Breiðholtsblaðið - 01.07.2006, Síða 2

Breiðholtsblaðið - 01.07.2006, Síða 2
Landsbankinn varð 120 ára þann 1. júlí sl. en þann dag árið 1886 var bankinn opnaður í Bakarabrekku sem síðar var nefnd eftir bankanum og heitir í dag Bankastræti. Upphaflegt hlutverk Landsbankans var að auka peningaviðskipti lands- manna og efla atvinnuvegina. Í 120 ár hefur bankinn staðið vörð um þetta markmið. Afmæl- isins var minnst með glæsilegum og fjölbreyttum hætti um allt land og reyndar verður afmælis- ins minnst um allt árið. Í miðborg Reykjavíkur var boð- ið upp á súkkulaðitertu sem teygði sig eftir Austurstrætinu, pylsur og drykkur við hlið Alþing- ishúsins, leiktæki fyrir börnin, dans- og hljóðfæraleikur m.a. í Austurstræti og við styttu Jóns Sigurðssonar, fótbolta með risa- bolta á Austurvelli og skemmti- dagskrá á Ingólfstorgi. Gefnir voru um 300 fótboltar. Úti á landsbyggðinni var einnig boðið upp á skemmtidagskrá. Á glæsilegum listaverkavef Landsbankans er sýning á lista- verkum Jóhannes S. Kjarvals í eigu bankans. Á vefnum er að finna flest öll Kjarvalsverk í eigu bankans auk umfjöllunar um hvert verk. Þegar fram í sækir verða verk fleiri listamanna sýnd á listaverkavefnum. Sýning á verkum Jóhannesar Kjarvals í eigu Landsbankans er haldin í Gerðarsafni í júlí. Sýnd eru 35 málverk og teikningar Kjarvals. Glæsileg afmælishátíð Landsbankans Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri og Björgólfur Guðmundsson, stjórnarformaður Landsbankans taka undir almennan söng á Ingólfstorgi. JÚLÍ 20062 Breiðholtsblaðið Útgefandi: Borgarblöð ehf. Vesturgötu 15 • 101 Reykjavík Sími: 511 1188 • 561 1594 Fax: 561 1594 Auglýsingasími: 511 1188 • 561 1594 • 895 8298 Netfang: borgarblod@simnet.is Ritstjóri: Þórður Ingimarsson, Sími: 551 1519 • 893 5904 Netfang: thord@itn.is Framkvæmda- og auglýsingastjóri: Kristján Jóhannsson Umbrot: Valur Kristjánsson Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins Dreifing: Íslandspóstur 7. tbl. 13. árgangur Breiðholtsblaðið er gefið út í 9000 eintökum og dreift frítt í hvert hús í Breiðholtinu. Hreinsunarátak á laugardaginn S T U T T A R B O R G A R F R É T T I R Nýtt hverfisráð í Breiðholti Nýtt hverfisráð hefur verið kjörið fyrir Breiðholtshverfi og hefur ráðið aðsetur í Þjónustu- miðstöð Breiðholts, Álfabakka 12. Í hverfisráðinu eiga sæti: Guð- laugur Sverrisson, formaður, Ótt- arr Guðlaugsson og Stefán Jó- hann Stefánsson og til vara: Linda Birna Magnúsdóttir, Elísabet Ólöf Helgadóttir og Guðmundur Har- aldsson. Sex leikvellir teknir til starfa ÍTR hefur tekið við rekstri sex leikvalla í hverfum borgarinnar. Starfsemi er hafin í öllum þeirra og byggir hún á því rótgróna starfi vallanna sem fyrir voru. Leikvellir þessir eru ætlaðir börnum á aldrinum tveggja til sex ára og hugmyndafræðin að baki þeim er að efla aðstöðu til þroskavænlegra útileikja í öruggu umhverfi. Vefsetur borgarinnar fær góða einkunn Vefur Reykjavíkurborgar fær mjög góða einkunn í alþjóðlegri könnun þar sem vefir borga í 100 löndum voru metnir samkvæmt mælikvarða um gæði vefseta. Mælikvarði þessi hefur verið not- aður frá árinu 2003 og tekur til 98 þátta sem einkenna eiga góða og notendavæna vefi. Könnunin nær til þátta á borð við öryggi og per- sónuvernd, notendaviðmót, efnis- innihald, þjónustu og þátttöku borgarbúa. Vefur Reykjavíkurborgar hafn- aði í 12. sæti en í efsta sæti þegar hann er borin saman við vefsetur höfuðborganna á Norðurlöndum. Þá hafnaði hann í fjórða sæti í samanburði vefsetra höfuðborga allra Evrópuþjóða. Vefur Seoul borgar í Suður Kóreu lenti í efsta sæti, vefur New York borgar í öðru sæti og vefur Hong Kong í því þriðja. Þegar þessi könnun var fyrst gerð árið 2003 var vefur Reykjavíkurborgar í 27. sæti, neðstur Norðurlandaþjóða. Það eru Rutgers háskóli í USA og Sungkyankwan í Kóreu sem fram- kvæma þessa könnun í samstarfi við ýmsar virtar stofnanir og má þar nefna Sameinuðu þjóðirnar og fjölda stofnana sem hafa raf- ræna stjórnsýslu að viðfangsefni. Verður áratuga hundabanni aflétt? Reykvíkingar mega eiga von á að áratuga umdeildu banni við hundahaldi í borginni verðu aflétt. Á fyrsta fundi nýs Umhverf- isráðs Reykjavíkur var meðal ann- ars lögð fram tillaga að breytingu á samþykkt um hundahald í Reykjavík. Þar er lagt er til að banni við hundahaldi verði aflétt í borginni og það leyft að uppfylltum sömu skilyrðum og nú er. Breytingarnar á reglum um hundahald yrðu felldar inn í gildandi samþykkt um hundahald í Reykjavík nr. 52/2002. Þetta þýðir að almenna reglan yrði að hundahald yrði heimilað í Reykjavík að fengnu leyfi og uppfylltum skilyrðum í stað þess að veita undanþágur frá banni við hundahaldi eins og nú er. Aldurstakmörkin afmáð Engin aldurstakmörk verða í tónlistarnámi í Reykjavík eftir að meirihluti menntaráðs Reykjavík- ur samþykkti að fella úr gildi ákvæði um aldurshámark nem- enda við úthlutun fjármagns til tónlistarnáms. Aldurstakmörkin voru ætið um- deild og með þessum breytingum hafa nemendur aukið val og jafn- ari tækifæri til tónlistarnáms óháð aldri. F egrunardagurinn sem efnt verður til á laugardaginn kemur erfyrsti hluti af sérstöku átaki borgaryfirvalda til að fá almenning ogfyrirtæki til að taka þátt í að hreinsa, bæta og hugsa vel um um- hverfi sitt. Ætlunin er að fá borgarbúa til liðs við starfsmenn borgar- innar í því að snyrta hverfin, tína rusl, hreinsa veggjakrot, leggja torf- ur, laga net á fótboltamörkum, kantskera, sópa og bæta girðingar. Breiðholtsbúar mega vera stoltir af því að vera fyrstir til þess að njóta þessarar vakningar sem hafin er í umhverfismálum í borginni. Von- andi verða þeir duglegir að mæta og taka til hendinni og sýna um- hverfisátakinu og hverfinu sínu vilja í verki. Breiðholtið verði leiðandi A nnað mál sem vert er að vekja athygli á er verkefni umhverfis-hóps sem starfað hefur á vegum vinnuskóla Reykjavíkurborgarí Miðbergi í Breiðholti. Hugmyndavinna um betra umhverfi hef- ur farið fram á vegum ungmennanna og margt athyglisvert hefur litið þar dagsins ljós. Meðal annars hugmynd um að hvert borgarhverfi eignist sinn sérstaka einkennislit. Breiðholtið nálgast nú fertugsaldurinn og hverfið er löngu orðið næst- um fullbyggt. Því hefur lítið verið um nýframkvæmdir þar á undan- förnum árum ef frá eru taldar vegtengingar við Reykjanesbrautina. Ný hverfi hafa verið að rísa á öðrum stöðum og kröftum borgarsamfélags- ins því eðlilega verið beint þangað í meira mæli. Of stórt væri tekið til orða að segja að Breiðholtið væri í niðurnýðslu enda hafa margir af íbúum þess lagt metnað í sitt nánasta umhverfi, hýbýli sín og lóðir, þótt skort hafi á nægilega áherslu á þessi mál af hálfu borgarinnar. Sú tilfinning grípur þó engu að síður þann sem fer um þetta fjölmennasta borgarhverfi Reykjavíkur og raunar alls lands- ins að það hafi setið eftir. Hverfið hafi gleymst þegar byggingu þess var lokið og kröftunum beint að öðrum svæðum og stöðum. Í hug- myndavinnu ungmennanna, sem starfa á vegum Vinnuskólans í Mið- bergi, kemur m.a. fram að hverfið einkennist af grámyglu og gera verði átak til þess að leiða birtu og liti inn í þetta fjölmenna borgarsamfélag. Vonandi verður starf ungmennanna í Miðbergi til þess að hefja vakn- ingu um fegurra og betra Breiðholt. Borgaryfirvöld eru tilbúin að leggja sitt af mörkum og íbúarnir verða einnig að taka við sér og taka þátt í þeirri umbreytingu sem nauðsynleg er. Engin ástæða er til þess að Breiðholtið verði „gleymda“ hverfið í hinu fjölbreytta borgarsamfé- lagi. Hverfi sem drabbast niður vegna þess að því ekki sinnt. Breiðholtið hefur alla burði til þess að verða leiðandi í því umhverfisátaki sem nú er að hefjast. Það er íbúanna og borgaryfir- valda að sameinast um að svo verði. Umferðin og takturinn í þjóðfélaginu G ísli Jónsson, framkvæmdastjóri flutningafyrirtækisins Króks,spjallar við Breiðholtsblaðið að þessu sinni. Í störfum sínumhefur hann komið að mörgum stöðum og aðstæðum þar sem umferðaróhöpp hafa orðið. Hann segir að hjá mörgum þessara óhappa hefði mátt komast ef ekið hefði verið á minni hraða. Hraðinn sé aðal ógnvaldurinn í umferðinni og þótt bílar séu mun öruggari í dag en áður var sé engu minni ástæða til þess að vara við of miklum hraða. Aflmeiri bílar og betri vegir bjóði hættu á hröðum akstri heim. Þá hættu beri að varast. Gísli bendir einnig á annan og mjög athyglisverðan þátt. Hann segir að hraðinn í umferðinni endurspegli takturinn í þjóðfélaginu á hverjum tíma. Þenslan komi glöggt fram í umferðinni. Fólk aki meira. Það aki hraðar og hugsi ekki eins um að fara vel með ökutæki sín vegna þess að auðveldara sé að endurnýja þau. Þegar að þrengi hugi fólk að sparnaði. Það spari eldsneyti og fari betur með ökutækin sem þurfi að endast lengur. Harla aumt er þegar góðæri birtist með þessum hætti. Fólk ber minni virðingu fyrir verðmætum og virðing fyrir lífi og limum fer einnig þverrandi ef tekið er mið af breytingum í umferðinni. Ég - er það fyrsta sem alltof margir ökumenn hugsa um þegar þeir eru komn- ir út í umferðina og þeir sem þannig bregðast við umhvefi sínu á ak- brautunum virðast fleiri þegar fólk hefur það betra. Um 300 ábendingar um hvað betur megi fara komu fram á fundi með Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni borgarstjóra en fundurinn var undanfari um- hverfis- og fegrunarátaks í Breiðholti á laugardaginn kemur. Um 200 manns sóttu fundinn og virtust fundar- menn ánægðir með framtakið. Vilhjálmur Þ. fjallaði m.a. um þá hugarfarsbreytingu í um- gengnismálum sem væri orðin og aðferðir til að efla metnað með fólki til að ganga betur um í Reykjavík. Hann hvatti fólk til að láta borgaryfirvöld vita um það sem brýnt væri að laga. Gísli Marteinn Baldursson, for- maður umhverfisráðs, kynnti nokkra staði í Breiðholtinu sem verða fegraðir og bættir og ræddi einnig um að skapa stemmningu á meðal íbúa til að taka þátt í fegrunarátakinu 22. júlí. Óskar Bergsson, formaður framkvæmdaráðs, benti á ábyrgð allra til að sinna um- hverfinu vel og nefndi þar ein- staklinga, fyrirtæki og borgina og að allir þyrftu að vinna sam- an að þessu verkefni. Á meðal þeirra hugmynda sem fram komu um fegrum um- hvefis má nefna að laga gang- stéttar sem fæstar eru nothæfar fyrir línuskautafólk, fjarlægja ónýtar girðingar, koma upp sparkvöllum við Asparfell og Æsufell, bæta við ruslafötum, planta trjám milli Seljahverfis og Kópavogs. Einnig var rætt um skólalóðir, fjölbreyttari leik- tæki, ný og falleg strætóskýli og að fjarlægja ónotaða gæsluvelli. Þá kom skýrt fram á fundinun að fólk vill engar nýjar bygging- ar í Elliðaárdalinn sem er eitt helsta útivistarsvæði Breiðhylt- inga og fleiri íbúa Reykjavíkur. Um þrjúhundruð ábendingar

x

Breiðholtsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.