Vesturbæjarblaðið - 01.10.2006, Qupperneq 18
18 Vesturbæjarblaðið OKTÓBER 2006
Ý M I S Þ J Ó N U S T A
Hreinsum allan fatnað,
sængur, millidýnur og gardínur
á athyglisverðu verði.
EFNALAUGIN
DRÍFA
Hringbraut 119 • Rvk.
ÖLL ALMENN PRENTUN
SÍMI 561 1594
895 8298
HRÓLFSSKÁLAVÖR 14
NETFANG: NES@ISHOLF.IS
AUGL†SINGASÍMI
511 1188
895 8298
Netfang:
borgarblod@simnet.is
borgarblod.is
Þekking á efnahagsmálum er lyk-
ilatriði til að ná árangri í stjórnmál-
um. Ég hef á þingi reynt að nýta
reynslu mína og menntun í málflutn-
ingi um efnahagsmál með það fyrir
augum að stuðla að efnahagslegum
stöðugleika og aukinni velferð.
Grundvallarhugmyndafræði mín
er sú að til þess að tryggja aukna
velferð, þurfi efnahagurinn að vera
traustur. Sjálfstæðismenn hafa iðu-
lega gumað sig af því að þeim sé
best treystandi í efnahagsmálum.
Undanfarin misseri hefur þjóðin
hins vegar fundið það á eigin skinni
hver stefna er í efnahags - og skatta-
málum. Aukin óstöðugleiki og vax-
andi skattbyrði nema hjá þeim sem
eru í hópi hinna 10% tekjumestu.
Málefni eldri borgara,
menntamál og maturinn
Málefni eldri borgara þurfa að
vera sett í forgang, ekki síst þeirra
eldri borgara sem tilheyra svokall-
aðri millistétt. Í svar við fyrirspurn
minni á Alþingi kom fram að væru
greiðslur frá lífeyrissjóðum skatt-
lagðar sem fjármagnstekjur í 10%
skattþrepi í stað 37% þrepi tekju-
skatts þá yrði tekjutap hins opin-
bera um 3,3 milljarðar króna. Það er
ekki há upphæð fyrir ríkissjóð sem
nú veltir um 370 milljörðum króna
á ári. Hækka þarf frítekjumark og
afnema tekjutengingu við maka og
draga úr skerðingarhlutföllum. Hér
er um mikið réttlætismál að ræða.
Framlög sveitarfélaga til grunn-
skóla eru með því hæsta sem þekk-
ist í heiminum enda hafa jafnað-
armenn leitt uppbyggingu flestra
grunnskóla landsins undanfarinn
áratug, ekki síst í Reykjavík og í
Hafnarfirði. Sé litið til fjárfestinga
ríkisins í skólastigin sem það rekur,
þ.e. framhalds- og háskólana, kem-
ur aftur á móti í ljós að Ísland er fyr-
ir neðan meðaltal OECD þjóðanna.
Hér þarf því að bæta í.
Lækkun matvælaverðs er einnig
hagsmunamál sem þarf að koma í
höfn. Samfylkingin vill lækka matar-
reikning heimilanna um 200.000 kr.
á ári. Almenningi munar svo sannar-
lega um slíkar lækkanir. Við þurfum
því að tryggja matvælastefnu sem
bragð er af.
Afnám fyrningar í kynferð-
isafbrotum gegn börnum
Á Alþingi hef ég lagt fram fjöl-
mörg þingmál sem ég tel að veru-
legur hljómgrunnur sé fyrir. Um
22.000 Íslendingar hafa skrifað und-
ir áskorun þess efnis að samþykkja
beri frum-
varp mi t t
um afnám
fyrningar í
kynferðisaf-
brotum gegn
börnum.
Þá hef ég
l a g t f r a m
f r u m v a r p
um óháðar
rannsóknar-
nefndir en
slíkar nefnd-
ir hefðu t.d.
gert mikið gagn við að komast að
því hverjar forsendur ríkisstjórnar-
innar voru fyrir stuðningi við Íraks-
stríðið og nú síðast um það að upp-
lýsa um sannleikann í svokölluðum
hlerunarmálum. Einnig má nefna
þingmál um aukna vernd heim-
ildarmanna fjölmiðla, lögfestingu
Barnasáttmálans, lengingu fæðing-
arorlofs, gjaldfrjálsan leikskóla og
lagaákvæði um heimilisofbeldi.
Ágúst Ólafur Ágústsson er með
háskólapróf í lögfræði og hagfræði
og er varaformaður Samfylkingar-
innar. Hann býður sig fram í 4. sæti í
prófkjöri Samfylkingarinnar
Traustur efnahagur - aukin velferð
Ágúst Ólafur
Ágústsson.
Mér finnst Reykjavík fallegust
á haustin. Sérstaklega í stillunum
sem eru algengar í október og nóv-
ember - fjallahringurinn grár í vöng-
um, sjórinn spegilsléttur og stærsti
skógur landsins - trén í görðum
Reykvíkinga - heldur sýningu á öllu
haustlitaúrvalinu. Þetta er tíminn
til að hjóla hring á stígnum, reika
út í Gróttu eða upp á Öskjuhlíð
- og nota hesta postulanna gegnum
gamla bæinn vestan lækjar og aust-
an. Maður býr sig rólegur undir
veturinn á svona hausti og hlakkar
til nýrra verka og úrlausnarefna.
Fjöll, haf og gróður - eitt af brýn-
ustu verkefnunum framundan er
að opna nýja sýn á náttúruna og
auðæfi hennar. Hin mikla virkjun
fyrir austan veldur þáttaskilum.
Sama hvaða skoðun hver hafði á
sínum tíma eru flestir nú orðnir
sammála um að við eigum aldrei
aftur að þola slík umhverfisspjöll.
Nú þarf að staldra við og skoða
málin - meta hvert svæði fyrir sig
á forsendum náttúrufars og verð-
mæta sem felast í því óspilltu,
rannsaka hvort aðrar aðferðir skila
betri árangri en þessi sovéski stór-
karlaskapur fyrir austan - til dæmis
þjóðgarðar, friðlönd, þemagarðar,
veiðilendur. Við eigum í íslenskri
náttúru feikilegt dýrmæti og höf-
um hreinlega ekkert leyfi til að eyði-
leggja hana fyrir börnunum okkar,
fyrir mannkyninu í heild - og fyrir
sjálfum okkur.
Við jafnaðarmenn höfum nú
sett fram stefnu sem við köllum
Fagra Ísland - og gerum ráð fyrir
að næstu nokkur misseri verði
ráðist í rannsóknir og landkönnun
með svokallaðri „Rammaáætlun
um náttúruvernd”. Að henni lok-
inni væri verðmætustu náttúrsvæð-
unum tryggð verndun þannig að
þokkaleg sátt geti loksins skapast
eftir næstum fjögurra áratuga borg-
arastyrjöld hérlendis um ál, orku
og náttúru.
Svo er einfaldlega komið nóg af
stóriðju. Atvinnulíf framtíðarinnar
á að byggjast á öðru - á hátækni,
þekkingariðnaði, vandaðri ferða-
mennsku og nýsköpun í gömlu
greinunum, sjávarútvegi og land-
b ú n a ð i . Í
sjálfbærum
náttúrunytj-
um og með
því að virkja
og styrkja
frumkvæði
fó lks ins í
landinu.
Náttúru-
svæðin
við
borgina
Við Samfylkingarmenn nefnum
líka einstök svæði sem strax á að
tryggja vernd. Meðal þeirra eru
náttúruperlur við bæjardyr okkar
Reykvíkinga - Brennisteinsfjöllin
suður af og Grendalur við Hengil.
Það skiptir miklu fyrir reykvískar
fjölskyldur að geta notið ósnort-
innar náttúru í næsta nágrenni, og
á næstunni þarf að vernda skipu-
lega öll helstu náttúru- og útivistar-
svæði hér í kringum okkur.
Eldfjallagarður á Reykjanesi
er góð hugmynd hjá þeim í Land-
vernd. Við þurfum líka að gæta
þess að fjallasvæðið austuraf geti
áfram veitt okkur gleði, fróðleik og
lífsfyllingu. Mörgum hefur brugðið
við ummerkin á Hengilssvæðinu,
og Orkuveitan á núna að læra af
mistökum þarna uppfrá, skipu-
leggja betur mannvirkin og hlífa
með öllu verðmætum náttúrusvæð-
um. Svo skil ég ekkert í því að borg-
arfulltrúarnir skuli ekki sýna meiri
hugkvæmni við að greiða okkur
för um sjálft borgarfjallið, Esjuna,
með skipulagi, stígum, aðstöðu og
kynningu!
Náttúra og atvinnulíf, mennt-
un og menning: Nóg að hugsa og
vinna í vetur. En fyrst er að nota
veðrið og taka einn hjólahring á
stígnum. Norðurströndin, út á Nes,
Sörlaskjólið og Ægisíðan - í Skerjó
og inn í Nauthólsvík ...
Mörður Árnason
- sækist eftir 4.-6. sæti í prófkjöri
Samfylkingarinnar 11. nóvember
Fagra Reykjavík -
Fagra Ísland
Mörður Árnason.
Kristrún Heimisdóttir sem býður
sig fram í 5. sæti í prófkjöri Samfylk-
ingarinnar er ekki algjör nýgræðing-
ur í pólitík þó þetta sé í fyrsta skipti
sem hún tekur þátt í prófkjöri.
“Ég tók þátt í fyrstu sigrum
Röskvu í Háskóla Íslands á sínum
tíma, var eindreginn stuðningsmað-
ur Reykjavíkurlistans þegar hann
varð til og tók þátt í stofnfundi Sam-
fylkingarinnar árið 2000. Ég trúði
á sameininguna og væri sennilega
ekki einu sinni í flokki ef Samfylking-
in hefði ekki orðið til - ég er af þeirri
kynslóð.”
Kristrún er 35 ára gömul og lög-
fræðingur að mennt. Hún starfaði
um árabil sem lögfræðingur Samtaka
iðnaðarins. Mun reynslan úr atvinnu-
lífinu nýtast henni ef hún kemst á
þing?
“Það er ekki nokkur vafi. Ég hef
þá grjóthörðu skoðun að það vanti
atvinnustefnu á Íslandi og miklu
meira samráð við atvinnulífið í stíl
við það sem tíðkast á Norðurlöndum
og annars staðar í Evrópu. Íslending-
ar þurfa að leggja áherslu á alvöru
verðmætasköpun en ekki bara skuld-
um vafinn hagvöxt. Þar skiptir máli
uppbygging hátækni bæði í grónum
atvinnugreinum eins og sjávarútvegi
og landbúnaði og í nýjum greinum.
Þannig sköpum við eftirsótt störf,
bætum lífsgæði og styrkjum landið
í alþjóðlegri samkeppni. Nú er kom-
ið í ljós að hátækniiðnaður dróst
saman á árinu 2005 á Íslandi og þar
er fyrst og fremst rangri opinberri
stefnu um að kenna.”
Nú fara í hönd spennandi Alþingis-
kosningar þar sem margir telja mikið
í húfi. Verður ekki Samfylkingin rjúfa
álögin og vinna kosningar?
“Jú - ég er reyndar þeirrar skoðun-
ar að Samfylkingin hafi verið lýðræð-
islegur sigurvegari síðustu kosninga.
Hún var hástökkvarinn! En ef ég verð
í liðinu sem þingmannsefni næsta
vor mun ég ganga fram með sama
hugarfari og ég gerði í fótboltan-
um í KR á sínum tíma. Í tuttugu og
fimm ár vann KR ekki titil í meistara-
flokki - hvorki karla né kvenna. Við
ste lpurnar
rufum þann
m ú r 1 9 9 3
með fyrsta
Íslandsmeist-
aratitli okkar
og fé lagið
g l a d d i s t
með okkur.
Þ a ð þ a r f
marksækni,
sjálfstraust
og frábæran
undirbúning
til að vinna
sigra og ég veit að Samfylkingin er
margfalt betur undirbúin núna en
nokkru sinni fyrr. Ég hef tekið þátt í
gríðarlega vandaðri stefnumörkun
í Framtíðarhópi og fullyrði að sem
forystuafl í ríkisstjórn mun Sam-
fylkingin þora og geta gert brýnar
umbætur í málefnum fjölskyldunnar,
heilbrigðiskerfi, öldrunarþjónustu
og menntamálum um leið og efna-
hagsmálum verður stýrt farsællegar
en verið hefur frá síðustu kosning-
um. Við erum búin að vinna heima-
vinnuna og reikna öll dæmin. Næst
er að klára stóra dæmið”.
Kristrún Heimisdóttir
- býðir sig fram í 5. sæti í prófkjöri
Samfylkingarinnar í Reykjavík.
Hátækni í grónum og
nýjum atvinnugreinum
Kristrún
Heimisdóttir.