Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.2015, Síða 18

Skinfaxi - 01.05.2015, Síða 18
18 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands D önsku landsmótin eiga sér langa sögu eða allt aftur til árs-ins 1862 er 103 karlar komu saman og kepptu í skotfimi. Þetta fyrsta mót stóð í sex klukkutíma og var haldið á svipuðum slóðum og DGI-byen stendur nú í Kaupmannahöfn. Sagan segir að borðhaldið eftir mótið hafi tekið lengri tíma en keppnin sjálf. Mótin voru í byrjun miklar hátíðir þar sem gleði og gaman ríktu og snerust mikið um þjóðarstolt. Fimleikar komu til sögunnar 1881 og hafa sett mark sitt á mótin síðan. Konur tóku fyrst þátt í fimleikum í Silkeborg 1908. Um aldamótin var talað um skandinavíska hátíð því að ásamt Dönum tóku Norðmenn og Svíar þátt. Á þriðja áratug 20. aldar var dregið úr vægi keppnisíþrótta og meira lagt upp úr sýningum. Á fjórða áratugnum bætt- ust fleiri íþróttagreinar við eins og fótbolti, handbolti, frjálsar og sund. Næstu tvo áratug- ina var lögð meiri áhersla á þátttöku almenn- ings og boðið upp á fleiri sýningar, viðburði o.fl. Frá 1970 og fram á tíunda áratuginn jókst fjölbreytni mótanna, fleiri og fjölbreyttari íþróttagreinar bættust við og ungir sem aldnir gátu verið með. Í gegnum tíðina hafa dönsku landsmótin tekið miklum breytingum. Þátttakendum hefur fjölgað mikið sem og keppnisgreinum, alls konar sýningum, viðburðum og smiðjum. Í dag eru landsmótin sannkallaðar stórhátíð- ir þar sem keppni, leikur, fræðsla og samvera er það sem mestu máli skiptir. Fjölmennasta landsmótið hingað til var haldið í Silkeborg 1998. Þá voru þátttakendur 45.054 og er tal- ið að um 80.000 manns hafi komið á mótið. Dönsku landsmótin (Landsstævne), sem nú orðið eru haldin á fjögurra ára fresti, eru stærstu íþróttahátíðir sem haldnar eru í Dan- mörku. Síðasta landsmót DGI, sem var það 26. í röðinni, var haldið í Esbjerg 2013. Þar voru þátttakendur 23.500. Yngri aldurshópar voru fjölmennir en um þriðjungur þátttak- enda var á aldrinum 15–25 ára. Setningar- hátíðin fór fram í Blue Water Arena í Esbjerg og var sjónvarpað beint á DR1 og TV-2. Talið er að um 780.000 hafi fylgst með henni. Nýjar íþróttir njóta vin - á dönsku landsmótunum Á mótinu í Esbjerg gátu þátttakendur í fyrsta skipti sett saman sína eigin dagskrá, t.d. tekið þátt í strandblaki og CrossGym einn daginn, fótbolta annan, fimleikum með fim- leikahópi þann þriðja og svo prófað þríþraut eða farið í fitness-smiðju. Mótið var öllum op- ið og þurfti fólk ekkert endilega að vera skráð í félag. Aldurtakmark var 15 ár en börn voru velkomin í fylgd með fullorðnum og var boð- ið upp á ýmislegt sem þau gátu tekið þátt í. Fjöldinn allur af smiðjum (workshops) var í boði þar sem fólki gafst kostur á að auka inn- sýn sína í ýmsar íþróttir. T.d. var hægt að fara í það sem kallað var DGI Aqua Act en þar var boðið upp á stórt reipi og ýmsar þrautir í sundhöllinni. Þá var hægt að keppa í fótbolta í sjö manna liðum og öðrum boltagreinum á smærri völlum og með færri leikmönnum í miðbænum. Um 3.700 sjálfboðaliðar komu að fram- kvæmd landsmótsins í Esbjerg. Til gamans má geta þess að þeir elduðu 8,5 tonn af heitum mat, drösluðu íþróttatækjum til og frá, smurðu 71.000 rúgbrauðssneiðar og margt fleira.

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.