Breiðholtsblaðið - 01.11.2006, Síða 12

Breiðholtsblaðið - 01.11.2006, Síða 12
Kosningavetur er hafin. Prófkjör og önnur vinna við undirbúninga að framboðum er komin á skrið. En um hvað verður kosið á kom- andi vori. Verða það hefðbundin kosningamál eða má búast við að önnur mál hafi áhrif á kosningaúr- slit. Umræðan um umhverfismál- in er orðin svo öflug að tæpast neinn stjórnmálaflokkur getur lát- ið hana fram hjá sér fara. Enginn stjórnmálalflokkur getur heldur eignað sér hana og beitt henni fyrir sig sem sérstöku máli í kosn- ingum. Hún er að því leyti af svip- uðum toga og jafnréttismálin. Að vera á móti bættri umgengni um umhverfið og aukinni aðgát í nýt- ingu þess jafngildir því að fara sjálfviljugur í skammarkrókinn. Sjálfstæðisforystan og ný mál Aukin áhersla á velferðarmál var áberandi í boðskap Sjálfstæðis- manna fyrir síðustu sveitarstjórnar- kosningar og ljóst að forystunni var nokkurt kappsmál að ýta flokknum inn á miðjuna. Þessar áherslubreyt- ingar eiga sér annars vegar stað í breyttum hugsunarhætti og þá eink- um á meðal yngra fólks sem leggur minni áherslu á harða frjálshyggju en áður en einnig til þess að mæta stórum jafnaðarflokki sem orðin er til á Íslandi en var ekki í tímans rás. Niðurstöður úr prófkjöri sjálf- stæðismann í Reykjavík á dögunum renna stoðum undir þessa kenn- ingu þar sem þeir sem teljast verða sigurvegarar lögðu nokkra áherslu á hin mýkri sjónarmið auk umhverf- ismála en harðlínumenn áttu erfið- ara uppdráttar. VG elta Samfylkinguna Viðbrögð við þessari þróun má einnig sjá hjá Samfylkingunni. Viss tilhneiging hefur verið til þess að draga flokkinn inn að miðjunni í anda evrópskra jafnaðarflokka. Vandi hefur þó fylgt þeirri vegsemd vegna þess að við hvert skref sem stigið hefur verið í átt að miðju fylgja Vinstri grænir fast á eftir og næla að því virðist í fylgi þeirra sem síður hugnast sú hugsun að gera Samfylkinguna að hefðbundnu miðjustjórnmálaafli. Miðjusæknin endurspeglast þó nokkuð í úrslit- um prófkjöra sem farið hafa fram þar sem jafnaðarmenn, jafnvel með pólitískar rætur í gamla Alþýðu- flokknum, hafa náð árangri ekkert síður en fólk með uppruna í gamla Alþýðubandalaginu eða Kvennalist- anum. Forysta Samfylkingarinnar virðist þó hafa áttað sig á að fem- inisk harðlínustefna höfðar aðeins til takmarkaðs hóps kjósenda og er ekki vænleg fyrir hreyfingu sem leit- ast við að ná til fjöldans sem annar stærsti stjórnmálaflokkur þjóðarinn- ar. Hinar fjölbreyttu rætur Samfylk- ingarinnar hafa gert henni nokkuð erfitt um að koma fram sem einn og heilsteyptur flokkur og mörgum því reynst erfitt að átta sig á því fyrir hvað hún stendur. Einnig háir Sam- fylkingunni að hafa ekki átt aðild að ríkisstjórn. Hana skortir því verk til þess að leggja í dóm kjósenda og verður að stóla á stefnumörkun og kosningaloforð. Framsókn í kreppu Framsóknarflokkurinn virðist eiga í umtalsverðri kreppu. Um hann gildir að einhverju leyti hið sama og um aðra hefðbundna bænda- og landsbyggðaflokka í Evrópu sem hafa átt í erfiðleikum með að finna sér farvegi í breyttu þjóðfélagi. Um miðjan síðasta ára- tug reyndu framsóknarmenn að finna sér þennan farveg. Þá hafði um tíma verið umtalsvert atvinnu- leysi en stefnan var sett á að skapa að minnsta kosti tólf þúsund ný störf í landinu á skömmum tíma. Markið var sett nokkuð hátt en það sem meira var að það náðist og nokkuð meira. En flokkurinn hefur ekki notið þess í neinu held- ur líta nú færri og færri til hans sem áhugaverðs stjórnmálaafls. Umhverfisumræðan á umtalsverð- an þátt í því vegna þess að hin tólf þúsund störf eiga sér um margt beinar og óbeinar rætur í orkuvæð- ingu og orkusölu, því sem kallað hefur verið stóriðjustefna stjórn- valda. Framsóknarflokkurinn hefur átt erfitt með að bregðast við gagn- rýni umhverfisumræðunnar en ófyr- irséð er enn hvort þessi umræða nær að draga kjósendur frá honum í umtalsverðum mæli. Þá viðrirst lítt gagnast Framsóknarflokknum sú góða staða í jafnréttismálum að eiga þrjá kvennráðherra í ríkis- stjórn fyrstur flokka hér á landi. Hvað um frjálslynda Ekki er gott að segja til um hvaða áhrif hið nýja útspil Frjálslynda flokksins mun hafa til lengri tíma. Flokknum var lífsnauðsynlegt að finna sér nýtt málefni ætli hann að fá einhverja athygli í komandi kosn- ingum. Hann hefur mælst mjög illa í skoðanakönnunum og söguleg örlög flokka á borð við hann eru þau að þeir hverfa af sjónarsviðinu eftir eitt til þrjú kjörtímabil. Með því að opna umræðu um málefni útlendinga og nýbúa með þeim hætti sem liðsmenn hans hafa gert eru þeir að leitast við að færa hann af miðju stjórnmálanna í átt til þjóðernissinnaðra jaðarflokka í nágrannalöndunum. Af viðbrögð- um og skoðanakönnunum við þessu útspili má á skynja að þessi sjónarmið höfða til einhvers hóps af fólki. Líkur á umhverfisframboði Margir umhverfissinnar leggja áherslu á aukna hátæknistarfsemi, ferðaþjónustu og frekari þróun við- skiptalífs er tekið geti við af þeirri orkusölu og álframleiðslu sem ein- kennt hefur atvinnulífið að undan- förnu. Því vaknar spurning um lík- ur á að til verði sérstakt umhverf- issinnað og jafnvel þverpólitískt framboð. Vissulega eru þær líkur nokkrar. Umhverfisumræðan snýst m.a. um hvort og hvernig hægt sé að móta nýja sýn á framtíð þjóðarinnar. Sýn sem taki mið af umhverfismálum og náttúruvernd án þess þó að láta af leið öflugs atvinnulífs og góðra lífskjara. Mörg- um umhverfissinnum þykja rætur Vinstri grænna liggja um of til vin- stri og tilhneiging þeirra til þess að binda atvinnulífið í ríkisfjötra of sterk til þess að geta stutt þann flokk. Atvinnustefna og náttúru- vakning Ljóst má vera að kosið verður um framhald atvinnustefnunnar og hvaða atvinnugreinar geti komið til með að geta viðhaldið þeirri þróun atvinnu- og efnahagslífs sem hófst með EES samningnum og orkusölu- stefnunni og leitt hefur af sér það sem kalla má góðæri liðinna ára. Einnig verður kosið um þá umhverf- is- og náttúrvakningu sem farið hef- ur vaxandi að undanförnu. Hugs- anlega verður kosið um málefni aldraðra, sem brenna nú ákafar á þjóðinni en áður og vera má að almenn lífeyrismál komi við sögu í kosningunum. Og þá er spurningin og um hvort nýbúaumræðan bland- ast í kosningamálin nú eftir að einn stjórnmálaflokkanna hefur hleypt henni af stað. 12 Breiðholtsblaðið NÓVEMBER 2006 Spurningar eru um eftir hverju kjósendur muni fara þegar þeir velja menn til þess að starfa í þessu húsi næstu fjögur árin. Kosningavetur hafinn - um hvað verður kosið? Fréttaskýring

x

Breiðholtsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.