Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.2015, Blaðsíða 13

Skinfaxi - 01.05.2015, Blaðsíða 13
 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands 13 Ástþór Jón Tryggvason, stjórnarmaður USVS: „Ég upplifði ferðina sem mikið tækifæri. Það atvikaðist þannig að framkvæmdastjórinn okkar, hann Birgir, sem upphaflega átti að fara í ferðina, varð að boða forföll. Þá var leit- að til formanns og hann leitaði til stjórnar. Mér þykir þetta gífurlega mikil viðurkenning fyrir það starf sem ég hef unnið. Það er úr mörgu að velja, enda margt sem var skoðað og kannað þarna úti, en áhuga- verðast fannst mér hvernig DGI og DIF, sem eru í raun danska UMFÍ og ÍSÍ, vinna saman að ýmsum verkefnum, og eru ekki í stöðugri samkeppni. Þetta er eitthvað sem mér finnst að ÍSÍ og UMFÍ mættu taka sér til fyrirmyndar. Ferðin á eftir að nýtast mér á svo marga vegu. Fyrir mig var það mjög hvetjandi að fá tækifæri, þetta ungur, til að fara fyrir félagið mitt í þessa ferð. Í ferðinni kynntist maður síðan að sjálfsögðu mörgu fólki og fékk Einar Haraldsson, formaður Keflavíkur: „Þessi ferð var mjög góð. Komnir eru nýir aðil- ar til starfa innan hreyfingarinnar og því ber að fagna. Í svona ferðum nær maður að kynn- ast þessu fólki sem síðan auðveldar öll sam- skipti sem á eftir koma. Dagskrá ferðarinnar var helst til stíf en mjög flott. Allt var til fyrir- myndar. Fyrirlestrar um hvað DGI er að gera í grein- ingarmálum og hvernig þeir standa að verk- efnum sem þeir setja af stað voru mjög fróð- legir. Væri gaman ef við gætum gert slíkt hið sama hér en við ráðum ekki yfir þeim fjár- munum sem DGI hefur. Gaman var að sjá og að fá að prófa hjólabrautina sem þeir eru með fyrir almenning. Ég hef kynnst nýjum starfsmönnum héraðs- Guðný Stefanía Stefánsdóttir, formaður HVÍ: „Mín upplifun í ferðinni var mjög góð og frá- bært var að fá tækifæri til að kynnast starf- semi DGI. Það var gaman að sjá og heyra að það sem við erum að gera hér á okkar svæði er ekki svo frábrugðið því sem er verið að gera þarna úti og styður við það góða starf sem er heima í héröðum víðs vegar um landið. Ýmislegt var áhugavert í þessari ferð en ég myndi segja að hjólaferðin um Kaupmanna- höfn hafi staðið upp úr. Gaman var að því að fá að sjá borgina á annan hátt og mér fannst Dirt bike-svæðið vera mjög spennandi og það er eitthvað sem ég hefði mikinn áhuga á að skoða á mínum heimaslóðum. Það sem mér fannst líka áhugavert var að viðmiðunar- tölur þeirra eru aðrar en okkar þó svo að þeir séu með mun fleiri einstaklinga heldur en við. Þeim fannst frábær árangur að fara úr fimm krökkum, sem komu reglulega í hjóla- brautina, og upp í sextíu krakka á þremur árum. Ég er ekki viss um að við Íslendingar yrðum jafnhrifin. Þetta segir mér að kannski þurfum við að líta meira inn á við og hætta að hugsa um fjöldann, vera glöð með hvern Þátttakendur í ferðinni: Þrír þátttakendur í ferðinni til Danmerkur voru spurðir hvernig þau hefðu upplifað ferðina til DGI, hvað þeim hefði fundist áhugaverðast og hvernig ferðin muni nýtast þeim í starfi. og ungmennasambanda sem á eftir að auð- velda mér öll samskipti við þá. Slíkt tengsla- net er mjög mikilvægt í störfum okkar. Alltaf er gaman að sjá hvað aðrir eru að gera. Ég held að munurinn liggi í fjármagninu sem menn hafa úr að spila.“ og einn einstakling sem líður betur en áður. Fyrst og fremst finnst mér æðislegt fyrir mig, svona nýja í hreyfingunni, að fá tækifæri til að kynnast fólki sem er að vinna á bak við tjöldin í UMFÍ og hafa fengið tækifæri til að kynnast fólki víðs vegar að af landinu. Öll sam- skipti verða auðveldari og skemmtilegri þegar maður er andlit á bak við nöfnin. Þessi ferð mun nýtast mér á þann hátt að við vitum að við erum að vinna gott starf hérna heima og að við getum haldið því áfram.“ innsýn inn í starfið hjá félögum þess eða samböndum, og um leið helling af hug- myndum, hvernig hægt væri að yfirfæra það og bæta til að hjálpa sínu félagi. Ég kem til baka reynslunni ríkari, uppfullur af góðum hugmyndum, og þekki nú helling af frábæru fólki sem sinnir frábæru starfi úti um allt land.“

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.