Vesturbæjarblaðið - 01.10.2006, Blaðsíða 2

Vesturbæjarblaðið - 01.10.2006, Blaðsíða 2
Hreinsunarátak í Vesturbæ til skoðunar Hverfisráð Vesturbæjar hefur ákveðið að skipa fulltrúa úr hverf- isráði til að eiga samráð með full- trúum Íþrótta- og tómstundaráðs um frekari stefnumörkun varðandi leikvallarmál. Samþykkt var að for- maður og framkvæmdastjóri verði fulltrúar hverfisráðs. Hverfisráð hef- ur samþykkt styrkbeiðni frá íbúum á Hagamel vegna 60 ára afmælishá- tíðar götunnar, og var samþykkt að greiða 50 þúsund krónur. Rætt var um hreinsunarátak borgarinnar og að skoðað verði hvenær hreinsunarátak geti farið fram í Vesturbænum. Erindi barst um umferðarmál Fálkagötu þar sem skoða þarf hraðakstur og hættu sem skapast við gatnamót Fálkagötu og Suðurgötu. Lagt er til að Fálkagötu verði lokað við Suður- götu. Hverfisráð Vesturbæjar tekur undir áhyggjur íbúa Fálkagötu og vísar málinu til framkvæmdasviðs til frekari skoðunar. Hverfisráð Miðborgar vill kanna upplifun Reykvíkinga á öryggi í miðborginni Á fundi Hverfisráð miðborgar- innar nýverið kynnti framkvæmda- stjóri þjónustumiðstöðvarinnar rannsóknir sem gerðar voru 2001 á upplifun Reykvíkinga á eigin öryggi í miðborg Reykjavíkur, sem Helgi Gunnlaugsson og Rannveig Þóris- dóttir gerðu fyrir lögreglustjórann í Reykjavík og Gallup. Lagði hann til að könnunin yrði endurtekin nú. Honum var falið að kanna hverjir hugsanlega gætu komið að sem samstarfsaðilar og um fjármögnun. Ákveðið að bjóða Helga og Rann- veigu á næsta fund í hverfisráði. Kynnt var samfelluverkefni frí- stunda og skóla í Grafarvogi. Ingi- björg Sigurþórsdóttir framkvæmda- stjóri Þjónustumiðstöðvarinnar í Grafarvogi og Kjalarnesi, Miðgarði, kynnti verkefnið. Framkvæmda- stjóra Þjónustumiðstövar Miðborg- ar og Hlíða var falið að kanna kosti og galla þess að fara að stað með sambærilegt verkefni í miðborg- inni. Oddný Sturludóttir lagði fram tillögu um að Hverfisráð Miðborgar taki undir áskorun Þróunarfélags miðborgarinnar til borgarstjórnar og stjórnar Faxaflóahafna þar sem eindregið er hvatt til þess að sem allra fyrst verði hafinn undirbúning- ur að byggingu nýs viðlegukants fyrir skemmtiferðarskip í Austur- höfninni í tengslum við hönnun og byggingu Tónlistar- og ráðstefnu- húss. Tillagan var samþykkt sam- hljóða. Hverfisráð miðborgarinnar ákvað að bjóða Jóhannesi Kjarval, arkitekt hjá skipulags- og byggingar- sviði Reykjavíkurborgar, á fund hjá hverfisráði til að kynna reiti sem eru í deiliskipulagsferli í miðborg- inni. Einnig var ákveðið að ræða síðar við hann um uppbygginguna á tónlistar- og ráðstefnuhússreitn- um. Til hvers eru merking- ar bílastæða á Vestur- götu? Vesturgötu hefur verið sem kunn- ugt er breytt í einstefnuakstursgötu til austurs milli Ægisgötu og Garða- strætis. Bílastæði hafa verið gerð meðfram suðurkanti Vesturgötu frá Ægisgötu að Garðastræti og fást um 15 ný stæði við þessar breyting- ar. Ökumenn hafa hins vegar ekki viljað gangast við þessum merking- um á götunni og leggja allir ská á gangstéttina þannig að bílinn stend- ur út yfir heila hvíta línu. Til hvers halda þessir ökumenn að yfirborðs- merkingar bílastæða séu eiginlega? Að vísu teppir enn ýmislegt bygg- ingarefni hluta bílastæðanna. Nú eru bráðabirgða hraðahindranir á mótum Vesturgötu og Ægisgötu en reiknað er með að varanlegar hraða- hindranir og breytingar sem fyrir- hugaðar eru á gangstéttarköntum komi til framkvæmda á árinu 2007. Þessar breytingarnar eru gerðar í samræmi við óskir íbúa, sem fram komu meðal á fundum með íbúum og á undirskriftarlistum. Enn um flugvöll í Vatnsmýrinni Á fundi borgarstjórnar fyrir skömmu spurði Dagur B. Eggerts- son, borgarfulltrúi Samfylkingar- innar, borgarstjóra að því hvaða viðræður hans og samgönguráð- herra hefðu gefið Sturlu Böðvars- syni tilefni til að segja að núverandi meirihluti sé vænlegri til samstarfs en Reykjavíkurlistinn um að halda flugvellinum í Vatnmýrinni. Dagur segir borgarstjóra hafa borið af sér sakir í því efni og undirstrikað að hann hefði engar viðræður átt við samgönguráðherra sem gætu gef- ið tilefni til slíkra yfirlýsinga. Í máli borgarstjóra hafi komið fram að í næsta mánuði muni liggja fyrir nið- urstöður þeirrar vinnu sem staðið hefur á annað ár í samvinnu Reykja- víkurborgar og samgönguráðuneyt- isins. Þar er lagt mat á mismunandi kosti fyrir flugvallarstarfsemi og ný flugvallarstæði á höfuðborgarsvæð- inu. Dagur hefur vikið sæti sæti í þeirri nefnd til að tryggja að núver- andi meirihluti borgarstjórnar hafi traust á niðurstöðunum ekki síður en Samfylkingin sem Dagur segir að hafi lagt línurnar í þessu starfi. Á fundinum sögðu fulltrúar meiri- hlutans ætla að eyða óvissu um framtíð innanlandsflugs með því að leita breiðrar samstöðu um fram- tíðarstaðsetningu flugvallar fyrir höfuðborgarsvæðið þegar öll gögn lægju fyrir um málið. Hættuleg efni í smíðastofum grunnskólanna “Ljóst er að mikið af hættulegum efnum er að finna í smíðastofum í grunnskólum landsins, þá er loft- ræsing oft léleg í þessum stofum og aðstaðan ekki nógu góð. Börnin meðhöndla hættulega efni og oft er ekki til áætlun um viðbrögð ef eitthvað bregður út af,” segir Gunn- ar Kristinsson heilbrigðisfulltrúi á Umhverfissviði Reykjavíkurborgar. Gunnar Kristinsson flutti erindi á haustþingi heilbrigðisfulltrúa um niðurstöður könnunar í grunn- skólum á varnaðarmerktum efna- vörum, merkingum þeirra og á aðstöðu til að geyma þau og nota. Könnunin var gerð af Heilbrigðis- eftirliti sveitarfélaga og Umhverfis- stofnun. Könnunin náði til 63 skóla eða um það bil þriðjungs þeirra á landinu og ætti því að gefa nokkuð góða mynd af stöðunni. Niðurstað- an var að mikið er um gömul efni í hillum og geymslum í efnafræði- og smíðastofum. Í flestum skólum er unnið með varnaðarmerktar vör- ur og margar þeirra eru merktar sem hættulegar heilsu eða eitur. Mikið vantar upp á að varnaðar- merktar vörur séu merktar í sam- ræmi við reglur. Mun fátíðara er að læst geymsla sé fyrir hættuleg efni í smíðastofum en í efnafræðistof- um. Loftræsing er viðunandi eða góð í um það bil helmingi skólanna sem farið var í, hvort sem um er að ræða efnafræði- eða smíðastofur. Gunnar segir að bæta þurfi örygg- isþætti hvort sem um er að ræða í efnafræðistofum eða smíðastof- um. Dregið hefur úr notkun efna í efnafræðistofum í samanburði við smíðastofur. Spilliefnum var hent í rusl eða vask í 8 skólum af 56 í efnafræðistofum, og í 4 skólum af 43 í smíðastofum. Sturta var til stað- ar í 24 efnafræðistofum af 61 og í 3 smíðastofum af 51. Dæmi eru um að krakkar hafi fengið útbrot af sumum efnum sem verið er að nota, sem ekki er gott fyrir börn sem eru með viðkvæma húð eða öndunarfæri að vinna með þessi efni. Metanknúnir sorpbílar Tveir nýir metanknúnir sorpbílar á vegum Umhverfissviðs Reykjavík- urborgar hafa verið teknir í notkun. Borgarstjórinn í Reykjavík tók við lyklunum og prófaði gripinn fyrir hönd starfsmanna. Bílarnir vöktu athygli fyrir fallega myndskreytingu sem birtist í blómum. Metanknún- um sorpbílum verður fjölgað enn frekar á næsta ári. Hávaðinn af slík- um bifreiðum er helmingi minni og verulega dregur úr sóti og útblæstri koltvísýrings (CO2) og köfnunarefn- isoxíða (Nx). Nýjar rafknúnar tunnu- lyftur eru í bílunum sem er íslensk hönnun frá fyrirtækinu Ecoprocess hf. Umhverfissvið leigir bílana af Vélamiðstöðinni en slagorð bifreið- anna er “Kanntu að meta’nn?” Sinna skólastjórnendur ekki upplýsinga- skyldum? Menntaráð Reykjavíkur tók nýlega fyrir fyrirspurn áheyrnarfull- trúa SAMFOKs þar sem spurt er hvort menntaráð grípi til einhverra aðgerða til að tryggja að skóla- stjórnendur vinni í anda 1. greinar reglna til viðmiðunar um samskipti foreldraráða og skólayfirvalda í grunnskólum Reykjavíkur og skili inn upplýsingum um foreldraráð á tilsettum tíma. Vegna fyrirspurn- arinnar samþykkti menntaráð að beina þeim eindregnu tilmælum til skólastjórnenda að þeir sinni upplýsingaskyldu sinni gagnvart Menntasviði með því að skila inn upplýsingum um foreldraráð skólanna strax og þær liggja fyrir. Jafnframt leggur ráðið áherslu á mikilvægi þess að upplýsingar um foreldraráðin séu ávallt réttar og aðgengilegar á heimsíðum skól- anna. 2 Vesturbæjarblaðið Útgefandi: Borgarblöð ehf. Vesturgötu 15 • 101 Reykjavík Sími: 511 1188 • 561 1594 Fax: 561 1594 Ritstjóri: Geir A. Guðsteinsson, Sími 564 5933, 898 5933 Netfang: geirgudsteinsson@simnet.is Auglýsingasími: 511 1188 • 561 1594 • 895 8298 Netfang: borgarblod@simnet.is Framkvæmda- og auglýsingastjóri: Kristján Jóhannsson Umbrot: Valur Kristjánsson Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins Dreifing: Íslandspóstur 10. tbl. 9. árgangur Vesturbæjarblaðinu er dreift í hvert hús í Vesturbæ og Miðbæ. S T U T T A R B O R G A R F R É T T I R F ull ástæða er til að hvetja þá Vesturbæinga sem láta sér framtíð KR einhverju varða að taka þátt í KR-þinginu sem haldið verður í Frostaskjóli laugardaginn 4. nóvember nk. Íþróttafélög eins og KR gegna gríðarlega mikilvægu uppeldishlutverki sem flestir foreldrar eru mjög meðvitaðir um, og taka þátt í starfinu með börnun- um, t.d. með setu í stjórnum eða ráðum. Svo eru aðrir sem eru afskipta- lausir um starfsemi félagsins,jafnvel þótt börnin þeirra stundi íþróttir innan raða KR. Allir gleðjast yfir árangur á íþróttasviðinu, ekki síst þegar Íslandsmeistaratitill vinnst, en það gerist ekki sjálfkrafa, að baki liggur mikil vinna, og oft mjög fórnfús. Liður í því að efla innra starf KR er meðal annars nýstofnuð KR-akademía undir stjórn Teits Þórðarson- ar þjálfara meistaraflokks karla í knattspyrnu, en fleira mætti einnig telja til. Kjör eldri borgara kosningamál Ljóst er í aðdraganda allra prófkjöranna að kjör eldri borgara verða eitt stærsta kosningamálið. Tillögur ríkisstjórnarinnar í þessum mála- flokki ganga því miður allt of skammt en stjórnarandstaðan hefur hins vegar sagst ætla að leggja fram þingmál sem bætir stöðu eldri borgara til mikilla muna. Í tillögum er lagt til að koma á frítekjumarki fyrir 75 þúsund króna atvinnutekjur á mánuði, tengsl lífeyrisgreiðslna við atvinnu- og lífeyristekjur maka verða afnumin, tekjutryggingin verð- ur hækkuð og dregið verður úr skerðingarhlutföllum. Þessar tillögur ganga hins vegar allt of skammt og það verður að grípa til miklu afdrifa- ríkari aðgerða til að bæta stöðu eldri borgara. Til að draga úr skatt- byrði eldri borgara má t.d. skattleggja lífeyristekjur sem fjármagnstekj- ur en sú leið mundi hafa í för með sér mikla skattalækkun fyrir eldri borgara og um leið verða nauðsynleg kjarabót. Ef greiðslur frá lífeyris- sjóðum yrðu skattlagðar sem fjármagnstekjur í 10% skattþrepi í stað 37% þrepi tekjuskatts þá yrði tekjutap hins opinbera um 3,3 milljarðar króna. Það er allt og sumt. Það er ekki boðlegt að þriðji hver eldri borg- ari þurfi að lifa á 110 þúsund krónum á mánuði eða minna. Á næstu dögum og vikum rekur hvert prófkjörið annað, eða annað fyrirkomulag eins og tvöfalt kjördæmisþing eða forval, og ljóst verð- ur eftir þær orrahríðir hverjir leiða framboðslistana. Könnun meðal eldri borgara hefur sýnt að þeir bera takmarkað traust til stjórnmála- flokkanna. Rætt hefur verið um að bjóða fram lista eldri borgara, en sterkara væri fyrir þá að fjölmenna í prófkjörin og velja þá frambjóð- endur sem þeir treysta best til að koma kjörum eldri borgara í boðlegt ástand. Nokkrir kanditatar hafa reynslu af sveitarstjórnarmálum og þeir standa að mörgu leiti feti framar, skilja betur þarfir sveitarfélag- anna og íbúa þeirra. Þar er ekki aðeins átt við kjör eldri borgara, held- ur einnig aðra þætti eins og skólamál, umhverfismál, íþróttamál og þá þætti samgöngumála sem snúa beint að sveitarfélögunum. Leiða má líkum að því að umferðarmannvirki í Reykjavík tækju hraðar við umferðinni gegnum borgina, s.s. um mislæg gatnamót, og Sundabraut lengur komin á teikniborðinu ef fleiri þingmenn með reynslu af sveitar- stjórnarmálum hefðu setið í samgöngunefnd Alþingis, forgangsröðunin hefði líklega verið önnur. Vetur genginn í garð Fyrsti vetrardagur var sl. laugardag. Votviðrasömu sumri lauk og Vetur konungur tók völdin, enda hefur Esjan fengið fyrstu gráu snjó- kápuna. Ég hef hins vegar aldrei skilið þá sem fagna vetri, hér er sum- arið svo stutt og oft kalsasamt að það á að halda eins lengi í það og nokkurs er kostur. Ég tel fremur að fólk eigi að sætta sig við veturinn, búandi hér á norðurhjara veraldar. Framundan er hins vegar spenn- andi vetur fyrir þá sem hafa gaman af stjórnmálum og fylgjast grannt með þeim, en aðrir láta sér fátt um finnast, hafa önnur áhugamál. En þrátt fyrir það er það nú svo að stjórnmál snerta alla, líklega eru allir pólitískir, en hver á sinn máta. Geir A. Guðsteinsson KR-þingið fyrir alla áhugasama Vesturbæingar Brátt geta kuldaskræfurnar einnig sótt sund í yfirbyggðri Vesturbæjarlaug! OKTÓBER 2006

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.