Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.2015, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.05.2015, Blaðsíða 6
6 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands Skinfaxi 2. tbl. 2015 Ritstjóri: Jón Kristján Sigurðsson, jonkristjan@umfi.is. Ábyrgðarmaður: Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ. Ljósmyndir: Jón Kristján Sigurðsson, Baldvin Berndsen, Sylvía Magnúsdóttir, Örn Guðnason o.fl. Umbrot og hönnun: Indígó. Prentun: Ísafoldarprentsmiðja. Prófarkalestur: Helgi Magnússon. Auglýsingar: Miðlun ehf. og Gunnar Bender. Ritnefnd: Örn Guðnason formaður, Gunnar Gunnarsson, Berglind Ósk Agnarsdóttir, Pétur Arason og Jóhanna Hreiðarsdóttir. Skrifstofa UMFÍ/Skinfaxa: Þjónustumiðstöð UMFÍ, Sigtúni 42, 105 Reykjavík. Sími: 568-2929 Netfang: umfi@umfi.is Heimasíða: www.umfi.is Starfsfólk UMFÍ: Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri, Helgi Gunnarsson, fjármálastjóri, Jón Kristján Sigurðsson, ritstjóri Skinfaxa og kynningarfulltrúi, Ómar Bragi Stefánsson, landsfulltrúi, með aðsetur á Sauðárkróki, Sabína Steinunn Halldórsdóttir, landsfulltrúi, Ragnheiður Sigurðardóttir, landsfulltrúi Guðbirna Kristín Þórðardóttir, ritari. Stjórn UMFÍ: Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður, Haukur Valtýsson, varaformaður, Örn Guðnason, ritari, Helga Jóhannesdóttir, gjaldkeri, Hrönn Jónsdóttir, meðstjórnandi, Björg Jakobsdóttir, meðstjórnandi, Gunnar Gunnarsson, meðstjórnandi. Varastjórn UMFÍ: Ragnheiður Högnadóttir, Baldur Daníelsson, Kristinn Óskar Grétuson, Eyrún Harpa Hlynsdóttir. Forsíðumynd: Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, er mikil áhugamanneskja um kajakíþróttina. Hún er formaður Kayakklúbbsins og Íslands- meistari í greininni. Forsíðumynd: Baldvin Berndsen. É g hef óhikað sagt að ég hefði dregið mig út úr starfi UÍA og þar af leiðandi ekki haldið áfram inn í UMFÍ ef ég hefði ekki fengið tækifæri til að fara erlendis á vegum samtakanna. Það kom haust- ið 2007 þegar mér bauðst að fara til Færeyja á námskeið á vegum VNU sem að stóðu Ísland, Færeyjar og Grænland. Um var að ræða tveggja daga námskeið þar sem okkur var kennt að hrinda hugmynd í fram- kvæmd (sem er frekar klassískt við- fangsefni á svona námskeiðum). Þremur árum síðar skráði ég mig á leiðtoganámskeið í gegnum Evrópu unga fólksins á vegum danskra góð- gerðarsamtaka. Við komum tvö frá UÍA og vorum viku í búðunum í merki- legri lífsreynslu þar sem við gistum í einu stóru herbergi, ein 20 stykki í kojum og ókynjaskipt. Haustið 2011 fór ég síðan í fyrsta sinn út á ráðstefnu NSU, sem UMFÍ hefur verið afar virkt í. Í NSU eru sam- tök frá öllum Norðurlöndunum með áherslu á ungmennaskipti en sam- tökin eru hins vegar ólík innbyrðis. Þau standa árlega fyrir ungmenna- viku og leiðtogaskóla og annað hvert ár fyrir námskeiði ætluðu stjórnendum. Fyrir tveimur árum fór ég með á ráðstefnu ISCA í Barselónu þar sem við sátum fjölda fyrirlestra um fram- þróun og stjórnun í íþróttamálum, fyrir utan að vera í 20 stiga hita og sól um miðjan október. Að endingu langar mig að minn- ast á tvær ferðir til Danmerkur und- anfarið ár, fyrst með stjórn UMFÍ, síð- an með forsvarsmönnum sambands- aðila þar sem við fengum að kynnast vinnu DGI, þeirra samtaka sem við höfum unnið hvað nánast með alla okkar tíð. Í allar áttir Segja má að þessi erlendu samskipti byggist öll á tengslum í gegnum DGI þar sem skrifstofur ISCA og NSU eru nánast undir þeim. UMFÍ nýtur þess að hafa verið með frá byrjun í báðum samtökunum og tekur þar alltaf virk- an þátt. Þau gefa kost á tengslum í ólíkar áttir og gefa tækifæri til að fylgjast með mismunandi áskorun- um, stefnum og straumum í íþrótta- og æskulýðsmálum. ISCA-samtökin ná um heim allan og það er áhugavert að sitja með forsvarsmanni fimleika í Malasíu, borgaryfirvalda í Sao Paolo í Brasilíu, ráðgjafa úr stjórn Obama um hreyf- ingu barna og enskum lögfræðingi og tala um og skiptast á reynslu af mismunandi verkefnum til að koma fólki á hreyfingu og efla félagslega þátttöku. Alveg eins er áhugavert að sitja NSU-fundi með ungu norsku leiklist- arfólki sem byggt hefur upp afar öfl- ug samtök, Svíum og Dönum sem vinna með aðlögun innflytjenda og að fræða ungmenni um hollan mat á skemmtilegan hátt og dönskum minnihlutahópi í Þýskalandi sem sameinast í gegnum samtök sem byggja á íþróttum. Fjárfesting en ekki kostnaður Stöðugt nám er forsenda fyrir fram- förum og því að festast ekki í kyrr- stöðu. Veröldin í kringum okkur er í stöðugri þróun og nágrannaþjóð- irnar hafa sumar hverjar tekist á við verkefni sem við höfum ekki enn fengið í fangið af fullum þunga en fáum trúlega. En við getum líka miðl- að lausnum og ber skylda til þess. Fyrir sjálfan mig, og ég er sann- færður um að ég tala fyrir hönd fleiri ungmenna sem farið hafa erlendis á vegum UMFÍ, hafa erlendu sam- skiptin veitt mér ánægju og hvatn- ingu til að halda áfram, tækifæri til að efla mig sem einstakling en einnig verkfæri og hugmyndir sem nýst hafa mér í starfi mínu innan hreyf- ingarinnar. Ferðir erlendis og uppihald kosta vissulega pening en það má líka bók- færa þau gjöld sem fjárfestingar í framtíðinni sem skili sér í betra starfi og öflugra fólki. Ég er þakklátur fyrir þau tækifæri sem ég hef fengið til að fara erlendis á vegum UMFÍ, þeim sem sýndu tiltrú á mér með því að bjóða mér þau og vona að ég geti gefið öðrum kost á að upplifa það sem ég hef fengið með vinnu minni. Nú held ég út Gunnar Gunnarsson – ritstjórnarspjall: Ungmennavika NSU í Danmörku 3.–8. ágúst Ungmennavika NSU fer að þessu sinni fram í Karpenhøj í Danmörku, sem er 50 km frá Aarhus, dagana 3.–8. ágúst nk. Flogið verður til og frá Billund. UMFÍ hefur ráð á sætum fyrir fimm þátttakendur, á aldrinum 18–20 ára. Yfirskrift vikunnar er Norden redder Jorden – Play 4 the Planet. Fjallað verður um náttúru og loftslag á Norðurlöndum en einnig eru á dagskrá ævintýri og leiðtogahæfileikar ungs fólks á Norðurlöndunum. Þátttakendur fá tækifæri til að reyna sig við ýmsar aðstæður, s.s. í kajakferð, klifri og að sofa úti í náttúr- unni. Leiðtogaskóli NSU í Noregi 10.–16. ágúst Leiðtogaskóli NSU fer í ár fram í Styrn og Vågsøy í Noregi dagana 10.–16. ágúst nk. en flogið verður til og frá Bergen. UMFÍ hefur að þessu sinni ráð á sætum fyrir fjóra þátttakend- ur á aldrinum 18–30 ára. Ýmislegt á döfinni hjá NSU Yfirskrift leiðtogaskólans er Mountains & Fjords. Þátttakendur fá tækifæri til að efla leiðtogahæfileika sína en einnig reynslu af því að leiða fólk inn í breytta tíma og af því að vinna með öðrum og auka þekkingu sína á siðum og venjum annarra þjóða og tungumálum þeirra. Þeir fá að reyna sig við ýmsar aðstæður, s.s. á fjalli, á sjó og á jökli, við að elda mat úti í náttúrunni og fleira sem tengist náttúru okkar. Ungmennafélag Íslands á aðild að NSU – Nordisk Samorgani- sation for Ungdomsarbejde en samtökin standa fyrir viðburðum fyrir ungt fólk á Norðurlöndum á hverju ári.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.