Skinfaxi - 01.05.2015, Blaðsíða 20
20 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands
S
taða konunnar á heimilinu hindrar lík-
lega að konur sæki eftir sæti í stjórn-
um. Svana Hrönn Jóhannsdóttir lauk
nú í vor BS-prófi í íþróttafræðum við
Háskólann í Reykjavík og fjallaði loka-
ritgerð hennar um stöðu kvenna í stjórnum
innan íþróttahreyfingarinnar. Þess má geta
að Svana hefur getið sér gott orð í íþróttum
en hún var um tíma einn sterkasta glímu-
kona landsins.
Margt skemmtilegt kom í ljós
„Ég fékk þessa hugmynd að ritgerðarefni og
þá fór ég að huga að stjórnarbakgrunni mín-
um í íþróttahreyfingunni en ég sat um tíma í
stjórn Glímusambands Íslands. Ég fór að
glugga í tölur, sá þá að þetta var eitthvað sem
þyrfti að skoða nánar og hellti mér síðan í rit-
gerðina. Það var margt skemmtilegt sem kom
í ljós og allt ferlið var hið áhugaverðasta,“
sagði Svava Hrönn Jóhannsdóttir í spjalli við
Skinfaxa.
Hélt að staðan væri betri
Svana sagði að staða kvenna í stjórnum inn-
an íþróttahreyfingarinnar hefði í raun ekki
komið sér á óvart. Hún hefði samt haldið að
hún væri aðeins betri því konur á Íslandi eru
komnar langt í jafnréttisbaráttunni. Svana
sagði að hún hefði átt von á 30 prósent þátt-
töku kvenna en hún hefði yfirleitt verið undir
þeirri prósentu í stjórnum sérsambanda, í
nefndum og ráðum innan ÍSÍ og í fram-
kvæmdastjórninni. Í formennsku íþrótta-
félaga og bandalaga undir ÍSÍ eru hins vegar
44 prósent konur.
Staðan er ansi misjöfn
– Hefur lítil breyting orðið á stöðu kvenna á
síðustu 10–20 árum í þessum efnum?
„Ég fór í rauninni ekki mikið ofan í þróun-
ina en var með tölur af heimasíðu sem tekur
þetta saman, sem heitir Sydneyscoreboard.
Þarna er hópur sem reynir að efla konur í
stjórnun í íþróttum. Þar gat ég séð stöðuna
2009 og 2010 og það hefur í rauninni engin
breyting orðið. Þar gat ég einnig borið saman
stöðuna á Norðurlöndunum og raunar í öll-
um heiminum. Staðan í þessum málum er
ansi misjöfn og sums staðar eru nánast eng-
ar konur í stjórnum. Í Noregi eru þær aftur á
móti yfir 30%. Þar er staðan með þeim betri
þegar á heildina er litið en auðvitað var ég
að einblína á stöðuna hér á landi. Ritgerðin
vatt upp á sig og þróaðist út í það að verða
eigindleg. Ég tók viðtöl við átta konur til þess
að komast að því af hverju staðan væri orðin
eins og hún er. Ég vildi komast að því hvernig
þær upplifðu sjálft stjórnarstarfið, bæði hvað
reynslu varðar og af hverju þær væru að taka
slíkt að sér enda um ólaunað starf að ræða.
Hér væri einnig um kvöld- og helgarvinnu að
ræða. Þessar konur komu fram með ýmsar
hugleiðingar eins og hvers vegna konur
sæktust ekki eftir þessu starfi og hvað væri
hægt að gera. Það kom í ljós, þegar ég fór að
vinna úr viðtölunum við þessar átta konur,
að mikil tenging var í gögnunum. Þær voru
allar sammála um að þetta væri skemmtilegt
starf, samt oft erfitt og tímafrekt. Þær sögðust
fá tækifæri til að sjá íþróttirnar með öðrum
augum. Þær sem treystu sér ekki lengur til
að vera iðkendur sáu þarna tækifæri til að
vinna áfram í íþróttum. Einni í þessum hópi
fannst mikilvægt að sýna börnum sínum
að konan gæti unnið líka utan heimilis á
kvöldin,“ sagði Svana Hrönn.
Oft erfiðara að sækja konu
– Nú hefur lengi verið rætt um það hvers vegna
fleiri konur sitji ekki í stjórnum. Er vitað með
vissu af hverju það stafar?
„Eins og kemur fram í ritgerðinni er sterk
hefð fyrir störfum karla í stjórnum og þá ekki
bara í íþróttahreyfingunni. Starfið er ólaunað
og þarf nánast að sækja hvern einasta ein-
stakling en það er oft erfiðara að sækja konu.
Kannski gleymist að sækjast eftir kröftum
þeirra og það er bara nauðsynlegt að vekja
athygli á þessu. Það kom fram að konur beri
Stundum gleymast stelpurnar
Fjallað um stöðu kvenna í stjórnum innan íþróttahreyfingarinnar
„Mér fannst gaman að
vinna ritgerðina og ég sá
tækifæri til að ég gæti haft
einhver áhrif á þessa stöðu
með því að skrifa hana.“
„Konur eru með börnin
og heimilið í forgangi sem
kemur síðan niður á því
að þær setjist í stjórnir.“
frekar ábyrgð á störfum innan heimilisins og
gefi ekki kost á sér af þeim sökum. Ég er bjart-
sýn og sé fram á breytingar í þessum efnum
á næstu árum. Það er nauðsynlegt að bæði
kynin séu í stjórnum því að iðkendur eru af
báðum kynjum. Stundum gleymast stelpurn-
ar og hliðar þeirra á málum en oft þarf að
aðlaga reglur að konum með ýmsum hætti.
Það þarf umfram allt innsýn beggja kynja.“
Forgangsröðin er öðruvísi
– Eru konur kannski að vakna í meira mæli
til vitundar í þessum efnum og áhuginn að
vakna?
„Já, vonandi. Forgangsröðin er væntan-
lega öðruvísi hjá konum en körlum. Konur
eru með börnin og heimilið í forgangi sem
kemur síðan niður á því að þær setjist í stjórn-
ir. Það hefur til dæmis komið fram í ritgerð
einni að karlar taki frekar þátt í sjálfboðaliða-
störfum en konur. Allar konurnar, sem ég tal-
aði við, voru beðnar um að koma í stjórn,
þær buðu sig ekki fram að eigin frumkvæði.
Það gildir líka örugglega víða um karlmenn
sem eru í stjórnum, þeir eru einnig sóttir.
Auðvitað væri betra að framboðið væri meira
en það er leiðinlegt að fólk sitji bara í sófan-
um og pirrist yfir því að ekkert sé að gerast í
staðinn fyrir að bjóða fram krafta sína.“
– Hvað kom þér einna helst á óvart í þessari
ritgerðarsmíð?
„Það var að staða konunnar innan heimilis-
ins hindraði þær líklega í að sækjast eftir sæti
í stjórnum. Ég hélt satt best að segja að við
værum komin lengra á Íslandi á árinu 2015.
Ég varð líka fyrir vonbrigðum með stöðuna
sums staðar í Evrópu. Ég get nefnt sem dæmi
að í Póllandi er fjöldi kvenna í stjórnum inn-
an við 10% en ég fjalla ekki sérstaklega um
það í niðurstöðum mínum. Þegar ég var að
taka saman af hverju væri nauðsynlegt að
hafa konur í stjórnum kemur fram að með
setu þeirra í stjórnum fylgi meiri agi, bæði í
fjármálum og fundarsetu,“ sagði Svana.
Vona að konur bjóði sig fram
– Berðu í brjósti von um að þessi ritgerð þín
skili einhverju?
„Ég vona að hún veki athygli á stöðunni
og að konur bjóði sig í meira mæli fram. Ekki
þurfi að sækja þær allar til starfa og þær komi
þess í stað með krafti inn í stjórnir í íþrótta-
hreyfingunni. Svo vona ég að þetta skili sér
til iðkenda, að konur verði jafnar körlum í
iðkendafjölda en þar eru þær enn í minni-
hluta.“
Tækifæri til að hafa áhrif
Svana sagði að það hefði verið afskaplega
gaman og gefandi að vinna þessa ritgerð.
Það hefði verið gaman að taka viðtöl við
þessar konur og þær hefðu í raun gefið sér
hugmynd að þessu verkefni.
„Mér fannst gaman að vinna ritgerðina
og ég sá tækifæri til að ég gæti haft einhver
áhrif á þessa stöðu með því að skrifa hana.
Ég held að ég eigi eftir að fylgjast vel með
þróun mála og vera dugleg að mæta á mál-
þing. Eitt er víst, að það er hægt að breyta
þessu ástandi,“ sagði Svana Hrönn.
Svana Hrönn Jóhannsdóttir: