Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.02.2015, Page 12

Skinfaxi - 01.02.2015, Page 12
12 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands Aðalfundur Keflavíkur, Íþrótta- og ung- mennafélags, var haldinn 26. febrúar sl. Björg Jakobsdóttir, stjórnarmaður í UMFÍ, ávarpaði fundinn og sæmdi Kára Gunnlaugsson gull- merki hreyfingarinnar. Kári hefur verið við- loðandi íþróttahreyfinguna alla tíð. Hann spilaði knattspyrnu með Íþróttabandalagi Keflavíkur og Reyni á Árskógsströnd. Sat í stjórnum Íþróttabandalags Keflavíkur (ÍBK) og Knattspyrnufélags Keflavíkur (KFK) og var síðasti formaður þess. Var hann einn af þeim sem sameinuðu sex íþróttafélög í Keflavíkur- bæ 1994 undir merkjum Keflavíkur og var í fyrstu stjórninni. Hann er enn í stjórn félags- ins og er að hefja þar sitt tuttugasta og ann- að starfsár. Þar af hefur Kári gegnt varafor- mennsku í 17 ár. Kári hefur tekið virkan þátt í þingum UMFÍ og hefur m.a. verið formaður kjörnefndar. Einar Haraldsson var endurkjörinn for- maður félagsins. Kári Gunnlaugsson og Birgir Ingibergsson voru kosnir meðstjórnendur til tveggja ára, Sveinn Adólfsson, Guðjón Axelsson og Birgir Már Bragason voru kosnir varamenn til eins árs. Kjartan Másson var heiðraður með gull- heiðursmerki Keflavíkur. Halldóra Björk Guð- mundsdóttir úr fimleikadeild og Jón Sigur- björn Ólafsson í körfu- og knattspyrnudeild voru sæmd starfsmerki UMFÍ. Einar Birgir Bjarkason hlaut Starfsbikar Keflavíkur. „Það sem er fram undan hjá okkur er að við erum að fara af stað með námskeið í Nora-kerfinu, bæði fyrir stjórnendur og þjálf- ara. Við erum einnig með umhverfisdaginn okkar sem verður væntanlega í apríl þar sem félagsmenn okkar og stjórnendur koma sam- an og taka til í nærumhverfi sínu. Svo erum Aðalfundur Keflavíkur, íþrótta- og ungmennafélags: Kári Gunnlaugsson sæmdur gullmerki UMFÍ við farin að huga að Unglingalandsmóti og Keflavíkurdagurinn verður síðan haldinn í annað sinn í september nk. Starfið gengur heilt yfir vel og stjórnir deilda eiga hrós skilið fyrir glæsilega frammistöðu hvað varðar utanumhald í fjár- málum. Allar okkar deildir eru reknar réttum megin við núllið og það er að myndast mjög góð fjárhagsstaða í félaginu,“ sagði Einar Haraldsson, formaður Keflavíkur. Ungmennasamband Skagafjarðar hélt 95. ársþing sitt 7. mars sl. í Tjarnarbæ, félags- heimili hestamannafélagsins Léttfeta á Sauðárkróki sem einnig var gestgjafi að þessu sinni. Formannsskipti urðu í sambandinu þar sem Sylvía Magnúsdóttir frá Hlíðarenda í Óslandshlíð tók við af Jóni Daníel Jónssyni sem gegnt hefur embættinu síðustu ár. Baldur Daníelsson var fulltrúi frá UMFÍ á ársþinginu og ávarpaði fundargesti. Viðsnúningur varð á rekstri sambandsins þar sem niðurstaða rekstrarreiknings sýndi rúmlega eina milljón krónur í afgang í stað rúmra sextán hundruð þúsunda í mínus árið áður. Munaði þar mestu um aukna styrki milli ára. Einnig má geta þess að UMSS sá um Unglingalandsmótið sl. sumar. Þá var sam- þykkt á þinginu að sækja um að halda Unglinga- landsmót UMFÍ 2018. Nýja stjórn UMSS skipa Sylvía Magnús- dóttir formaður, Gunn- ar Þór Gestsson, Þor- valdur Gröndal, Guð- mundur Þór Elíasson og Steinunn Rósa Guðmunds dóttir. Úr stjórn gekk Guðríður Magnúsdóttir. „Ég hef ekki komið að starfi UMSS áður en ég hef setið í varastjórn Neista síðastliðið ár. Mér finnst þetta mjög spennandi starf og hlakka til að vinna með stjórninni að þeim verkefnum sem fram undan eru. Ég hef mik- inn áhuga og er viss um að ég mun fá góða hjálp frá stjórninni til að komast inn í starfið. Ég held að þetta sé gefandi starf, umhverfið er heillandi og gott fólk í stjórninni.“ Sylvía Magnúsdóttir, nýr formaður UMSS: Gefandi starf og heillandi umhverfi Til vinstri: Kári Gunnlaugsson og Björg Jakobsdóttir, stjórnarmaður UMFÍ. Til hægri: Kjartan Másson og Einar Haraldsson, formaður Kefla- víkur. Sylvía Magnúsdóttir, nýr formaður UMSS. Ungmennafélag Kjalnesinga, UMFK, hélt aðalfund sinn 26. febrúar sl. í Fólkvangi á Kjalarnesi. Á fundinum var Ásdís Hallgríms- dóttir kjörin nýr for- maður. Aðrir í stjórn eru Brynhildur Hrund Jónsdóttir, varaformaður, Arnar Grétarsson, ritari, Dagmar Dögg Þorsteinsdóttir og Guðrún Gunnarsdóttir. Ásdís sagði að starfsemin gengi vel og þátt- taka í íþróttastarfi væri mikil. Íþróttafjörið fyrir þá yngstu á skólatímanum fyrir hádegi er alltaf vinsælt. „Ég hef lítið komið nálægt starfinu í félag- inu áður. Þetta er spennandi og ég hlakka til að takast á við þetta verkefni. Á aðalfundinum voru kosningar til formanns og stjórnar eitt stærsta málið og svo fórum við einnig yfir breytingar á lögum. Á næstunni liggur fyrir að ráða íþróttafulltrúa, skipuleggja starfið fyrir næsta starfsár og klára verkefnin sem liggja fyrir með sóma. Vorhátíðin er fram und- an og svo kemur félagið með rausnarlegum hætti að Kjalarnesdögunum í sumar. Það er því í nægu að snúast á næstunni,“ sagði Ásdís. Ásdís Hallgrímsdóttir, nýr formaður UMFK: Verkefnin næg og í nógu að snúast á næstunni Ásdís Hallgrímsdóttir, formaður UMFK.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.