Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2015, Síða 17

Skinfaxi - 01.02.2015, Síða 17
 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands 17 öllum greinum af nálinni en aðstæður þar eru í einu orði sagt frábærar. Við ætluðum okkur að gera góða hluti og þeir eru að ganga eftir,“ sagði Sigurður. Aukin fjölbreytni og þátttaka Sigurður sagði að markmiðið með samstarf- inu væri að auka fjölbreytni í greinum og að auka þátttöku ungmennanna. Hann segir að þessum markmiðum hefði verið náð á fyrstu mánuðunum. „Þetta á bara eftir að eflast enn frekar og fjölbreytnin um leið. Það sem er líka gaman í þessu er að íþrótta- og tómstundaskólinn er rekinn á fjórum stöðum í Borgarbyggð, í Borgarnesi, á Hvanneyri, Kleppsjárnsreykjum og Varmalandi. Það er starfsemi á öllum þess- um stöðum þannig að krakkarnir fara í tóm- stundastarfið strax og skóla lýkur. Á öllum þessum stöðum bjóðum við upp á t.d. list- greinar, leiklist og svo að sjálfsögðu upp á íþróttaæfingar. Auk þessa fara krakkarnir líka á æfingar í Borgarnesi. Foreldrar eru mjög ánægðir með þetta og ekki síður fjölbreytn- ina í því sem í boði er. Það eru ekki bara jaðar- íþróttir heldur er komið eitthvað nýtt sem ánægja ríkir með,“ sagði Sigurður. Byggt upp hægt og rólega Í þessu samstarfi tekur UMSB líka við félags- miðstöðvunum í Borgarnesi og á Bifröst. Að sögn Sigurðar verður starfsemin þar byggð upp hægt og rólega. „Það er spennandi að sjá hvernig þetta samstarf þróast. Ég held að samstarfið eigi bara eftir að vaxa og dafna og verða enn betra í framtíðinni,“ sagði Sigurður Guð- mundsson, tómstundafulltrúi UMSB, í spjallinu við Skinfaxa.

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.