Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2015, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.02.2015, Blaðsíða 6
6 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands Skinfaxi 1. tbl. 2015 Ritstjóri: Jón Kristján Sigurðsson, jonkristjan@umfi.is. Ábyrgðarmaður: Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ. Ljósmyndir: Jón Kristján Sigurðsson, Þorgeir Baldursson, Jörgen Nilsson, Skapti Hallgrímsson, Páll Friðriksson, Sigurður Guðmundsson, Snorri Örn Arnaldsson, Mosfellingur o.fl. Umbrot og hönnun: Indígó. Prentun: Ísafoldarprentsmiðja. Prófarkalestur: Helgi Magnússon. Auglýsingar: Miðlun ehf. og Gunnar Bender. Ritnefnd: Örn Guðnason formaður, Gunnar Gunnarsson, Berglind Ósk Agnarsdóttir, Pétur Arason og Jóhanna Hreiðarsdóttir. Skrifstofa UMFÍ/Skinfaxa: Þjónustumiðstöð UMFÍ, Sigtúni 42, 105 Reykjavík. Sími: 568-2929 Netfang: umfi@umfi.is Heimasíða: www.umfi.is Starfsfólk UMFÍ: Sæmundur Runólfsson, framkvæmdastjóri, Helgi Gunnarsson, fjármálastjóri, Jón Kristján Sigurðsson, ritstjóri Skinfaxa og kynningarfulltrúi, Ómar Bragi Stefánsson, landsfulltrúi, með aðsetur á Sauðárkróki, Sabína Steinunn Halldórsdóttir, landsfulltrúi, Guðbirna Kristín Þórðardóttir, ritari. Stjórn UMFÍ: Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður, Haukur Valtýsson, varaformaður, Örn Guðnason, ritari, Helga Jóhannesdóttir, gjaldkeri, Hrönn Jónsdóttir, meðstjórnandi, Björg Jakobsdóttir, meðstjórnandi, Gunnar Gunnarsson, meðstjórnandi. Varastjórn UMFÍ: Ragnheiður Högnadóttir, Baldur Daníelsson, Kristinn Óskar Grétuson, Eyrún Harpa Hlynsdóttir. Forsíðumynd: Kolbeinn Höður Gunnarsson úr Ungmenna- félagi Akureyrar hefur verið áberandi á hlaupa- brautinni undanfarið og sett hvert metið á fætur öðru á innanhússmótum. Þessi ungi frjálsíþróttamaður, sem verður tvítugur í júlí næstkomandi, er mikið efni sem vert er að gefa auga í framtíðinni. Mikill metnaður og gífurleg ástundun æfinga hafa komið þessum unga pilti á þann stall sem hann er á í dag. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson. E kki verður annað sagt en að góð frammistaða frjálsíþrótta-fólks í upphafi ársins gefi fyrir- heit um gott ár. Frábær árangur hef- ur náðst á nokkrum innanhússmót- um þar sem ný Íslands- og Evrópu- met hafa litið dagsins ljós og miklar framfarir hafa sýnt sig hjá mörgum. Þessi árangur í byrjun keppnistíma- bils segir að búast megi við enn frek- ari framförum þegar á árið líður. Bætt aðstaða og betri þjálfun eru líklega meginástæða fyrir bættum árangri og margir nýir og upprenn- andi einstaklingar eru að koma fram í sviðsljósið. Aníta Hinriksdóttir er tvímælalaust í hópi bestu íþrótta- manna landsins, aðeins 19 ára gömul, og á eflaust glæsta framtíð fyrir höndum á hlaupabrautinni. Evrópumet unglinga og góð frammistaða í keppni við bestu hlaupara heims í 800 metra hlaupi á dögunum eru afrek til að gleðjast yfir og hvetja hana áfram í næstu verkefnum. Við getum verið stolt af afrekum Anítu, ferill hennar er rétt hafinn, og hún á eflaust eftir að verða mikið í sviðsljósinu á næstu árum. Við eigum ennfremur marga aðra mjög efnilega íþróttamenn, fleiri en oft áður, sem eiga eftir að láta æ meira að sér kveða á næstu misserum. Í þessum hópi eru ekki síst íþrótta- menn af landsbyggðinni og er það gleðileg þróun. Það eru bara spenn- andi tímar fram undan. Það sem hefur vakið athygli upp á síðkastið er glæstir sigrar ung- mennafélagsliða í bikarmótum í boltagreinum. Umgjörðin utan um úrslitakeppnir í þessum greinum hefur verið glæsileg í alla staði og verið þeim sem að þeim hafa komið til mikils sóma og framdráttar. Grótta á Seltjarnarnesi hóf bikarinn á loft í fyrsta skipti í kvennaflokki í handknattleik en markviss upp- bygging og sterk hefð handboltans á Nesinu eru sannarlega farin að bera ríkulegan ávöxt. Þarna er upp- rennandi lið sem mun blanda sér í baráttuna um Íslandsmeistaratitil- inn. Karlalið Stjörnunnar í körfu- knattleik hampaði bikarmeistara- titli eftir æsispennandi slag við KR sem af mörgum er talið eitt sterk- asta liðið í körfunni nú um stundir. Stjarnan hefur heldur betur sett svip á körfuboltann á síðustu árum og uppskar þarna laun erfiðisins. Loks vann Afturelding í Mosfells- bænum sigur í bikarkeppni kvenna í blaki. Þar á bæ hefur verið unnið mikið starf í þessari íþrótt sem skilar sér síðan alla leið. Sól hækkar á lofti og vorið er ekki langt undan og allt að vakna til lífs- ins. Þetta er í huga margra einn skemmtilegasti tími ársins og keppni í útiíþróttum að fara af stað fyrir alvöru. Knattspyrnumenn bíða spenntir eftir að flautað verði til leiks og þá eru atburðir sem UMFÍ stendur fyrir ávallt áberandi. Lands- mót UMFÍ 50+ verður haldið á Blönduósi í lok júní og Unglinga- landsmót um verslunarmanna- helgina á Akureyri. Það er ástæða til að hlakka til sumarsins, njóta útiverunnar og þeirra viðburða sem í boði eru. Fyrirheit um gott ár Jón Kristján Sigurðsson – ritstjóraspjall: F ulltrúar frá sambandsaðilum Ungmennafélags Íslands áttu vinnufund með starfs- fólki UMFÍ í Þjónustumiðstöð hreyfingarinnar í Reykjavík þann 30. janúar sl. Fundurinn var vel heppnaður og árangursríkur. Viðar Halldórsson félagsfræðing- ur hélt áhugavert erindi um áherslur í þjálfun sem hann byggði á leiðarvísi er gefinn hef- ur verið út og ber heitið Fram- tíðin. Á eftir spunnust skemmti- legar umræður. Því næst kynnti Sigurður Guðmundsson, tóm- stundafulltrúi UMSB, samstarf Ungmennasambands Borgar- fjarðar og Borgarbyggðar. Í hádeginu voru höfuðstöðvar Íslenskrar getspár í Laugardal heimsóttar undir leiðsögn Stefáns Konráðssonar framkvæmdastjóra. Eftir hádegi fór fram kynning á verkefnum UMFÍ og umræður voru í kjölfarið. Fundinum lauk síðan með opnum umræðum og samantekt. Vinnufundur starfsfólks UMFÍ og sambandsaðila UMFÍ Starfsfólk UMFÍ og sambandsaðila UMFÍ ásamt nokkrum gestum sem tóku þátt í deginum, í höfuðstöðvum Íslenskrar getspár í Laugardal.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.