Breiðholtsblaðið - 01.09.2006, Page 5

Breiðholtsblaðið - 01.09.2006, Page 5
koma víða að skóla- og félagsmál- um innan hverfisins. Hún segir að í sínum huga sé þátttaka í for- eldrastarfi skólanna ákveðin grunnur að þátttöku fólks í lýð- ræðissamfélaginu. Fólk taki höndum saman á vettvangi skól- ans til þess að huga að aðstæð- um barna sinna, kjörum og að- stæðum starfsfólks skólanna og öðrum forsendum góðs skóla- starfs. „Samstarf heimila og skóla er mikilvægt fyrir þroskavænleg uppeldisskilyrði barna og ung- linga og með auknu samstarfi hefur orðið mikil breyting til batnaðar. Við hjá Heimili og skóla höfðum bæði forgöngu um að hvetja og stuðla að samstarfi foreldra og skóla en jafnframt að samskiptum og samstarfi for- eldra innbyrðis og þaðan eru komnar þessar meginreglur sem flestir eru sammála um í dag eins og þær að virða útivistartímann, leyfa ekki foreldralaus partý o.fl.“ Og þarna fannstu þína leið að stjórnmálunum? „Já - þarna voru fyrstu skrefin stigin í átt til þess að ég gaf síðar kost á mér í kosn- ingum til Alþingis. En ég fékk ein- nig hvatningar úr ýmsum áttum. Það lagðist allt á eitt.“ Frjálslynd miðjustefna höfðaði til mín Þegar að því kom hjá Jónínu að stíga skrefið til fulls og hefja afskipti af stjórnmálum vaknar sú spurning hvað hafi komið konu uppalinni í Kópavogi og innan úr „Hverfi“ og þá búsettri í Breiðholtinu að gera Framsókn- arflokkinn að sínum pólitíska vettvangi. Flokk sem í gegnum tíðina hefur átt sér fastari rætur á landsbyggðinni og í byggða- málum en í málefnum þéttbýlis- ins. „Það kom aldrei annar flokk- ur til greina en Framsóknarflokk- urinn enda eini stjórnmálaflokk- urinn sem ég hef starfað með. Það er frjálslynd og öfgalaus miðjustefna Framsóknarflokks- ins sem féll að minni lífsýn og ég vildi leggja lið. Stefna Framsókn- arflokksins snýst m.a. um að standa vörð um kjör og aðstæð- ur fólks um allt land á heildræn- an hátt sem er jafnframt ein ástæða þess Framsóknarmenn hafa svo lengi verið í forystu í ís- lenskum stjórnmálum. Það hafa orðið mjög hraðar breytingar á öllum sviðum þjóðlífsins á þeim tíma sem liðin er frá stofnun Framsóknarflokksins og áfram er verkefnið að aðlaga samfélagið breytingum, sækja fram um leið og við treystum grunn samfé- lagsgerðarinnar.“ Vinna og velferð helst í hendur Jónína segir að eitt af því sem haldast verði í hendur í samfé- laginu sé velferð og atvinna. „Við byggjum ekki upp samfélag þar sem almenn velferð ríkir nema tryggð sé full atvinna fyrir fólk og tekjur fyrir fjölskyldur og rík- issjóð. Vöxtur í efnahagslífinu er forsenda þess að hægt sé að byggja upp velferð og viðhalda henni. Til að geta fætt og klætt fjölskylduna þarf tekjur og það sama gildir um rekstur þjóðar- búsins. Í pólitískri afstöðu felst því oft spurning um hvernig fólk vill tvinna þetta saman. Við fram- sóknarmenn leggjum líka megin- áherslu á að tryggja öllum jöfn tækifæri og að hver og einn fái notið hæfileika sinna hversu ólík- ir sem þeir kunna að vera og við höfnum innbyrðis baráttu stétt- anna jafnt sem óheftri einstak- lingshyggju. Það á ekki að vera svo í stjórnmálunum að tveir andstæðir pólar takist stöðugt á, þannig að allt sé rétt og satt sem kemur frá annarri hliðinni en flest rangt sem sagt sé á hinum vængnum. Í stjórnmálum tel ég mikilvægt að temja sér ákveðna hófsemi og það að við stjórn- málamennirnir getum sett okkur í spor þeirra sem eru á annarri skoðun en maður sjálfur,“ segir Jónína og bætir við að gott jarð- samband og traust fótfesta séu þættir sem hafa verði í huga dag hvern í stjórnmálavafstrinu. Nýta reynslu og láta gott af sér leiða Jónína segir að hugsjónir hennar, áhugamál og lífsýn hafi leitt hana til þátttöku í stjórn- málum. „Komin vel af barnsaldri er það ekki persónulegur metn- aður eða þörf og þrá eftir völd- um sem hvetur til dáða á vett- vangi stjórnálanna. Það sem knýr mann áfram er áhuginn á því að láta gott af sér leiða og nýta menntun og áralanga reynslu sem maður hefur aflað sér úr daglegu lífi, starfi og þátt- töku í félagsmálum. Ég taldi að með því að taka þátt í stjórnmál- um þá gæti ég nýtt mér marg- háttaða reynslu til þess að koma ýmsu góðu til leiðar“. Samspil manns og náttúru Með þennan bakgrunn ertu komin í umhverfismálin, mála- flokk sem mikið er til umræðu um þessar mundir og síður en svo allir á einu máli um. „Já - það er rétt og umræðan hefur verið nokkuð einsleit síðustu vikur og mánuði og nær einvörðungu snú- ist um framkvæmdirnar sem nú standa yfir á Austurlandi. Að því leyti hefur hún verið villandi því hún gefur ekki rétta mynd að þeim fjölmörgu viðfangsefnum sem við erum að vinna að, nátt- úruverndinni og öðrum málum sem varða samspil manns og náttúru í anda sjálfbærrar þróun- ar. Ég hef sagt að við eigum að nýta náttúruauðlindir okkar. Og þá er ég ekki aðeins að tala um vatnsafl og jarðvarma heldur all- ar okkar auðlindir þar með talið ósnortin víðerni íslenskrar nátt- úru. Þau eru ein auðlinda okkar sem okkur ber að standa vörð um og þau geta skapað okkur miklar tekjur ef vel er að verki staðið. Atvinnulega séð eigum við að varast að vera með öll eggin í sömu körfu. Við munum þá tíð vel þegar atvinnulífið var einhæft og afleiðingar þess á ís- lenskt efnahagslíf og kjör fólks í landinu. Við megum ekki leggja allt undir einhverja eina atvinnu- grein. Í því felst allt of mikil áhætta.“ Vatnajökulssvæðið er mikilvægast Jónína kveðst oft hafa velt því fyrir sér hvað framtíð er verið að boða þegar farið er hamförum gegn nýtingu náttúruauðlinda eins og átt hefur sér stað að und- anförnu. Í þeim hugmyndum felist afturhvarf til þeirra tíma þegar efnahagslífið snérist um einn atvinnuveg, fiskveiðarnar og þær sveiflur og efnahagsvand- ræði sem því fylgdi og fólki á miðjum aldri ætti að vera í fer- sku minni. „Við snúum þróuninni ekki við og vil hljótum að ætla áfram sem hingað til og nýta okk- ur náttúruauðlindirnar og þau efnahagslegu tækifæri sem þær fela í sér. En við verðum líka að búa í haginn vegna nýtingar þeir- ra og við megum ekki ganga á þau og spilla þeim. Það þarf að ljúka rannsóknum sem verið er að vinna að og það þarf að bygg- ja undir og undirbúa að við get- um tekið á móti fleiri ferðamönn- um.“ Jónína segir að af öllum þeim gersemum sem liggja í landinu þá sé Vatnajökulssvæðið mikilvægast. „Ég vonast til þess að stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs verið að lögum á komandi þingi. Hann mun ná til ríflega 10% alls flatarmál landsins og vera lang stærsta verkefnið til þessa í ís- lenskri náttúruvernd. Það er tal- að um að innan hans verði m.a. öll Jökulsá á Fjöllum frá jökli til ósa í Axarfirði. Ég hef í hyggju að beita mér fyrir frekari skrefum á grundvelli náttúruverndaráætl- unar. Eitt þeirra svæða sem þar er stefnt að verndun eru fjörunar í Skerjafirði og Álftanesi. Þá mun ég leggja til breytingar á Alþingi í haust á skipulags- og bygginga- lögum, þar sem greint verður á milli skipulagslaga og sérstakra mannvirkjalaga sem er ætlað að bæta eftirlit með húsbyggingum og koma í veg fyrir fúsk og bygg- ingagalla sem of oft veldur íbúðakaupendum ómældu tjóni.“ Umhverfismálin eru engum óviðkomandi Jónína segir nauðsynlegt að víkka umhverfisumræðuna og fá fleiri aðila til þess að taka þátt í henni. „Við þurfum að stokka spilin upp og efla þátttöku alls almennings í umræðu um um- hverfismál í víðum skilningi. Ég hef að gefnu tilefni hugleitt hvort ekki sé vert að finna starfi Stað- ardagskrár 21, framkvæmdaáætl- un sveitarfélaganna í umhverfsi- málum annað heiti sem skýri sig sjálft og þar með það starf sem hún stendur fyrir. Þetta er eitt dæmið um stofnanahugtak og þýðingu á aðþjóðlegu hugtaki sem alltof fáir vita hvað merkir og þarafleiðandi ekki hver að- koma almennings er. Nú er búið að vinna mjög góða vinnu á þessu sviði og þá ekki síst á vett- vangi sveitarstjórnarstigsins en heitið er eitt af því sem þarf að endurskoða um leið og undirbú- ið er að blása til nýrrar sóknar.“ Jónína segir að vandinn við orð- notkun á sviði umhverfismála þann að hún sé svo sérfræðileg og erfitt að finna hugtök sem séu nægilega almenns eðlis til þess að þau nái góðri fótfestu í málinu og þar með í umræðunni. „Um- hverfismálin varða alla og þeir sem eru að starfa á þessu sviði að ég tali ekki um þá sem hafa forgöngu með höndum. Þeir verða að tala tungumál sem allir skilja. Umhverfismálin snúast ekki eingöngu um stjórnvöld og stjórnvaldsaðgerðir þau eru okk- ar allra, hvar sem við búum,“ segir Jónína Bjartmarz umhverf- isráðherra. SEPTEMBER 2006 5Breiðholtsblaðið Öruggari Netverslun VISA Ísland - Greiðslumiðlun hf. VISA húsinu Laugavegi 77 101 Reykjavík Sími 525 2000 www.visa.is

x

Breiðholtsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.