Breiðholtsblaðið - 01.07.2006, Page 19

Breiðholtsblaðið - 01.07.2006, Page 19
Karlalið meistaraflokks Völs- ungs lagði ÍR að velli með fjór- um mörkum gegn einu í Breið- holtinu fyrir skömmu. Frábær leikur Sigþórs Júlíussonar lagði grunninn að sigrinum, en hann lagði upp öll fjögur mörk Völs- ungs í leiknum. ÍR hóf leikinn af nokkrum krafti en Völsungar stóðu pressuna af sér og tókst að ná undirtökum í leiknum með skynsömum leik. Fyrsta mark leiksins kom eftir góðan sprett frá Sigþóri Júl. Hann fékk boltann hægra megin á vallarhelmingi ÍR og brunaði með hann framhjá varnarmanni, eins og að drekka vatn, komst upp að endamörkum og lagði boltann út í teiginn þar sem Andri Valur lagði boltann auð- veldlega í markið. Vel gert hjá Sigþóri og Andra. Eftir markið höfðu Völsungar tögl og hagldir á vellinum, enda reyndu ÍR-ingar nánast undan- tekningalaust langar sendingar fram völlinn sem Björn Hákon átti ekki í erfiðleikum með að stöðva. Danni fór meiddur af leikvelli eftir harða tæklingu, og virtist sárþjáður. Jói kom inn í hans stað og við það voru gerðar skipulagsbreytingar á liðinu sem skiluðu sér í traustari tökum á leiknum. Guðmundur Óli var færður inn á miðjuna úr hægri bakvarðarstöðunni, sem Böbbi fór í, en Jói fór í vinstribakvarð- arstöðuna. Sigþór hélt áfram að stríða ÍR-ingum með klókindum og góðum sendingum. Annað markið kom eftir fasta fyrirgjöf/skot Sigþórs inn í víta- teig þar sem Guðmund Óli kom hlaupandi og stýrði boltanum auðveldlega í netið. Staðan 2-0 og Völsungur með tögl og hagld- ir. ÍR-ingar komu grimmir til leiks í síðari hálfleik og tókst að minnka muninn með marki úr vítaspyrnu, sem enginn áhorf- anda gerði sér grein fyrir hvers vegna var dæmd, strax í upphafi. En Völsungar svöruðu fljótt með fallegu marki. Sigþór Júl fékk boltann inn á miðju vallarins og rak hann fram á við til vinstri. Halldór Fannar kom hlaupandi upp vinstri kantinn og það sá Sigþór fyrstur manna og sendi frábæra stungusendingu inn fyrir vörnina. Halldór Fannar kláraði færið, klobbaði markmanninn, og staðan orðin 1-3. ÍR-ingar héldu svo áfram að negla boltan- um inn í teig, án þess að það vottaði fyrir skynsömum leik, og það skapaði litla sem enga hættu. Fjórða markið kom svo eftir sendingu frá Sigþóri yfir vörnina. Andri var þar aleinn á móti markmanninum og nýtti sér fær- ið vel með því að leika á mark- manninn, sem er fyrrverandi leikmaður KA (algjörlega nauð- synlegt að hafa þennan fróð- leiksmola með), og renna boltan- um í netið. Skömmu áður hafði Andri sloppið í gegn en skaut þá í varnarmann sem stóð á marklínunni. Getumunurinn á liðunum fólst að mestu leyti í Sigþóri Júl, sem lék afar vel sem fremsti miðju- maður. Hann reyndi alltaf að taka boltann niður og spila af skynsemi. Þetta færði liðinu mik- ilvægt jafnvægi, sem skipti sköp- um eftir því sem líða tók á leik- inn. Með Sigþór í liðinu er Völs- ungsliðið til alls líklegt, og ætti að geta komist upp um deild ef liðið heldur áfram að leika eins og það gerði í dag. JÚLÍ 2006 19Breiðholtsblaðið Fréttir Íþróttafélag Reykjavíkur Skógarseli 12 • Sími 587 7080 Myndsími: 587 7081 Tölvupóstur: iradal@isholf.is Sumarnámskeið ÍR hafa geng- ið mjög vel og aðsóknin verið framar vonum. Skráningar eru orðnar 340. Mörgum hefur þurft að vísa frá í júní en í júlí eru enn laus pláss. Þetta á bæði við „Íþrótta- og leikjanámskeiðið“ og „Fjörkálfa í frjálsum og fót- bolta“. Námskeiðin eru mjög fjölbreytt og fara fram eins mikið og mögu- legt er utan dyra. Veðrið hefur ekki verið alveg upp á sitt besta í sumar en krakkarnir eru harðir af sér og gera gott úr íslenskri veðr- áttu. Þegar streitulaus rigning hef- ur verið hafa börnin fengið not af tveimur íþróttasölum ÍR heimilis- ins. Í lok allra námskeiða er grill- veisla í boði Sláturfélags Suður- lands og Brauðbergs en Nettó er annars sérstakur styrktaraðili Fjörkálfanámskeiðsins. Við hvetjum fólk til að skrá börnin sín í júlí og fer skráningin fram, eins og vant er, í ÍR í síma 587-7080 (Elsa). Hér fyrir neðan eru nokkrar skemmtilegar myndir frá námskeiðunum. Frjálsíþróttalandslið Íslands tók þátt í Evrópukeppni lands- liða í Banská Bystrica í Slóvakíu helgina 17. til 18. júní. Keppendur úr röðum ÍR voru þær Jóhanna Ingadóttir sem keppti í langstökki og þrístökki, Fanney Björk Tryggvadóttir sem keppti í stangarstökki og var í sinni fyrstu landsliðsferð og Fríða Rún Þórðardóttir sem keppti í 3000m. og 5000m. hlaupum en þetta var hennar 17. ár með landsliðinu. Jóhanna varð í 8. sæti í langstökki með 5.42 m. og 8. sæti í þrístökki með 11.50 m. Fanney Björk stökk 3.50 m. og varð í 5. sæti með þá hæð. Fríða Rún varð í 6. sæti í 3000 m. hlaupi með 10:03.13 mín sem er ársbest og besti árangur hennar utanhúss síðan 2004, hún varð síðan í 5. sæti í 5000 m. með 18:13.66 mín. ÍR-ingar í Evrópukeppni landsliða Foreldrar og forráðamenn barna sem iðka æfingar hjá ÍR eru vinsamlega beðin um að greiðið æfingagjöldin sem fyrst. Upplýsingar um bankareikninga eða ósk um að skuldfæra á kredit- kort er hægt að fá í síma 587-7080 (Elsa) frá kl. 10-16 alla virka daga, póstfang: irafgr@simnet.is Greiðið æfingagjöldin Einar Daði Lárusson keppti á Norðurlandamóti unglinga í fjöl- þrautum helgina 17. -til 18. júní. Hann var í 5. sæti eftir fyrri dag með 3.065 stig en endaði í 3. sæti með 6.576 stig en annar Íslend- ingur sigraði keppnina. Einar Daði sigraði keppinauta sína í 110 m. grindahlaupi, lang- stökki, hástökki og 1000 m., varð í 2. sæti í 100 m. og 300 m. hlaupi, 9. stangarstökki, 10. sæti í kúlu- varpi og kringlukasti og 11. spjót- kasti. Þetta er hreint frábær ár- angur hjá Einari Daða sem á eftir tvö ár í þessum flokki en hann er aðeins 16 ára gamall og hefur að- eins keppt í tugþraut einu sinni áður þegar hann náði lágmarki á mótið. Frábær árangur Einars Daða Keppt var í 19 greinum á 64. vormóti ÍR. Þokkalegur árangur þrátt fyrir bleytu og mikinn mót- vind í spretthlaupum. Mótið var síðasta mótið fyrir val í landsliðið í frjálíþróttum og var þátttaka því sérlega góð. Í Kaldalshlaupinu sem er minning- arhlaup um Jón Kaldal sigraði Kári Steinn Karlsson á 8:38,93 mín og er þetta í fyrsta sinn sem hann vinnur Kaldalsbikarinn. Nánari úr- slit má sjá á www.fri.is/ mótafor- rit. Keppt í 19 greinum ÍR-ingar náði frábærum ár- angri á Gautaborgarleikunum í frjálsíþróttum en 36 unglingar 12 til 16 ára frá Frjálsíþrótta- deild ÍR tóku nýlega þátt í þessu stærsta unglingamóti í frjálsíþróttum sem fram fer á Norðurlöndum árlega. Alls kepptu þrjú þúsund ung- menni frá 20 löndum á mótinu sem haldið var á hinum víð- fræga leikvangi Ullevi en mótið nefnist Warlds Ungdomsspelen. Þeir sem komust í úrslit og þar með meðal átta bestu í sinni grein voru eftirtaldir ÍR-ingar: Elín Áslaug Helgadóttir varð átt- unda í 60m. grindahlaupi 13 ára telpna, hljóp á 10.28 sek. Valdís Anna Þrastardóttir varð áttunda í spjótkasti 15 ára meyja, kastaði 33.69m., Guðmundur Sverrisson varð sjöundi í spjótkasti drengja 16 til 17 ára, kastaði 51.57m., Hulda Þorsteinsdóttir varð sjötta í stangarstökki 15 ára meyja, stökk 2.98m., Hjalti Garðarsson komst í úrslit í þremur greinum og vann til verðlauna í tveimur þeirra. Hann varð sjöundi í kúlu- varpi 13 ára pilta, kastaði 10.61m., hann varð einnig þriðji í hástökki, stökk 1.60m. og annar í spjótkasti, kastaði 43.41m. Einar Daði Lárusson komst í úrslit í fimm greinum í drengjaflokki 16 til 17 ára og vann ein gullverð- laun, ein silfurverðlaun og ein bronsverðlaun og setti tvö Ís- landsmet í flokki 16 ára. Einar náði 8. sæti í 100m. hlaupi á tím- anum 11.50, varð sjöundi í 200m. hlaupi á 23.62sek, þriðji í 400m. hlaupi á 49.99 sek, annar í 110m. grindahlaupi á 14.57 sek og sigr- aði með glæsibrag í 300m. grindahlaupi á 38.84 sek. Árang- ur Einars í báðum grindahlaup- unum eru Íslandsmet í flokki 16 ára. Árangur Einars Daða er enn athyglisverðari í ljósi þess að hann er á fyrra aldursári í flokki 16 til17 ára en árangur hans sannar að hann er einn af allra efnilegustu unglingum sem fram hafa komið í frjálsíþróttum á Íslandi. Einar Daði er einn þeirra efnilegustu Völsungur rúllaði yfir ÍR Sumarnámskeiðin ganga vel

x

Breiðholtsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.