Breiðholtsblaðið - 01.11.2006, Síða 4

Breiðholtsblaðið - 01.11.2006, Síða 4
4 Breiðholtsblaðið NÓVEMBER 2006 Aðalatriðið er að læra tungumálið Nelly Voskanian hélt erindi á málþingi sem efnt var til í Fella- og Hólakirkju í september. Mál- þingið var liður í tilraunaverk- efni með fólki af erlendum upp- runa sem Fella- og Hólakirkja stendur fyrir í samvinnu við stofnanir í hverfinu en tæplega sjö af hundraði íbúa Breiðholts- ins eiga sér erlendan uppruna. Nelly ræddi m.a. um reynslu sína sem nýbúi en hún er fædd og uppalin í Georgíu, sem er fyrrum Sovétlýðveldi, en flutt- ist hingað til lands í júní árið 2000. Breiðholtsblaðið spjallaði við Nelly á dögunum þar sem hún ræddi m.a. um komuna frá Gerorgíu og reynslu sína af því að búa og starfa á Íslandi. Nelly segir alaðatriðið fyrir þá sem flytja hingað til þess að setjast að og búa til frambúðar sé að læra tungumálið. Eldra fólk með heimspeki og hjartalag Komstu strax að því að nauð- synlegt væri að læra Íslensku? Já - eftir að ég var búin að vera í eina viku á Íslandi fór ég að vinna á hjúkrunarheimilinu Eir. Ég fann strax að vinnustaðurinn minn var þannig að ég yrði að læra tungumálið. Þótt ég talaði ensku þá kom hún mér ekki að gagni í vinnunni vegna þess að margt af fólkinu sem dvelur á Eir er af þeirri kynslóð sem ekki vand- ist á að nota annað tungumál en Íslensku þótt sumt af því hafi lært eitthvað í ensku á sínum tíma. Þar dvelur líka fólk með allskonar sjúkdóma, þar á meðal alzheimer og aðra heilabilun og sjúkdómar sem skerða minni fólks gera það að verkum að það þolir illa allar breytingar. Því var ekki um ann- að að ræða ef ég ætlaði að starfa þar áfram en að læra íslensku.” Nelly talar mjög góða Íslensku eft- ir aðeins sex ára dvöl hér á landi. Hvernig fór hún að því að ná svo góðum tökum á tungumáli, sem mörgum reynist erfitt að læra og er einnig mjög ólíkt móðurmáli hennar. Hún segist hafa lært mik- ið í vinnunni. Lært af því að tala við fólkið á Eir. “Ég hef lært miklu meira í vinnunni en í skólanum. Ég hef lært af því að hlusta á eldra fólkið og tala við það eftir því sem geta mín fór vaxandi. En ég hef líka farið í skóla til þess að auka við hæfni mína, fá meiri fyllingu í málið og læra málfræðina bet- ur.” Nelly segist kunna vel við að starfa með eldri borgurum. “Þetta fullorna fólk sem dvelur á Eir er allt öðru vísi heldur en mín kyn- slóð. Þetta er fólk með mikla reyn- slu af lífinu og það gefur sér tíma til þess að útskýra. Ég hef lært margt af því um lífið og tilveruna. Þetta fólk sér heiminn umhverfis sig oft í öðru ljósi heldur en við sem erum yngri. Það hefur annað hjartalag og oft er svo mikil heim- speki í hugsun þess. Ég held að svona fólk sé hvergi annarsstaðar til - því miður.” Ísland opnast smátt og smátt Hvað vissi Nelly um Íslend þeg- ar hún og fjölskylda hennar fóru að íhuga að flytja þangað. “Þegar að því kom að ég sótti um atvinnu- og búsetuleyfi á Íslandi fór ég á bókasafn og athugaði hvað væri til um Ísland. Mér fannst nauðsyn- legt að vita eitthvað um landið og ég fór að lesa þær bækur sem ég gat fengið í bókasafninu á rúss- nesku. Með því aflaði ég mér nokk- urra upplýsinga um landið, sögu þess og náttúru sem komu mér að gagni eftir að ég kom hingað. En það verður alltaf öðru vísi að lesa um tiltekið land í bókum held- ur en að sjá það með eigin augum og kynnast fólkinu sem þar býr.” Þrátt fyrir að hafa lesið sér til seg- ir Nelly að margt hafi komið sér á óvart hér á landi. “Mér finnst Ísland vera land sem opnast smátt og smátt. Ef ég ber það sam- an við Georgíu þá finnst mörgum, sem koma þangað í fyrsta skip- ti að landið strax fallegt. Fyrstu viðbrögðin verða allt önnur hér. Þegar ég kom út úr flugvélinni á Keflavíkurflugvelli þá fannst mér þetta vera eins og ég hafði ímynd- að mér að væri að koma til tungls- ins. Þetta var allt annað en það sem ég þekkti. Allt var grátt þótt væri miður júní. Náttúran var allt önnur og veðurfarið öðruvísi en ég hafði vanist. Í Georgíu er allt grænt á þessum tíma og mikið af blómum í fullum skrúða. En ég lét það ekki setja mig út af laginu. Ég varð ekkert stressuð yfir þessum gráa lit, gróðurleysinu, vindunum og rigningunni. Alls ekki. Ég vissi að þetta var eitthvað sem ég yrði að venjast.” Gátum komið löglega Ef af hverju valdi Nelly Ísland svo langt í burtu og svo ólíkt um margt þegar kom að þeim tíma- mótum í lífi fjölskyldunnar að reyna fyrir sér í öðru landi. Hún segir að fyrir og um aldamótin 2000, áður en Ísland varð hluti af Schengen svæðinu, hafi landið verið eitt þeirra sem gat tekið við fólki frá sínu svæði. Miklu erfiðara hafi verið að komast til landa inn- an Schengen eins og t.d. til Þýska- lands. “Ísland var eitt þeirra landa sem við gátum komist til með lög- legum hætti og ég vildi ekki fara þangað sem ég hefði ekki dvalar- leyfi og full réttindi. Ég vildi ekki verða ólögleg í einhverju landi. Þetta var aðalástæðan fyrir því að við völdum Ísland. Ég gat held- ur ekki hugsað mér að fara tíma- bundið til annars lands til þess að vinna og ná mér í peninga með ólöglegum hætti og fara svo heim aftur.” Nelly kom fyrst ein en eig- inmaður hennar og eldri dóttir komu um mánuði síðar en yngri dóttir þeirra fæddist hér á landi. “Við ræddum þetta ýtarlega í fjöl- skyldunni og skipulögðum með þeim hætti að ég færi fyrst og útvegaði mér vinnu og þau kæmu á eftir. Við vorum búin að íhuga um tíma að flytja til annars lands og reyna fyrir okkur þar. En við höfðum ekki mikinn tíma til að taka ákvarðanir vegna þess að dóttir okkar var orðin fimm ára og við vildum vera farin og búin að koma okkur fyrir á nýjum stað áður en hún þyrfti að fara í skóla. Það hefði orðið mun erfiðara fyrir hana að byrja í skóla í Georgíu og þurfa svo að skipta um og byrja á öllu upp á nýtt í nýju landi. Byrja með nýtt tungumál, nýtt námsefni og algerlega nýtt umhverfi.” Þeg- ar þau komu fór eiginmaðurinn fljótlega að vinna og dóttirin fór í sumarskóla til þess að undirbúa hana fyrir almenna skólagöngu.” Hún skyldi að hún varð að aðlagast hópnum Nelly segir að sumarskólinn hafi verið mjög góður fyrir hana einkum til þess að æfa tungumál- ið og einnig til að byrja að kynn- ast félagslífinu. Þó börn séu fljót að breyta til, læra og mun fljótari en fullorðið fólk að aðlagast nýju umhverfi, þá séu það svo mikil umskipti að fara á milli ólíkra landa að þau þurfi að fá tíma til þess að aðlagst þeim. “Dóttir mín hafði lært svolítið í ensku áður en hún kom hingað en það hjálp- aði henni ekki neitt. Krakkarnir sem hún umgekkst kunnu ekkert í ensku en hún gat notað hana til þess að tala við kennarana í sum- arskólanum. Við fengum ensku- kennslu fyrir hana í leikskólanum í Georgíu vegna þess að í fyrstu lá ekki fyrir til hvaða lands við mundum flytja. Enska er algengt tungumál og gat því hugsanlega komið henni að gagni í nýja land- inu þótt það reyndist ekki rétt nema að mjög takmörkuðu leyti hér á landi.” Varð þetta erfitt fyrir hana. “Já - það varð ákveðið áfall fyrir hana vegna þess að hún er félagslynd. Hún hafði líka verið eina barnið í fjölskyldunni, eini litli ættinginn og því prinsessan heima. Hún var mikil afa og ömmu- stelpa og hafði aldrei vanist því að vera einangruð. Þetta var erfitt fyrir hana og hún spurði okkur af hverju enginn vildi leika við hana. Krakkar segja allt hreint og beint og sögðu henni bara að hætta ef hún reyndi að tala við þau vegna þess að þau skyldu hana ekki. “Hættu” var fyrsta orðið sem fimm ára stelpa lærði þegar hún kom til Íslands vegna þess að hún Nelly Voskanian flytur erindi sitt á málþingi í Fella- og Hólakirkju. V I Ð T A L I Ð K V I T T U N F Y L G I R Á V I N N I N G U R ! B E N S Í N D Í S E L Ódýrt eldsneyti + ávinningur! w w w . e g o . i s Hvar e r þitt EGO?

x

Breiðholtsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.