sameiginlegum flokki F42, 43 og 44. „Ég verð kominn út ellefu dögum fyrir keppni og fæ tíma til þess að venjast hitanum sem betur fer,“ segir Helgi. „Markmiðin mín hafa alltaf verið fyrsta sætið og ég hef aldrei farið leynt með það. Stefnan er sett á gull og ekkert annað.“ Helgi tvíbætti heimsmetið í upp- hafi sumars og er sífellt að bæta sig. Hvað getur hann kastað langt? „Ég er búinn að æfa mjög vel upp á síðkastið. Spjótkast er aftur á móti furðuleg íþrótt. Það er hægt að vera í mjög góðri þjálfun en kasta illa. Þetta snýst um að hitta inn á rétta kastið. Ég tel mig eiga það kast inni alveg klárlega. Bætingin er þarna einhvers staðar ef ég næ að tengja alla hlutina hjá mér.“ er Helgi bætti heimsmetið í maí kastaði hann yfir 54 metra en um mánuði síðar var hann búinn að kasta 57,36 metra sem er núverandi heimsmet. Hann á sér draum um að kasta ákveðna vegalengd. „Markmið mitt hefur alltaf verið að kasta yfir 60 metra. Ég hef verið lygilega nálægt því á æfingum. Ég hef verið að kasta alveg á 60 metra línuna þannig að ég veit vel að ég get það. Þetta er þarna og ég verð að hitta á það.“ Áfram verður keppt í þessum sameiginlega flokki á Ólympíumóti fatlaðra í ríó næsta sumar. „Samkeppnin er núna mun harðari en hún hefur nokkurn tíma verið með þessari sameiningu. Þessir strákar í hinum flokkunum eru minna fatlaðir en ég og aflim- aðir fyrir neðan hné. Þeir eru að kasta miklu lengra en þeir sem eru í mínum flokki og ég verð því bara að æfa meira og vinna þá,“ segir Helgi. „Þetta er allt annar leikur og þetta er skemmtileg áskorun.“ henry@frettabladid.is Stefnan er sett á gullverðlaun Spjótkastarinn Helgi Sveinsson ætlar sér stóra hluti á HM fatlaðra sem fer fram í Katar í lok mánaðarins. Hann keppir í nýjum sameiginlegum flokki og samkeppnin verður því mun meiri en áður. Helgi setur sér háleit markmið fyrir HM eins og venjulega. FRéttaBlaðið/SteFáN dominosdeildin.is SNÆFELL Stefán Karel Torfason HAUKAR Helena Sverrisdóttir GRINDAVÍK Jóhann Árni Ólafsson kki.is 57,36 m heimsmet helga í spjótkasti domino’s-deild karla ÍR - tindastóll 90-103 Darrell lewis fór hamförum í Selja- skóla og skoraði 37 stig fyrir tinda- stól sem vann fyrsta leikinn undir stjórn Finnans Pieti Poikola. FSu - Grindavík 84-85 stigahæstir: Ari Gylfason 23, Chris Ander- son 17 - Jón Axel Guðmundsson 16/10/10 - Jóhann Á. Ólafsson 13. Ómar Sævarsson skoraði sigur- körfuna fyrir Grindavík eftir tíundu stoðsendingu jóns axels sem tryggði um leið fyrstu þrennu vetrarins. Haukar - Snæfell 86-60 stigahæstir: Stephen Madison 24, Finnur Atli Magnússon 18 - Sherrod Wright 17, Sigurður Þorvaldsson 15. kári jónsson, skotbakvörður Hauka, var grátlega nálægt þrennunni en hann lauk leik með 14 stig, 11 frá- köst og 8 stoðsendingar. 1 6 . o k t ó b e r 2 0 1 5 f Ö s t U d a g U r20 s p o r t ∙ f r É t t a b l a ð i ð Sport olís-deild karla Valur - Víkingur 29-26 Markahæstir: Orri Freyr Gíslason 7 - Karolis Stropus 6. nýr litháískur leikmaður nýliða Víkings sýndi ágæta takta og skoraði sex mörk í sínum fyrsta leik en enn tapa Víkingar. Grótta - ÍR 31-29 Markahæstir: Júlíus Þ. Stefánsson 9, Viggó Kristjánsson 9 - Arnar Birkir Hálfdánsson 9. nýliðar Gróttu ætla heldur betur að bíta frá sér í vetur en þeir unnu akureyri í síðustu umferð og tóku annan leikinn í röð í gær. Fram - afturelding 20-14 Markahæstir: Sigurður Örn Þorsteinsson 7 - Birkir Benediktsson 5. Varnarleikur Framara og markvarsla kristófers Fannars Guðmundssonar lögðu grunninn að öðrum sigri Framliðsins í röð. efri hlutinn Valur 16 ÍBV 12 Haukar 12 Fram 10 UMFa 10 Neðri hlutinn ÍR 8 Grótta 6 FH 6 Akureyri 4 Víkingur 2 0 2 -1 1 -2 0 1 5 1 0 :2 1 F B 0 5 6 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 C 0 -F F 1 0 1 6 C 0 -F D D 4 1 6 C 0 -F C 9 8 1 6 C 0 -F B 5 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 5 6 s _ 1 5 1 0 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.