Breiðholtsblaðið - 01.07.2006, Qupperneq 5

Breiðholtsblaðið - 01.07.2006, Qupperneq 5
Innan tíðar mun heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu flytja höfuð- stöðvar sínar í Mjóddina í Breið- holti en heimahjúkrunin er þegar flutt þangað. Verið er að ljúka endanlegum fágangi á húsnæðinu en um miðjan ágúst á starfsemi heilsugæslunnar að flytja úr Heilsuverndarstöðvarhúsinu við Barónsstíg samkvæmt samningi við núverandi eiganda hússins. Sala Heilsuverndarstöðvarinnar og flutningur á starfsemi heilsu- gæslunnar hefur verið nokkuð umdeildur og hefur heilbrigðis- starfsfólk, sem starfar á Lands- spítala Háskólasjúkrahúsi við Hringbraut og sinnir einnig verk- efnum fyrir Heilsugæsluna, látið í ljósi óánægju með þessa tilhög- un. En af hverju var ákveðið að flytja starfsemi, sem um áratuga skeið hefur verið í Heilsuverndar- stöðinni í nágrenni Landsspítal- ans og nú Landsspítala háskóla- sjúkrahúss í Mjóddina í Breið- holti. Breiðholtsblaðið rekur hér lítillega sögu málsins. Mun hærra söluverð en gert hafði verið ráð fyrir Aðdraganda þessa máls má rekja til sölu á húsi Heilsuvernd- arstöðvarinnar á síðasta ári sem aftur má rekja til þess að sam- komulag hafði ekki náðst um við- hald byggingarinnar á milli eig- enda hennar, sem voru ríki og Reykjavíkurborg. Viðhaldi hafði því verið ábótavant um árabil þegar samkomulag náðist um að að selja húsið þannig að það kæmist á hendi eins aðila sem bæri síðan ábyrgð á viðhaldi þess. Rætt var um að ríkið leysti hlut Reykjavíkurborgar til sín en samkomulag náðist ekki um verð- mæti hússins og var Heilsuvernd- arstöðin í framhaldi af því auglýst til sölu á almennum fasteigna- markaði. Þeim möguleika mun þó hafa verið haldið opnum að ríkið gengi inn í tilboð um kaup á hús- inu þegar það bærist. Sú stað- reynd að ekki var búið að leysa húsnæðismál heilsugæslunnar, sem þarf á yfir þrjú þúsund fer- metra húsnæði að halda fyrir starfsemi sína, styrkir það sjónar- mið að ætlunin hafi verið að starf- rækja heilsugæsluna þar áfram þótt nýir eigendur tækju við eign- arhaldi og rekstri hússins. Af því varð þó ekki og ástæða þess að öllum líkindum sú að kauptilboð sem barst í húseignina var mun hærra en gert hafði verið ráð fyr- ir. Fyrirtækið Mark-hús bauð 980 milljónir króna í Heilsuverndar- stöðina en verðmæti hússins hafði verið áætlað á bilinu 600 til 700 milljónir. Hið háa kaupverð hefur að öllum líkindum gert nýj- um eiganda hússins erfitt um vik að bjóða Heilsuverndarstöðinni það leiguverð sem stofnunin gat gengið að með góðu móti. Því var farið að huga að nýju húsnæði fyrir starfsemi hennar. VISA plássið losnaði En af hverju var ákveðið að flyt- ja starfsemi Heilsugæslunnar í Mjóddina í Breiðholti. Ástæða þess var einfaldleg sú að þar var húsnæði í boði. Um er að ræða húsnæði í eigu Landsafls, sem er í eigu Landsbanka Íslands. Hluti þessa húsnæðis er við Álfabakka 16 og losnaði þegar starfsemi VÍSA Íslands var flutt þaðan á Laugaveg 77 þar sem losnað hafði um húsrými vegna breytinga í húsanotkun bankans. Landsafl festi einnig kaup á húsnæði við Þönglabakka þar sem áður hafði verið rekinn keilusalur og bauð þetta húsnæði til samans til af- nota þegar Ríkiskaup auglýstu eftir húsnæði undir heilsugæsl- una. Alls bárust fjögur tilboð í að hýsa þessa starfsemi, frá Lands- afli, Mark-húsi og tveimur aðilum sem áttu eftir að byggja þau hús sem þeir voru að bjóða. Nokkuð ljóst er að tilboð Landsafls hefur verið hagstæðara en önnur tilboð sem bárust, þar á meðal frá Mark- húsi, þar sem því var tekið þótt gera yrði kostnaðarsamar fram- kvæmdir og endurbætur á hús- næðinu áður en það yrði tekið í notkun. Einnig var ljóst að óá- nægja myndi skapast á meðal starfsfólks með að starfsemin yrði flutt frá Barónstígnum. Fjölmennasti vinnustaðurinn Um 220 manns tengjast starf- semi Heilsugæslunnar og heima- þjónustunnar að jafnaði. Þótt hluti starfseminnar fari fram á heimilum út um alla borgina þá verður þetta langfjölmennasti vinnustaður í Mjóddinni og Breiðholtinu öllu. Með flutningn- um verður Heilsugæslan nær því að vera miðsvæðiðs en við Barónsstíginn sé litið til út- breiðslu höfuðborgarsvæðis- ins á síðustu árum og auðveldara verður með bílastæði fyrir viðskiptavini hennar og skjól- stæðinga. Á móti koma ákveðin óþægindi fyrir það starfsfólk, einkum frá Landsspítala Háskólasjúkrahúsi, sem einnig sinnir störfum fyrir heilsugæsl- una og þarf að fara frá Hring- braut eða Eiríksgötu upp í Breið- holt til hlutastarfa af þeim sök- um. „Það er mál sem við þurfum að finna lausn á,“ sagði Guðmundur Einarsson, forstjóri Heilsugæslunnar, í samtali við Breiðholtsblaðið. Einnig hafa komð fram gagnrýnisraddir frá starfsfólki á húsnæðið í Mjódd- inni er bæði snúa að stærð þess og staðsetningu. Ekki er hægt að líta á þær sem óeðlilegar þegar um jafn róttæka breytingu er að ræða á umhverfi svo stórrar starfsstöðvar og raun ber vitni. En hvað sem aðstæðum og skoðanaskiptum um málið líður mun starfsemi Heilsugæslunnar og heimahjúkrunarinnar sem komin í Mjóddina til þess að vera, að minnsta kosti um ófyrir- séðan tíma. JÚLÍ 2006 5Breiðholtsblaðið Hamborgara Búlla Tómasar Bíldshöf›a 18 Bíldshöf›i 18 110 Reykjavík (Vi› hli›ina á Húsgagnahöllinni) Fjölskyldutilbo› 2 stórir ostborgarar, 2 barnaostborgarar Stór skammtur af frönskum, 2 koktelsósur og 2 lítra gos 2.490 kr. (Bættu vi› stórum ostborgara m/frönskum 590 kr.) (Bættu vi› barnaostborgara m/frönskum 390 kr.) S: 577 1888 fiú hringir og pöntunin er tilbúin flegar flú kemur. Tilbo›in gilda einnig í veitingasal. Kve›ja Tommi, Öddi og Ó›inn Opi› 11:30 - 21:00 sunnud-fimmtud og 11:30 - 21:00 föstud-laugard. Ósamkomulag ríkis og borgar og hátt söluverð olli flutningi í Mjóddina

x

Breiðholtsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.