Fréttablaðið - 12.10.2015, Qupperneq 8
PI
PA
R\
TB
W
A
•
S
ÍA
Gleraugnaverslunin þín
MJÓDDIN
Sími 587 2123
FJÖRÐUR
Sími 555 4789
SELFOSS
Sími 482 3949
15-50%
afsláttur af
umgjörðum
ÚTSALA
StjórnSýSla Opinberum störfum
á Vesturlandi hefur fækkað um
nærri 23 stöðugildi á síðustu
tveimur árum þrátt fyrir þá stefnu
stjórnvalda að fjölga störfum í
landsbyggðunum. Haraldur Bene-
diktsson, þingmaður Sjálfstæðis-
flokksins, segir ekki hafa gengið
nógu vel að flytja verkefni út á land
og margar stofnanir vítt og breitt
um landið geti auðveldlega tekið
við fleiri verkefnum og aukið við
sig mannskap.
Vífill Karlsson, forstöðumaður
Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi,
hefur tekið saman hagvísi fyrir Vest-
urland. Í skýrslunni kemur fram að
þrátt fyrir fjölgun opinberra stofn-
ana á Vesturlandi hefur störfum þar
fækkað á einungis tveimur árum.
Störfum fækkaði mest á vegum
mennta- og menningarmálaráðu-
neytis eða um rúmlega 46 stöðugildi
sem helst verður rakið til þriggja
framhaldsskóla og Landbúnaðar-
háskólans á Hvanneyri.
„Okkur hefur ekki gengið nægi-
lega vel að flytja verkefni út á land.
Að mínu mati ættum við að setja
okkur skýr markmið um að 5-10
prósent starfa hins opinbera verði
skilgreind án staðsetningar. Þar er
hægt að nýta starfsmannaveltu til
að fjölga störfum án staðsetning-
ar,“ segir Haraldur. „Við erum ekki
aðeins að sjá þetta á Vesturlandi
heldur vítt og breitt um landið. Ég
geri mér hins vegar miklar vonir um
að við náum að fjölga störfum, jafnt
opinberum sem og í einkageiranum
á næstu árum og munum vinna að
því verkefni. Við eigum að búa til
sem fjölbreyttust störf alls staðar á
landinu.“
Einnig kemur fram í hagvísi Vífils
Karlssonar að af þeim 10 krónum
sem ríkissjóður fær í tekjur af Vest-
urlandi fara aðeins sjö krónur til
baka á svæðið. Því sé að mati Vífils
ákveðin slagsíða í „ríkisfjárjöfnuði“
svæðisins eins og hann orðar það.
„Þetta er grafalvarlegt ástand og
óviðunandi að þetta sé að gerast
þegar menn halda stöðugt áfram
að tala um fjölgun starfa á lands-
byggðinni,“ segir Lilja Rafney
Magnúsdóttir, þingkona VG. „Síðan
gerist þetta hægt og hljótt á bak við
tjöldin. Við þurfum að taka þetta
alvarlega og stjórnarmeirihlutinn
verður að skoða tillögur sínar við
fjárlagagerð með þessar staðreynd-
ir til hliðsjónar.“
sveinn@frettabladid.is
Færri störf þótt
stefnan sé að
fjölga störfum
Störfum hins opinbera á Vesturlandi hefur fækkað
um 23 á tveimur árum. „Óviðunandi ástand,“ segir
Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður VG.
Mest fækkun stöðugilda hins opinbera á svæðinu síðustu tvö ár hefur verið í
Borgarbyggð. Mestu munar á sviði menntamála. FréttaBlaðið/VilhelM
náttúruvernd Landvernd fagnar
því að náttúruvernd sé gert hátt
undir höfði í nýrri ferðamálastefnu
sem kynnt var fyrir helgi.
Að mati samtakanna felst í
stefnunni viðurkenning á að nátt-
úran sé hornsteinn ferðaþjónust-
unnar og að hana beri að vernda.
Telur Landvernd nú þurfa að stíga
skrefið til fulls og sameina starfsemi
níu stjórnsýslueininga sem hafa
umsjón með landi í eigu ríkisins og
að fulltrúi náttúruverndarsamtaka
ætti að eiga sæti í stjórnstöð ferða-
mála til að auka þekkingu og aðhald
í náttúruverndarmálum.
Í nýrri stefnu ferðamála er
lagt til að umsjá þjóðgarða, frið-
lýstra svæða og þjóðlendna verði
á einum stað í framtíðinni til að
tryggja skilvirka stjórnsýslu, nátt-
úruvernd og skerpa á rekstrarfor-
sendum. „Landvernd fagnar þessu
sem fyrsta skrefi en við viljum
ganga enn lengra í að sameina þá
opinberu aðila sem fara með umsjá
lands,“ segir Guðmundur Ingi Guð-
brandsson, framkvæmdastjóri
Landverndar.
Hann bendir á að umsjá og stjórn-
sýslu verndarsvæða og lands í eigu
ríkisins sé núna fyrir komið á níu
stöðum í stjórnsýslunni. „Og því
er best að koma þessu fyrir á einni
hendi til að tryggja þessa sömu
þætti og ný ferðamálastefna leggur
áherslu á,“ segir hann. – sa
Fagna nýrri stefnu í náttúruvernd
Landvernd fagnar
þessu sem fyrsta
skrefi en við viljum ganga
enn lengra.
Guðmundur Ingi
Guðbrandsson
framkvæmdastjóri
Landverndar
1 2 . o k t ó b e r 2 0 1 5 M á n u d a G u r8 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð
0
2
-1
1
-2
0
1
5
1
0
:2
1
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
6
C
0
-9
C
5
0
1
6
C
0
-9
B
1
4
1
6
C
0
-9
9
D
8
1
6
C
0
-9
8
9
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
0
4
8
s
_
1
1
1
0
2
0
1
5
C
M
Y
K