Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.02.2015, Page 14

Skinfaxi - 01.02.2015, Page 14
14 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands Jón Karl Ólafsson var endurkjörinn formaður Ung- mennafélagsins Fjölnis á aðalfundi félagsins sem hald- inn var í Egilshöll í Grafarvogi 12. mars sl. Helga Jóhannes- dóttir, stjórnarmaður í UMFÍ, ávarpaði fundinn og sæmdi við það tækifæri Jón Karl Ólafsson starfsmerki UMFÍ. Auk Jóns Karls skipa stjórn Fjölnis þau Birgir Gunnlaugsson, Ásgeir Heimir Guðmundsson, Kristján Friðrik Karlsson, Sveinn Ingvarsson, Laufey Jörgensdóttir og Ólöf Inga Guðbjörnsdóttir. „Almennt séð erum við bjartsýn og gríðar- lega ánægð með starfið. Við erum með góða stöðu á félaginu og höldum uppi ábyrgri fjár- málastjórn. Afreksstarf verður sífellt kostnaðar- samara og það er umræðuefni víða hvernig menn ætla að leysa það. Þetta er ekki bara hjá okkur heldur í öllum félögum sem menn eru að glíma við sama vandamálið. Við höld- um, þegar á heildina er litið, úti öflugu ung- mennastarfi, við sjáum stækkun í öllum deild- um og fyrir það getum við verið kát,“ sagði Jón Karl. Jón Karl segir byggingu nýs fimleikahúss í Ungmennafélagið Þróttur hélt aðalfund sinn 26. febrúar sl. Með sanni má segja að fundurinn fari í sögubækurnar því á annað hundrað manns mætti á fundinn og er alveg greinilegt að áhugi bæjarbúa á Ungmenna- félaginu er mikill. Helgi Gunnarsson, fjármála- stjóri UMFÍ, ávarpaði fundinn fyrir hönd UMFÍ. Farið var yfir skýrslu stjórnar og ársreikn- ingur lagður fram til samþykktar. Svava Arnar- dóttir formaður gaf ekki kost á sér til for- manns og var Gunnar Helgason kosinn í hennar stað. Aðrir í stjórn eru Íris Pétursdótt- ir, Ingimar Jón Kristjánsson, Irma Þöll Þor- steinsdóttir og Kristján Árnason. Í varastjórn eru Guðmann R. Lúðvíksson og Magga Lena Kristinsdóttir. „Starfið leggst gríðarlega vel í mig en upp- gangur hefur verið töluverður í félaginu og er gaman að taka þátt í honum áfram. Ég er búinn að vera lengi viðloðandi þetta félag en ég skráði mig í það 1985 þegar ég var tólf ára gamall. Ég hef áður gegnt formennsku í félaginu svo að ég veit nokkurn veginn að hverju ég geng. Ég hef verið viðloðandi félagið meira eða minna, í nefndum og öðrum störfum,“ sagði Gunnar. Gunnar sagðist hafa verið tilbúinn að taka aftur að sér formennskuna enda mikill ungmennafélagsmaður. Hann sagði starfið stöðugt og öflugt og starf félagsins að lang- mestu leyti tengt íþróttum. „Við tókum í notkun 2012 gríðarlega mikla íþróttaaðstöðu sem bylti umhverfinu hjá félaginu. Þá voru tekið í notkun gras- svæði á stærð við tvo knattspyrnuvelli. Þetta svæði höfum við verið að nýta okkur til fulls. Við erum fullir tilhlökkunar í því starfi sem fram undan, en það er margt í boði í því sambandi,“ sagði Gunnar. Gunnar Helgason, nýkjörinn formaður Þróttar: Gaman að taka þátt í uppgangi félagsins fullum gangi og þegar það verður tekið í notk- un verður það mikil lyftistöng fyrir fimleika- deildina. Fjölnir á í viðræðum við borgaryfir- völd um byggingu á nýju íþróttahúsi sem myndi þá að öllum líkindum rísa við Borgar- holtsskóla. Jón Karl sagði félagið glíma við húsnæðisvanda og því brýnt að koma upp nýju íþróttahúsi. Í hverfinu, þar sem íbúar eru um tuttugu þúsund, er aðeins eitt löglegt Jó Karl Ólafsson endurkjörinn formaður Fjölnis: Félagið heldur úti öflugu ungmennastarfi íþróttahús, í Dalhúsum. Þetta gengur ekki til lengdar en samkvæmt nýju skipulagi hverfis- ins á að bæta við 3–4 þúsund nýjum íbúðum á næstu árum. „Nýtt íþróttahús í Grafarvoginum er búið að vera lengi í umræðunni. Þegar hverfið var að byggjast upp voru byggðir litlir íþrótta- salir við alla skóla sem nýtast illa í starfi íþróttafélags í alvöruíþróttarekstri. Við eigum í viðræðum við borgina og Borgarholtsskóla en samkvæmt skipulagi á að byggja húsið við þann skóla. Hugmyndafræðin snýst um að fá í gegn að Borgarholtsskóli og Fjölnir geti í sameiningu komið að því að nýta þessa við- bótaraðstöðu. Viðræður eru á góðu róli en það er alltaf erfitt að fá aðila til að skrifa undir síðasta pappírinn. Allir eru sammála um að þörf sé á þessu og að þetta verði hagkvæm niðurstaða fyrir alla aðila,“ sagði Jón Karl. Aðspurður almennt um framtíðina segir Jón Karl að Fjölnir sé stórveldi í íþróttum og að félagið ætli að halda þeirri stöðu. „Við ætlum að eflast og verða enn sterkari, það er ekkert annað í kortunum hjá okkur. Við horfum bjartsýn fram á veginn,“ sagði Jón Karl. Gunnar Helgason, formaður Þróttar. Helga Jóhannes- dóttir, stjórnar- maður í UMFÍ, og Jón Karl Ólafsson, formaður Fjölnis.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.