Skinfaxi - 01.05.2015, Page 4
4 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands
Þegar markmið með stofnun ung-mennafélaga og íþróttafélaga eru skoðuð ber allt að sama brunni, félögin skulu stuðla að eflingu íþrótta-
og æskulýðsstarfs og að heilbrigðum lífs-
háttum í þeim samfélögum þar sem þau
starfa. Sama er hvar við drepum niður fæti
í sögunni, félögin hafa öll unnið af kappi að
framgangi þessara markmiða og gera það
enn.
Það má vera öllum ljóst að áhrifin af starf-
semi hreyfinganna eru mikil og skipta miklu
máli í lífi einstaklinga og fjölskyldna um allt
land. Með skipulögðu æskulýðs- og íþrótta-
starfi er lagður grunnur að heilbrigðu sam-
félagi þar sem heilsa og heill fólks á öllum
aldri er höfð að leiðarljósi. Þetta hlutverk
hafa eldhugarnir, sjálfboðaliðarnir, axlað af
mikilli ábyrgð og í krafti starfa þeirra hafa
orðið til verkefni af ýmsu tagi og þeir hafa
komið að margs konar uppbyggingu. Þannig
má segja að þeir hafi sett fingraför sín á
ákvarðanir er varða uppbyggingu mann-
virkja, skipulag og framkvæmd æskulýðs- og
íþróttastarfs í nærsamfélagi sínu og á lands-
vísu og þá ekki síst lagt hönd á plóg við
félagslegt uppeldi einstaklinga sem aftur
hefur búið til þann félags- og mannauð sem
hvert samfélag býr yfir.
Að starfa sem sjálfboðaliði á þessum vett-
vangi er ein hlið en mig langar að nefna aðra
hlið sem er ekki síður gefandi og mikilvæg.
Það er árangurinn sem iðkendurnir ná og
veita okkur sem á horfum mikla gleði og
ánægju.
Samtakamátturinn, sem verður til þegar
íþróttamanni, félagi eða landsliði gengur vel
á keppnisvellinum, er ólýsanlegur og kallar
fram stolt yfir að fá að upplifa árangurinn.
Ég efast um að það séu margar 330.000
manna þjóðir í heiminum sem geta státað af
því að eiga landslið sem eru komin í loka-
keppni Evrópu í handbolta og körfubolta,
við það að komast í lokakeppni Evrópu í
knattspyrnu, eru í 2. deild Evrópu í frjálsum
íþróttum og lentu í verðlaunasæti á Evrópu-
móti landsliða í hópfimleikum. Þá er ég ekki
búin að telja upp alla þá einstaklinga í öðr-
um íþróttagreinum sem hafa náð góðum
árangri á alþjóðavísu. Við erum stolt sem
þjóð yfir að eiga fulltrúa meðal þjóðanna og
fylgjumst spennt með hvernig gengur.
Það er ekkert sjálfgefi ð
Fögnum þegar vel gengur og erum tilbúin
að segja að það gangi betur næst ef árangur-
inn fer ekki eftir því sem óskað hefur verið.
Grunnurinn að þessu öllu saman er öflugt
íþróttastarf á Íslandi. Mikill fjöldi barna og
unglinga tekur þátt í íþróttum og er þátt-
takan í raun með því mesta sem gerist sé
hún skoðuð í samhengi við þær þjóðir sem
við berum okkur saman við. Góð íþrótta-
aðstaða, menntaðir þjálfarar og sjálfboða-
liðarnir, sem bera starfið uppi, gera afreks-
fólkinu okkar kleift að vera í fremstu röð.
En munum að það er ekki sjálfgefið að
starfsemi æskulýðs- og íþróttahreyfinganna
sé alltaf til staðar. Við verðum að hlúa að henni
og halda áfram að eiga góða samfylgd með
íslenskri þjóð, axla samfélagslegar skyldur
og standa undir þeirri miklu ábyrgð að vera
stærsta fjöldahreyfing á Íslandi.
Ég óska ykkur öllum gleðilegs sumars
Íslandi allt!
Helga Guðrún Guðjónsdóttir
Helga Guðrún
Guðjónsdóttir,
formaður UMFÍ.
Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ:
Auður Inga Þorsteinsdóttir hefur verið
ráðin nýr framkvæmdastjóri Ungmenna-
félags Íslands. Tók hún við starfinu 1. júní sl.
Auður Inga er fædd árið 1978 og hefur
undanfarin níu ár starfað sem fram-
kvæmdastjóri Íþróttafélagsins Gerplu í
Kópavogi. Áður var hún deildarstjóri á
tveimur leikskólum í Noregi. Þar á undan
var hún fimleikaþjálfari hjá Gerplu og hjá
Kolbotn í Noregi og var m.a. yfirþjálfari
hjá Gerplu. Þá hefur hún gegnt ýmsum
† Hafsteinn Þorvaldsson, fyrrver-andi formaður Ungmennafélags Íslands, lést þann 26. mars síðast-
liðinn, á 84. aldursári. Hafsteinn fæddist í
Hafnarfirði 28. apríl 1931. Hann ólst upp í
Hafnarfirði til fermingaraldurs en fluttist
eftir það með foreldrum sínum að Lamb-
húskoti í Biskupstungum og 1950 að Syðri-
Gróf í Flóa. Þar stundaði hann búskap til
ársins 1961 er hann fluttist á Selfoss þar
sem hann bjó og starfaði til æviloka.
Hafsteinn starfaði lengst af sem fram-
kvæmdastjóri sjúkrahússins á Selfossi.
Hann sat í bæjarstjórn Selfoss í 14 ár og
var m.a. formaður bæjarráðs um tíma.
Hafsteinn tók frá unga aldri mikinn
þátt í störfum innan ungmennafélags-
hreyfingarinnar og var mikilvirkur á því
sviði. Hann nam við Íþróttaskóla Sigurðar
Greipssonar í Haukadal og dvaldi þar árin
1946–1948. Hann var m.a. formaður Umf.
Vöku í Villingaholtshreppi 1950–1961, Umf.
Selfoss 1962–1963 og sat í stjórn HSK
1961–1970. Þá var hann framkvæmda-
stjóri Landsmóts UMFÍ á Laugarvatni 1965.
Hafsteinn var kjörinn í varastjórn UMFÍ
1963 og síðan ritari 1965. Ritarastöðunni
gegndi hann til 1969 er hann var kjörinn
formaður UMFÍ á sambandsþingi að Laug-
um. Hafsteinn var formaður samtakanna á
árunum 1969–1979. Eitt af fyrstu verkum
Hafsteins var að ráða Sigurð Geirdal fram-
kvæmdastjóra. Saman hrintu þeir af stað
mikilli sóknarbylgju ungmennafélagshreyf-
ingarinnar, félögum fjölgaði stórlega, félög
og sambönd vöknuðu af værum blundi
og starfið blómstraði. Hafsteinn var gerð-
ur að heiðursfélaga UMFÍ árið 1979.
Hafsteinn Þorvaldsson, fyrrverandi formaður UMFÍ
Auður Inga Þorsteinsdóttir
nýr framkvæmdastjóri UMFÍ
trúnaðarstörfum fyrir Fimleikasamband
Íslands og verið kennari og fyrirlesari á
ýmsum námskeiðum, bæði hérlendis og
erlendis.
Auður Inga lauk B.Ed.-gráðu frá Kenn-
araháskóla Íslands árið 2002. Hún útskrif-
aðist í júní 2015 með MBA-gráðu í við-
skiptum og stjórnun frá Háskólanum í
Reykjavík.
Auður Inga var valin úr hópi ríflega
sjötíu umsækjenda en Hagvangur
aðstoðaði stjórn UMFÍ við ráðningar-
ferlið. Hún tók við af Sæmundi Runólfs-
syni sem verið hafði framkvæmdastjóri
UMFÍ í rúm 23 ár.
Auður Inga
Þorsteinsdóttir,
nýr framkvæmda-
stjóri UMFÍ.
Hafsteinn
Þorvaldsson
flytur ávarp á
héraðsþingi HSK
í Brautarholti á
Skeiðum 2012.