Vesturbæjarblaðið - 01.10.2006, Page 14
14 Vesturbæjarblaðið OKTÓBER 2006
Bernskuminningar úr Vesturbænum
Leiddumst í tímakennslu á Ránargötunni
Ég bjó fyrstu 5 ár ævi minnar
á Öldugötu 19, og allar minning-
ar frá þeim tíma eru sérstaklega
ferskar og ljúfar. Ég heiti Hjördís
Fenger og er yngst minna systk-
ina, eldri eru í aldursröð Krist-
jana, Jakob og Emil, sem er lát-
inn. Foreldrar mínir voru Garð-
ar Fenger og Krístin Finnsdóttir
Fenger sem var frá Önundarfirði.
Við bjuggum á efstu hæðinni á
Öldugötunni, amma Kristjana
og Dedda, sem hét réttu nafni
Margrét Pétursdóttir og var eins
og önnur amma mín og hjálpar-
hella ömmu bjuggu á miðhæð-
inni, en föðursystir mín Unnur
Fenger í kjallaranum ásamt syni
sínum Guðmundi K.G. Kolka,
sem var besti vinur minn á þess-
um árum og leikfélagi.
Ég á bara góðar minningar
frá Öldugötunni, enda var ég að
alast upp með stórfjölskylduna í
kringum mig, þ.e. ömmu, Deddu
(næstum 2 ömmur), föðursystur,
þremur systkinum og Guðmundi
frænda, vini og jafnaldra.
Garðurinn var frábær, fullt af
trjám sem við máttum klifra í. Bíl-
skúrinn var með grasi á þakinu,
það var gaman að klifra þangað
upp og leika sér. Svo var í garðin-
um stór matjurtargarður.
Bræður mínir gátu stundum
verið svolítið stríðnir og læstu
mig einu sinni úti í garði og þar
sem ég var frekar lítil tókst mér
seint að klifra yfir hliðið og kom-
ast inn í húsið.
Ég var tímakennslu hjá Elínu á
Ránargötunni að læra Sísí segir
sss, ss segir Sísí.
Við Guðmundur urðum sam-
ferða þangað og leiddumst alltaf.
Við frændsystkinin vorum einnig
saman í dansi hjá Hermanni
Ragnars í skátabragganum á
Snorrabrautinni og dönsuðum
alltaf saman. Annað kom ekki til
greina!
Róluskipti við
strætisvagnakomur!
Það var rólóvöllur við hliðina
á húsinu á Öldugötunni og fór ég
stundum þangað að leika mér,
stakk reyndar einu sinni af úr
gæslunni. Við bjuggum okkur til
einfalda reglu þar, en við máttum
vera í rólunni milli strætisvagna,
þ.e. við skiptumst á að róla og
skiptum alltaf þegar vagninn
kom eftir götunni.
Ég var í leikskólanum Drafnar-
borg einhvern tíma hjá hjá Bryn-
dísi Zoëga, og vann svo þar í tvö
sumur sem unglingur. Það hefur
ekki verið leiðinlegt því ég starfa
í dag sem leikskólastjóri í Hafn-
arfirði.
Í dag fást börn og unglingar
helst ekki til þess að fara út í
búð, hvað svo sem veldur. Ég
var hins vegar eins og mörg
önnur börn send út í búð til að
kaupa mjólk og brauð með miða
sem kaupmaðurinn las á og síð-
an náði hann í vöruna og setti í
poka, og afganginn, ef einhver
var, setti hann í budduna. Þetta
var öruggt og gott kerfi!
Kökkur í hálsinum við
flutninginn
Það er ofarlega í minningunni
þegar ég flutti með fjölskyldunni
frá Öldugötu upp í Hvassaleiti.
Þegar búið var að setja alla
búslóðina á vörubílspallinn man
ég að að mér þótti mjög spenn-
andi að fá sitja aftan á pallinum
frá Öldugötunni og í Hvassaleit-
ið. En ég var samt með kökk í
hálsinum þegar við fjarlægðumst
húsið og ég vinkaði Guðmundi
frænda sem stóð á tröppunum
fyrir framan húsið. Það hefur
greinilega verið eftirsjá eftir leik-
félaganum, og Öldugötunni.
Við systkinin á efstu hæðinni, f.v.: Emil, Jakob, Hjördís og Kristjana.
Við systkinin við eitthvað tilefni ásamt frændum okkar Guðmundi og Ólafi William, sem er frændi
minn í móðurætt, sonur Sveinbjörns, elsta bróður mömmu.
Ég og frændi minn og leikfélagi í bernsku, Guðmundur K.G. Kolka. Í dag. Ég til vinstri ásamt systur minni Kristjönu.