Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.02.2015, Page 16

Skinfaxi - 01.02.2015, Page 16
16 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands Á haustmánuðum á síðasta ári undir- rituðu Borgarbyggð og Ung- mennasamband Borgarfjarðar samstarfssamning um tómstunda- starf 6 til 16 ára barna í Borgar- byggð. Tilgangurinn með samn- ingnum er að auka fjölbreytni í tómstunda- starfi fyrir börn á grunnskólaaldri, fjölga þátt- takendum í skipulögðu félags- og tóm- stundastarfi og að stuðla að því að vinnu- dagur barnanna verði sem heildstæðastur. Hlutverk UMSB samkvæmt samningnum er að sjá um og skipuleggja íþrótta- og tóm- stundaskóla fyrir börn í 1.–4. bekk, starfsemi félagsmiðstöðva fyrir unglinga, sumarfjör fyrir börn í 1.–7. bekk og vinnuskóla fyrir börn í 8.–10. bekk. Íþrótta- og tómstundaskóli Helsta nýmælið í tómstundastarfi samkvæmt samningnum er stofnun íþrótta- og tóm- stundaskóla. Starfsemi skólans verður byggð upp í góðu samstarfi við íþróttafélögin sem halda úti æfingum fyrir börn á þessum aldri. Ætlunin er að geta boðið börnunum upp á að æfa þær greinar sem þau vilja en um leið að kynna fyrir þeim aðrar greinar sem í boði er að æfa í sveitarfélaginu. Auk íþróttaæfinga er stefnt að því að bjóða upp á fjölbreytt tómstundastarf, svo sem leik- list, myndlist, tónlist, skátastarf, útivist, kynn- ingu á starfsemi björgunarsveitanna og fleira. Með stofnun skólans er leitast við að jafna tækifæri barna í sveitarfélaginu til íþrótta- og tómstundaiðkunar. Íþrótta- og tómstundaskóli UMSB: Sjáum mikla aukningu í Samstarfið gengur mjög vel Sigurður Guðmundsson, sem hóf störf sem tómstundafulltrúi í nóvember sl., var inntur eftir því hvernig tómstundastarfið gengi en hann hefur mikla reynslu á sviði íþrótta- og æskulýðsmála. „Samstarfið er tiltölulega rétt nýhafið en það gengur mjög vel í alla staði. Það skemmti- legasta í þessu öllu saman er að þátttaka í íþróttum hefur aukist. Við getum nefnt sem dæmi þátttöku nemenda í 1.–4. bekk í Borg- arnesi. Þar voru þátttakendur 20 fyrir áramót en núna eru þeir rúmlega 40 talsins. Við sjá- um mikla aukningu í öllum greinum í kjölfar stofnunar íþrótta- og tómstundaskólans en UMSB sér um allt utanumhald. Með þessu verður foreldrum ljóst hvað er í boði sem skiptir miklu máli. Við bjóðum ekki einungis upp á íþróttir heldur líka listgreinar eins og listasmiðju, leiklist og leikræna tjáningu. Ennfremur erum við í samstarfi við tónlistar- skólann með hóptíma í tónlist. Golfið er nýtt „Við bjóðum ekki einungis upp á íþróttir heldur líka listgreinar eins og listasmiðju, leiklist og leikræna tjáningu. Ennfremur erum við í samstarfi við tónlistar- skólann með hóptíma í tónlist.“ Sigurður Guðmundsson, tómstundafulltrúi UMSB.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.