Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.02.2015, Side 15

Skinfaxi - 01.02.2015, Side 15
 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands 15 Héraðssambandið Skarp- héðinn hélt 93. héraðsþing sitt í félagsheimilinu á Flúðum 15. mars sl. Um 100 þingfulltrúar og gestir mættu á þingið. Góð mæting var þrátt fyrir að þinginu hafi ver- ið frestað til sunnudags vegna veðurs. Kjartan Lárusson, Umf. Laugdæla, var sæmdur gullmerki HSK og er þetta í 12. sinn sem það er afhent. Örn Guðnason, stjórnarmaður í UMFÍ, ávarpaði héraðsþingið og sæmdi þrjá ein- staklinga starfsmerki UMFÍ, en það voru Bergur Pálsson, Umf. Selfoss, Guðmunda Ólafsdóttir, Umf. Vöku, og Lárus Ingi Frið- finnsson, Íþróttafélaginu Hamri. Karl Gunn- laugsson, GF, var sæmdur heiðurskrossi ÍSÍ og er þetta í sjöunda sinn sem félagsmaður innan HSK hlýtur þann heiður. Um 30 tillögur voru samþykktar á þinginu. Rekstur sambandsins var jákvæður um 1,6 milljón kr. Þess má geta að sambandið er skuldlaust og eigið fé þess um 18 milljónir. Breytingar urðu á stjórn sambandsins. Bergur Guðmundsson ritari gaf ekki kost á sér til endurkjörs en í hans stað kom inn Helgi S. Haraldsson. Einnig lét Fanney Ólafs- dóttir af störfum sem meðstjórnandi og í hennar stað kom Helga Kolbeinsdóttir. Aðrir í stjórn eru Guðríður Aadnegard, formaður, Guðmundur Jónasson, gjaldkeri, og Örn 93. héraðsþing HSK á Flúðum: Það er jákvæðni alls staðar og mikill kraftur Guðnason, varaformaður. Þá kom Rut Stefáns- dóttir inn sem varamaður fyrir Jóhannes Óla Kjartansson. Í varastjórn eru, auk Rutar, Anný Ingimarsdóttir og Gestur Einarsson. Íþróttafólk í þeim 22 íþróttagreinum sem stundaðar eru innan sambandsins var heiðr- að og úr þeirra hópi var Dagný Brynjarsdóttir valin íþróttamaður HSK 2014. Ýmis sérverðlaun voru veitt á þinginu. Íþróttafélagið Dímon var stigahæsta félagið, Umf. Baldur fékk unglingabikar HSK og knatt- spyrnudeild íþróttafélagsins Hamars hlaut foreldrastarfsbikar HSK. Þá var Guðni Guð- mundsson, íþróttafélaginu Garpi, valinn öðl- ingur ársins. Samkvæmt venju fór sleifarkeppni HSK fram á þinginu og þar sigraði Sigþrúður Harðardóttir, Umf. Þór. Þá var Sæmundur Steingrímsson, Umf. Þór, útnefndur mat- maður þingsins. „Þetta var gott þing og þrátt fyrir að við hefðum þurft að seinka því um einn dag vegna veðurs var mætingin ótrúlega góð. Eins og kom fram á þinginu gengur rekstur héraðssambandsins mjög vel, við skiluðum hagnaði og skuldum ekkert. Það skiptir öllu máli að starfa í svona umhverfi. Nefndastörf á þinginu gengu vel og tvö ný félög voru tekin inn, Lyftingafélagið Hengill og Íþrótta- félagið Mílan. Það er skemmtilegt að segja frá því að mjög margir sterkir kandídatar komu til greina sem íþróttamaður HSK sem segir hvað við eigum margt öflugt og efni- legt íþróttafólk,“ sagði Guðríður Aadnegard. Guðríður segir starfið í heild sinni ganga mjög vel, það sé mikil starfsemi og mikil virkni. Það sé ekki síst að þakka iðkendum, foreldrum, þjálfurum og styrktaraðilum og að án þessara aðila yrði starfið ekki eins öflugt og raun ber vitni. „Starfið heldur bara áfram og við stefnum að því að mæta með öfluga hópa á Lands- mót UMFÍ 50+ og Unglingalandsmótið í sum- ar. Við héldum fjármálaráðstefnu á síðasta ári sem gekk afar vel og það kom fram á þinginu að fólk vill gjarnan fá fleiri ráðstefnur sem nýt- ast vel í starfinu. Það er gaman í starfinu þeg- ar vel gengur. Það er jákvæðni alls staðar og mikill kraftur og hrein forréttindi að fá starfa við þessar aðstæður og með þessum frá- bæra fólki,“ sagði Guðríður. Lárus Ingi Frið- finnsson, Guð- munda Ólafsdóttir og Bergur Páls- son, ásamt Erni Guðnasyni, stjórn- armanni UMFÍ. Sími 470 8100 / Fax 4708101 / sth@sth.is / www.sth.is

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.