Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - maj 2015, Qupperneq 6

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - maj 2015, Qupperneq 6
6 Aðalbakarí við Aðalgötu á Siglufirði var stækkað nýverið á glæsilegan hátt til gleði og ánægju allra viðskiptavina. Hjónin Jakob Kárason og Elín Þór Björnsdóttir eiga heiðurinn af þessu. Að öllum vörum ólöstuðum eru sírópskökurnar vinsælastar. Byrjunina á ævintýrinu má rekja til þess að þau keyptu neðri hæðina við Aðalgötu 28, þar sem bakaríið er, af Leó Ólasyni árið 1995. Opnuðu bakarí þar um verslunarmannahelgina sama ár. Þá störfuðu þar fjórir starfsmenn. Á þessum tíma var annað bakarí starfandi og því erfitt að komast inn á lítinn markað. Reksturinn var því erfiður fyrstu árin. Jakob var við nám í bakaraiðn í bakaradeild Menntaskólans í Kópavogi á þessum tíma en verklegi meistarinn var Ingimar Láka í gamla Leifsbakaríi. Það hafði lengi blundað í þeim hjónum að fara út í atvinnurekstur og þegar Jakob ákvað að læra bakaraiðn lá það beint við að hefja rekstur. Þess má geta að Elín bjó yfir mikilli reynslu en hún hefur unnið í bakaríi frá 15 ára aldri með hléum. Fyrstu árin seldu þau eigöngu eigin framleiðsluvörur í bakaríinu en smám saman hefur fyrirtækið verið að þróast og settu þau á stofn veisluþjónustu sem hefur fallið mjög vel að rekstrinum. Með tilkomu Héðinsfjarðarganga má svo segja að algjör kúvending hafi orðið á rekstri bakarísins. Eftir að hafa þjónustað Samkaupsbúðina á Siglufirði í fjölda mörg ár reyndist þeim auðvelt að komast í viðskipti við Samkaupsbúðina á Ólafsfirði og síðan Dalvík. Þegar hér er komið sögu var bakaríið löngu sprungið og vantaði tilfinnanlega stærra húsnæði auk þess sem þau höfðu hugmyndir um að breyta rekstri fyrirtækisins. Það var síðan árið 2014 sem þau festu kaup á Aðalgötu 26, Aðalbúðinni gömlu, og opnuðu síðan verslun og kaffihús þar ásamt litlum sal þar sem meðal annars eru beinar útsendingar af tjaldi fyrir knattleiki og aðrar uppákomur. Í fermetrum talið stækkaði rýmið um meira en helming. Í dag tæplega ári síðar er húsnæðið þegar orðið of lítið undir reksturinn. Fastir starfsmenn eru núna níu auk lausafólks sem er á bilinu 5-6. „Við eins og allir aðrir í þjónustu á Siglufirði finnum fyrir mikilli aukningu ferðamanna, bæði innlendra og erlendra. Siglufjörður er og hefur verið mikið í umræðunni fyrir sögu sína og marga spennandi hluti í uppbyggingu ferðamála sem hefur skilað sér til allra þjónustuaðila í bænum“ segir Jakob að lokum. Ljósmyndari: Kristján L. Möller. Ljósmyndari: Kristján L. Möller. Aðalbakarí Siglufirði Ljósmyndari: Kristján L. Möller.

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.