Fréttablaðið - 16.10.2015, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 16.10.2015, Blaðsíða 6
ÍS L E N S K A /S IA .I S /L Y F 7 65 38 1 0/ 15 www.lyfja.is Lægra verð í Lyfju Panodil-dagar í október 20% afsláttur af Panodil lausasölulyfjum - Lifi› heil stjórnmál Stjórnmálaflokkarnir fá greiddar samtals 286 milljónir króna úr ríkissjóði í ár. Flokkarnir fá greitt í hlutfalli við gild atkvæði sem þeim voru greidd í síðustu kosningum. Sjálfstæðisflokkurinn fékk mest greitt, eða tæplega 81 milljón. Framsóknarflokkurinn fékk næstmest eða 74 milljónir. Flokkur heimilanna og Dögun fá minnst, eða rétt rúmar 9 milljónir hvor. Stjórnmálaflokkarnir fá greitt samkvæmt lögum um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóð- enda og um upplýsingaskyldu þeirra. Greiðslur eru samkvæmt ákvörðun fjárlaga hverju sinni. Stjórnmálasamtök sem hafa fengið minnst einn mann kjörinn á þing eða náð að lágmarki 2,5 prósentum atkvæða eiga rétt á framlögum. Í fyrra fengu stjórnmálaflokk- arnir 262 milljónir, 289 milljónir þar áður og 295 milljónir árið 2012. Greiðslurnar síðustu fjögur árið nema því rúmum 1.100 milljónum króna. – jhh Tæpar 300 milljónir til flokkanna Stjórnmálaflokkarnir hafa fengið rúmar 1.100 milljónir á fjórum árum. Fagnaðarfundir fyrrverandi ráðamanna stóriðja Thorsil hefur tryggt sér 87 MW raforku fyrir kísilmálmverk- smiðju í Helguvík að sögn Hákonar Björnssonar, forstjóra Thorsil. Hvorki Landsvirkjun né Orkuveita Reykjavík- ur ætla að útvega fyrirtækinu raforku. „Við erum búnir að tryggja okkur samning um 87 MW raforku fyrir verksmiðju okkar í Helguvík. Hvaðan það kemur get ég ekki upplýst um á þessu stigi málsins en það upplýsist fljótlega,“ segir Hákon. Nú þurfi aðeins samþykki Eftirlits- stofnunar EFTA á samningum. „Við erum að klára alla þætti fjármögn- unar. Það hefur dregist vegna þess að raforkusamningar hafa ekki verið tryggðir fyrr en nú. Nú getum við því gengið hreint til verks.“ Hákon vildi hvorki gefa upp verð á raforku né hver seldi þeim orkuna. Í langan tíma hefur verið talað um að raforka sé að verða uppseld í landinu og því 87 MW torsótt nema frekari virkjanir líti dagsins ljós í náinni framtíð. Magnús Þór Gylfason, yfirmaður samskiptasviðs Landsvirkjunar, segir ekki liggja fyrir samning milli fyrir- tækisins og Thorsil. „Að öðru leyti tjáum við okkur ekki venju samkvæmt um viðræður við einstaka aðila,“ segir í svari Magnúsar. Eiríkur Hjálmarsson, upplýsinga- fulltrúi Orkuveitu Reykjavíkur, neitar einnig að Thorsil fái raforku frá Orku- veitunni. Ásgeir Marteinsson, forstjóri HS Orku, vildi ekkert tjá sig við blaða- mann um málið þegar eftir því var leitað. Sagðist hann ekkert hafa um málið að segja. Fjárhagsstaða Reykjanesbæjar er slæm. Skuldir sveitarfélagsins eru um 42 milljarðar króna og Reykjaneshöfn skuldar þar af um 7 milljarða. Að mati Kjartans Más Kjartans- sonar, bæjarstjóra í Reykjanesbæ, skiptir það höfuðmáli fyrir fjárhag sveitarfélagsins að uppbygging hefj- ist í Helguvík. „Ef ekkert gerist þá mun fjárhags- stjórn verða sett yfir fjármál sveitar- félagsins,“ segir Kjartan Már. „Það er mjög mikilvægt að raforka fáist inn á svæðið svo hægt sé að fara að fá arð af fjárfestingunni í Helguvík.“ Reykjaneshöfn fékk í gær frest kröfuhafa til að greiða afborgun lána að upphæð um 100 milljónir króna. Fresturinn er til 30. nóvember. Á sama tíma samþykkti stjórn Reykjaneshafnar beiðni Thorsil um að fresta greiðslu gatnagerðargjalda, vel á annað hundrað milljóna króna, til 15. desember. sveinn@frettabladid.is Fullyrðir að raforkusamningur sé í höfn Forstjóri Thorsil segir samninga liggja fyrir milli Thorsil og heildsala raforku um afhendingu 87 MW raforku. Ekki er gefið upp hvaðan orkan eigi að koma. Hvorki Landsvirkjun né Orkuveita Reykjavíkur segjast tryggja Thorsil raforku. Forstjóri HS Orku segist ekki tjá sig. Ljóst er að frekari virkjunarframkvæmda er þörf ef allir aðilar í Helguvík eiga að fá næga raforku til framleiðslu sinnar. FréttabLaðið/GVa Fyrrverandi forsetinn Vigdís Finnbogadóttir og fyrrverandi forsætisráðherrann Jóhanna Sigurðardóttir léku á als oddi við frumsýningu á nýrri heimild- armynd um Jóhönnu í Bíói Paradís. Myndin er eftir Björn B. Björnsson og fjallar um síðustu mánuði Jóhönnu á stóli forsætisráðherra. FréttabLaðið/ViLHeLm 1 6 . o k t ó b e r 2 0 1 5 F Ö s t U D a G U r6 F r é t t i r ∙ F r é t t a b l a ð i ð 0 2 -1 1 -2 0 1 5 1 0 :2 1 F B 0 5 6 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 C 0 -B 9 F 0 1 6 C 0 -B 8 B 4 1 6 C 0 -B 7 7 8 1 6 C 0 -B 6 3 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 5 6 s _ 1 5 1 0 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.