Breiðholtsblaðið - 01.04.2006, Blaðsíða 8

Breiðholtsblaðið - 01.04.2006, Blaðsíða 8
APRÍL 20068 Breiðholtsblaðið Þegar Sigþrúður Ingimundar- dóttir, hjúkrunarfræðingur, innti mig eftir því hvort ég tæki áskor- un hennar um að segja Breið- hylltingum frá því hvað ég hvað ég væri að lesa um þessar mund- ir jánkaði ég því. Fór ég þá að gera mér grein fyrir hvað þessi vetur hefur verið einhliða í bókavali. „Krimmar“ hafa verið aðallega á náttborðinu og hafa Agatha, Arnaldur og Viktor Ingólfssson verið þar efst í bunkanum. Agöthu Cristie og Arnald Ind- riðason kannast flestir við sem hafa gaman af glæpasögum, en Viktor Ingólfsson er kannski ekki eins vel þekktur. Ég hef lesið allar bækur hans sem komið hafa út og líkað vel þótt Flateyjargátan stan- di samt upp úr. Ég ákvað að bæta úr „Krimma“ lestrinum, brá mér í sólarlandafrí og tók nýjustu bók Jóns Kal- manns, Sumarljós og svo kemur nóttin, með mér og hafði mjög gaman af. Hef ég ekki áður lesið bók eftir Jón. Mannlýsingar hans og frásögn af mannlífinu í sveita- þorpi og sveitinni þar í kring er ákaflega lifandi og skemmtileg. Ætla mætti að hann hafi verið í sveit eða alist upp í slíku um- hverfi. Eitt vandamál var þó hjá mér við lesturinn, og voru það þær mörgu persónur sem koma fyrir í sögunni að ég þurfti alltaf að vera að fletta aftur í bókinni. Gott hefði verið að hafa persónuskrá eins og stundum er gert. Í sólarfríinu las ég samt sem áður enn einn „krimmann“. Ljúf er sumarnótt í Færeyjum, eftir færeyska höfundinn Jógvan Isak- sen. Var hún hin skemmtilegasta lesning og kannski ennfrekar af því að ég kom til Færeyja í fyrsta skipti fyrir 2 1/2 ári og las þessa bók því með öðrum augum en ég annars hefði gert. Ein er sú bók sem lendir oft á náttborðinu mínu og mig langar að minnast á. Heitir hún Ég lifi og er saga pólska Gyðingsins Martin Gray, skráð af Max Gallo. Segir hún á áhrifaríkan hátt frá sögu hans gegnum stríðið, lífinu í gettóinu í Varsjá og baráttunni fyrir því að halda lífi. Hann missir foreldra og bræður, en kemst til ömmu sinnar í Ameríku. Eins og sönnum Gyðing tekst honum að komast áfram í lífinu og verða ríkur. Hann kynnist konu og eign- ast fjölskyldu á ný. Þau flytja til Suður-Frakklands og lifa þar ein- földu og heilbrigðu lífi, eignast þrjú heilbrigð börn og allt virðist ganga þeim í hag. En á einum degi í október árið 1970 missir hann þau öll frá sér í miklum skógar- eldum. Svo þegar uppi er staðið er maður eiginlega hissa á að hann skuli lifa þrátt fyrir allar þær hörmungar sem hann hefur geng- ið í gegnum. Ég ætla að skora á dótturdóttur mína og nöfnu Þóru Björgu Sig- marsdóttur, nemanda í 10. bekk Ölduselsskóla og segja okkur frá því hvað hún er að lesa, fyrir utan skólabækurnar. Hefur hún alla tíð lesið mikið og fjölbreytt efni. Hvaða bók/bækur ertu að lesa? borgarblod.is Valur Sveinbjörnsson sýnir málverk í Boganum í Gerðu- bergi um þessar mundir. Valur er frístundamálari en naut til- sagnar í myndlist í Myndlista- og handíðaskóla Íslands á yngri árum. Hann hefur einnig starfað sem vélvirki, unnið um borð á togurum og einnig varðskipun- um. Um fimmtugsaldur fór hann að fást við að mála af fullum krafti á nýjan leik og sækir efni- við að hluta til sjómennskunnar. Sýningin skiptist nokkuð í tvennt. Annars vegar í andlits- myndir þar sem hann dregur gjarnan fram hið gamansama í fari manneskjunnar. Í ýktum and- listdráttum fær hver einstakling- ur sitt viðmót eins og listamaður- inn hefur skynjað en sökum þess Valur beitir stílfæringu til þess að ná auknum og stundum nokkuð yfirdrifnum áhrifum fram og því verður erfiðara fyrir áhorfandann að fylgja honum eftir og átta sig á hvert hann er að fara. Til þess hefði raunverulega þurft að þekk- ja til viðkomandi einstaklinga að einhverju leyti. En hvað sem því líður verða karlarnir hans einkar lifandi og eftirminnilegir. Þeir gefa sitthvað af sér hver með sínu lagi rétt eins og ætla má að fjölbreytt- ur hópur skipsfélaga hafi gert á langri siglingaleið. Um borð eru menn nánari og kynnast með öðr- um hætti en annarsstaðar. Þess- um áhrifum er Valur að skila í myndverkum sínum. Hins vegar sýnir Valur málverk er eiga sér ýmsar uppsprettur þótt breytilegt landslag liggi víð- ast að baki mótívum hans. Hann hefur tileinkað sér hina óhlut- bundnu aðferð greinilega undir áhrifum frá abstrakt tímabilinu og áhrifum þess og nýtir rúm þess og möguleika til þess að túlka myndir er eiga sér upphaf í nátt- úrunni. Hann fylgir þó ekki neinni fastmótaðri stefnu eða aðferð en fer þess í stað nokkuð vítt um í efnismeðferð sinni. Sumar mynda hans fylgja formum strangflatar- ins meira en aðrar þar sem að- eins gætir naviískra áhrifa og sumstaðar skreytinga inni í myndfletinum sem ekki eiga alltaf fulla samleið með myndefninu og túlkun hans að öðru leyti. Sterk- ustu hliðar Vals sem myndlistar- manns liggja þó í hinu óhlut- bundna málverki en andlitsmynd- ir hans eru jafnan svo hlaðnar persónulegum tilfinningum að þær segja aðeins lítið um hann sem andlitsmálara. Hann er frem- ur að mála tilfinningar sínar gagn- vart viðkomandi mótívum en að hið eiginlega portrett sé í fyrir- rúmi. Valur Sveinbjörnsson í Boganum í Gerðubergi Áhrifa sjómennskunnar gætir víða í verkum Vals Sveinbjörns- sonar. Þóra Þórsdóttir Frístundaheimilin í Breiðholti eru í dag fimm talsins. Auk þess er í gangi tilraunaverkefni með sérstakt frístundaheimili ein- göngu ætlað fyrir þriðja og fjórða bekk úr Fella- og Hóla- brekkuskóla sem staðsett er í frí- stundamiðstöðinni Miðbergi. Til þess að bjóða upp á sem fjölbreyttast starf með börnunum höfum við tekið upp ýmsar nýj- ungar svo sem Púlsa og Dóta- banka. Púlsar eru starfsmanna- skipti á milli frístundaheimila þar sem einu sinni í viku kemur nýr starfsmaður og kynnir eitthvað nýtt fyrir börnunum. Sem dæmi má taka að í ár bauð Frissi fríski, frístundaheimilið í Ölduselsskóla upp á skutlugerð og Denni dæma- lausi í Seljaskóla bauð upp á páskaföndur. Dótabankinn er alveg nýr af nálinni og var hrint í framkvæmd nú um mánaðarmótin. Þá fjárfesti hvert frístundaheimili í einhverju skemmtilegu dóti sem fer á milli heimila og auðgar frístund barn- anna. Að lokum er vert að minn- ast á skráning fyrir næsta ár í frí- stund stendur nú yfir á www.reykjavik.com Púlsar og dótabanki hjá frístundaheimilunum

x

Breiðholtsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.