Fréttablaðið - 16.10.2015, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 16.10.2015, Blaðsíða 46
Hvað? Hvenær? Hvar? Föstudagur 16. október 2015 Tónlist Hvað? Komdu í kvöld Hvenær? 20.30 Hvar? Salurinn, Hamraborg 6, Kópavogi Jón Sigurðsson, eða Jón í bankanum eins og hann var oft kallaður, á heiðurinn af nokkrum helstu dægur- perlum Íslands. Hann hefði orðið níræður á þessu ári hefði hann lifað og ætlunin er að heiðra minn- ingu hans í kvöld. Hver man ekki eftir Einsa kalda úr Eyjunum, Ég er kominn heim, Komdu í kvöld, Úti í Hamborg og fleiri sígildum dægur- perlum sem glatt hafa landsmenn alla í gegnum tíðina. Þór Breiðfjörð, Jógvan Hansen, Hera Björk, Gunni og Felix, Hjördís Geirsdóttir ásamt fleiri gestum munu sjá um sönginn en hljómsveitarstjórn er í höndum Pálma Sigurhjartarsonar. Verð 4.900 krónur. Hvað? Tónleikar Quest Hvenær? 23.00 Hvar? Bar 11, Hverfisgötu 18, Reykjavík Hljómsveitin Quest treður upp á Bar 11. Enginn aðgangseyrir og tilboð á barnum til miðnættis. Hvað? Lúðrasveit Tónlistarskóla Sel- tjarnarness ásamt sólistum Hvenær? 17.00 Hvar? Eiðistorg, Seltjarnarnesi Margir helstu djassgeggjarar landsins koma fram með skólalúðrasveit Tón- listarskóla Seltjarnarness á tónleikum undir stjórn Kára Einarssonar. Tón- leikarnir eru til heiðurs bæjarlista- manninum Helga Hrafni Jónssyni, sem ánafnaði sveitinni starfsstyrkinn sem hann hlaut við útnefninguna. Hvað? Emmsjé Gauti og félagar á Prikinu Hvenær? 23.00 Hvar? Prikið, Bankastræti 12 Reykjavík Emmsjé Gauti og félagar verða á græjunum á Prikinu í kvöld. Tilboð á barnum. Hvað? Jónas Sigurðsson og Ritvélar framtíðarinnar Hvenær? 21.00 Hvar? Café Rosenberg, Klapparstíg 25, Reykjavík Hljómsveitin er margrómuð fyrir lif- andi tónlistarflutning og áhorfendur líkja því við góðan sálfræðitíma að hlusta á boðskapinn í textum Jónasar en hann hefur farið víða um land undanfarnar vikur með Héðni Unn- steinssyni rithöfundi þar sem þeir hafa rætt um lífið og tilveruna. Verð 2.500 krónur. Hvað? Extreme chill festival show- case #1 Hvenær? 20.00 Hvar? Húrra, Tryggvagötu 22, Reykjavík Hugmyndin með þessum kvöldum er að kynna fremstu og ferskustu raf- tónlistarmenn landsins en kvöldin munu verða haldin annan hvern mánuð, fram að festivalinu sjálfu. Verð 1.000 krónur. Hvað? Tónleikar Pamyua Hvenær? 20.30 Hvar? Gamla bíó, Ingólfsstræti 2a, Reykjavík Hljómsveitin Pamyua er hljómsveit skipuð inúítum, þekkt fyrir fönk-tón- list. Pamyua kemur fram á The Arctic Art Show, sem haldið er í miðborg Reykjavíkur. Hvað? Pabbi þarf enn að vinna – Tíu ára afmælistónleikar Baggalúts Hvenær? 22.00 Hvar? Græni hatturinn, Hafnar- stræti 96, Akureyri Í ár eru 10 ár síðan fyrsta hljóm- skífa Baggalúts, Pabbi þarf að vinna, kom út. Af því tilefni ætlar sveitin að bruna norður og halda sérlega afmælistónleika í höfuðvígi sínu, Græna hattinum. Lofar sveitin hressandi sveitatónlist, íþrótta- mannslegri spilamennsku, drengi- legri hegðun og hófstilltum gaman- málum. Leiklist Hvað? Mávurinn Hvenær? 20.00 Hvar? Borgarleikhúsið, Listabraut 3, Reykjavík Mávurinn fjallar um lífið sjálft, en þó einkum um líf í listum, ástir og ástleysi. Símon elskar Maríu, María elskar Konna, sem elskar Nínu, sem elskar rithöfundinn sem elskar bara sjálfan sig. Vonlausir listamenn, virtir eða misheppnaðir, reyndir eða barnalegir, í upphafi ferils eða við endalok hans. Verð 2.750 krónur. Fyrirlestrar og ráðstefnur Hvað? Arctic Circle Hvenær? 8.00 Hvar? Harpa, Austurbakka 2, Reykjavík Hringborð Norðurslóða er einstakur alþjóðlegur vettvangur þar sem saman koma pólitískir leiðtogar, stjórnendur fyrirtækja, sérfræðingar í umhverfismálum, fulltrúar frum- byggja, leiðtogar, frumkvöðlar, vís- indamenn og fleiri aðilar víðsvegar að úr heiminum. Megintilgangur þingsins er að skapa opinn og lýð- ræðislegan vettvang fyrir umræður og samstarf um málefni Norður- slóða. Hvað? Allskonar stúdentar í aðgengi- legu félagslífi Hvenær? 12.00 Hvar? Við Hámu í Háskóla Íslands, Sæ- mundargötu 4, Reykjavík. Stúdent við HÍ tilheyrir stúdentasam- félaginu, og þar með, félagslífi stúd- enta við HÍ. Stúdentar eru allskonar og öll viljum við geta skemmt okkur saman á jafnréttis- og jafningjagrund- velli. En getur verið að sumir stúdentar hafi ekki aðgang að félagslífinu? Getur verið að vísindaferðir, partí og árshá- tíðir séu haldnar á óaðgengilegum stöðum? Getur verið að stúdentar mæti fordómum í félagslífinu vegna fötlunar? Er einhver munur á fötl- uðum og ófötluðum stúdentum í pub- quiz? Þessar spurningar og fleiri verða skoðaðar frá ýmsum sjónarhornum svo sem efnislegu aðgengi, óefnislegu aðgengi, jafnrétti, mannréttindum og almennri mannvirðingu. Hvað? Við lærum og þau af okkur Hvenær? 11.40 Hvar? Kennaraháskóli Íslands, stofa H202, Stakkahlíð, Reykjavík Rannsóknarstofa í þroskaþjálfa- fræðum og starfstengt diplómanám fyrir fólk með þroskahömlun stendur fyrir hádegiserindi um hlutverk men- tora í háskólanámi. Nemendum á Menntavísindasviði gefst þess kostur að gerast mentor fyrir nemendur í starfstengdu dipl ómanámi fyrir fólk með þroskahömlun. Í erindinu verður fjallað um mentoranámskeiðið, men- torahlutverkið út frá sjónarhorni dipl- ómanema, mentora, samnemenda og kennara. Erindinu lýkur á opnum umræðum um hlutverk mentora í háskólanámi. Uppákomur Hvað? Lokapartí Jafnréttisdaga Hvenær? 18.30 Hvar? Loft Hostel, Bankastræti 7, Reykjavík Vaginaboys, Tonik Ensemble, uppistand, stamkennsla, hið spaugilega við hið „eðlilega“, DJ Seastone, og háalvarlegar og óeðli- legar panel-umræður með Gerði Kristnýju, Arnari Eggerti, Ilmi Kristjáns, Hrafni Jónssyni og Dóru Ísleifs, og umræðum stýrir trúður- inn Aðalheiður sem er hugarfóstur Völu Kristínar Eiríksdóttur leik- konu. Nú vitum við alls konar um okkur; hinsegin, femínisma og loftslagsbreytingar, fötlun í fantasíum, jafnrétti og íslam, karla, atgervissóun, trans og intersex, frjálsar geirvörtur og samþættingu, svo nú er tími til að taka saman lokaspjall og dilla okkur undir ómótstæðilegum tónum. Enginn aðgangseyrir og öll velkomin! Hvað? Sólarferðalag Hvenær? 20.00 Hvar? Norræna húsið, Sturlugötu 5, Reykjavík Á líf okkar sem búum á norður- hveli jarðar hefur sólin, eða réttara sagt fjarvera sólarinnar, gríðarleg áhrif. Markmiðið með þessu verk- efni, Sólarferðalaginu, er að koma með ljós á myrka staði í norðrinu. Listakonurnar sem standa að verkefninu hitta fólk og ferðast um með sólina áður en hún sest á þak Norræna hússins. Listakon- urnar Christine Istad og Lisa Pacini hafa ferðast með Sólina frá Ósló til Tromsø og eru nú komnar til Íslands. Sólin er stór ljósskúlptúr. Að ferðast með sólina er stór hluti verksins. Ferðalagið er skrásett og því miðlað í gegnum samfélags- miðla og blogg. Hera Björk syngur í Salnum í kvöld. Það verður mikið um að vera í lokapartíi Jafnréttisdaga á Lofti hosteli í kvöld og mun hljómsveitin Vaginaboys meðal annars troða upp. FréttaBLaðið/SteFán Ein besta gamanmynd þessa árs með Óskarsverðlaunaleikurunum Robert DeNiro & Anne Hathaway.  VARIETY  THE WRAP  ROLLING STONE  USA TODAY  TOTAL FILM  TIME OUT LONDON  TIME OUT LONDON  EMPIRE KRINGLUNNI NÚMERUÐ SÆTI AKUREYRI KEFLAVÍK ÁLFABAKKA PAN ÍSLTAL 3D KL. 5:30 PAN ENSKT TAL 2D KL. 8 CRIMSON PEAK KL. 8 - 10:30 LEGEND KL. 10:30 INSIDE OUT ÍSLTAL 2D KL. 5:50 PAN ÍSLTAL 2D KL. 3 - 5:30 PAN ÍSLTAL 3D KL. 3 - 5:30 PAN ENSKT TAL 2D KL. 3 - 5:30 - 8 - 10:30 LEGEND KL. 8 - 10:40 BLACK MASS KL. 9 - 10:10 BLACK MASS VIP KL. 5:20 - 10:40 EVEREST 3D KL. 8 - 10:40 EVEREST 2D KL. 6 EVEREST 2D VIP KL. 8 VACATION KL. 8 INSIDE OUT ÍSLTAL 2D KL. 3:40 - 5:50 TÖFRAHÚSIÐ ÍSLTAL 3D KL. 4 PAN ÍSLTAL 3D KL. 5:30 PAN ENSKT TAL 2D KL. 5:30 - 8 CRIMSON PEAK KL. 8 - 10:40 LEGEND KL. 8 - 10:30 BLACK MASS KL. 10:30 THE INTERN KL. 5:20 EVEREST 3D KL. 5:20 - 8 - 10:35 PAN ÍSLTAL 2D KL. 5:30 PAN ÍSLTAL 3D KL. 5:30 LEGEND KL. 8 - 10:40 BLACK MASS KL. 8 - 10:40 THE INTERN KL. 8 PAN ÍSLTAL 3D KL. 5:30 PAN ENSKT TAL 2D KL. 8 ÞRESTIR KL. 8 THE WALK 3D KL. 10:10 CRIMSON PEAK KL. 10:30 HÓTEL TRANSYLVANÍA 2 ÍSLTAL 2D KL. 5:50 SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI SÝND Í 2D OG 3D HVERNIG BYRJAÐI ÆVINTÝRIÐ UM PÉTUR PAN? FRÁBÆR FJÖSLYLDUMYND EGILSHÖLL SPARBÍÓ MERKTAR MEÐ GRÆNU EÐA APPELSÍNUGULU KR.950 Á APPELSÍNUGULT OG KR. 1250 Á GRÆNT Nýjasta meistaraverk Guillermo del Toro sem fær hárin til að rísa  THE NEW YORKER  HITFIX  THE PLAYLIST  TIME OUT LONDON CRIMSON PEAK 8, 10:30 PAN 3D ÍSL 5 ÞRESTIR 5:50 KLOVN FOREVER 8, 10:30 EVEREST 3D 5, 8 SICARIO 10:10 HÓTEL TRANSYLV. 2D ÍSL 3:50 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar Miðasala og nánari upplýsingar Stille Hjerte 18:00, 20:00 Stúlkurnar á Kleppjárnsreykjum 18:00 Pawn Sacrifice 17:45 Jóhanna - Síðasta orrustan 20:00 Rams / Hrútar 20:00 In the Basement 22:00 HAPPY HOUR Á BARNUM 17-20 Sýningartímar á eMiði.is og miði.is 1 6 . o k T ó b e r 2 0 1 5 F Ö S T U D A G U r30 M e n n i n G ∙ F r É T T A b L A ð i ð 0 2 -1 1 -2 0 1 5 1 0 :2 1 F B 0 5 6 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 6 C 0 -B 9 F 0 1 6 C 0 -B 8 B 4 1 6 C 0 -B 7 7 8 1 6 C 0 -B 6 3 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 5 6 s _ 1 5 1 0 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.